Hlynur - 15.04.1956, Síða 8

Hlynur - 15.04.1956, Síða 8
Fræðslu- og skemmtifundurinn í vefnaðarvörudeildinni, á myndinni eru í fyrstu röð frá vinstri: Guðrún Þorkelsdóttir, Helga Maul, Þuríður Árnadóttir, Ásta Björnsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Jóhanna Brynjólfsdóttir, Elísabet Ólafsdóttir, Geirlaug Jóns- dóttir, Helga Lísa Gunnarsdóttir, ísbjörg ísleifsdóttir, Sigurbjörg Þórðardóttir, Svan- hildur Hermannsdóttir og Ingveldur Höskuldsdóttir. — Aftari röð: Gunnar Gunnarsson, Kristinn Guðjónsson, Óskar Gunnarsson, Guðmundur Ingimundarson, Guðm. Grímsson, Kristinn Kristinsson, Sigurður Guðlaugsson, Guðjón Guðjónsson, Guðrún Kristjánsdótt- iir, Karl Bender og Bergþóra Sigurbjörnsdóttir. BRÉF ÚR KJÖRBÚÐ SÍS „Það var í byrjun febrúar sl. að mér datt í hug að stuðla að stofnun fræðslu- og skemmtifélags meðal starfsfólks SIS í Austurstræti 10. Eg ræddi málið við Guðlaug Eyjólfsson verzlunarstjóra, en hann tók því mjög vel, og varð það til þess að ég hreyfði því einnig við deild- arstjórana Guðmund Ingimundarson og Karl Bender. Bundum við síðan fast- inælum að hrinda málinu í framkvæmd. Það kom í ljós, þegar við ræddum við hitt starfsfólkið, að áhugi fvrir félags- stofnuninni var mikill meðal þess“. Þannig farast Oskari H Gunnarssyni, gjaldkera í kjörbúðinni í Austurstræti, orð í bréfi, sem hann sendi blaðinu, Og enn segir: „Fyrsti fræðslu- og skemmti- fundurinn var haldinn 14. marz í vefn- aðarvörudeildinni. Sýndar voru stuttar kvikmyndir og litskuggamyndir, sem Guðmundur Ingimundarson skýrði. — Fyrsta skuggamyndin var um skipulag og umgengni í vörugeymslum, verð- merkingar, uppfylling í hillur og af- greiðsla við peningakassa. Út frá efni myndarinnar spunnust fjörugar umíæð- ur um skipulagið í kjörbúðinni. Næstu tvær voru um verzlunarhætti í Dan- mörku og í Bandaríkjunum, fvrr og nú, en hinar af léttara taginu. Þessi fyrsti fundur tókst með afbrigð- um vel, gefur hann okkur ástæðu til að halda áfram á sömu braut og reyna að fikra okkur áfram. Næsti fundur hefir þegar verið ákveðinn skömmu eftir páska. Félagið er fyrst og fremst stofnað til að afla okkur fræðslu um hagnýt verzl- unarstörf. Starfsfólkið í hinum ýmsu deildum kynnist þannig starfi hvers annars. Starfsfólk vefnaðarvöru- og bús- áhaldadeildar og skrifstofu kynnir sér starfstilhögun og vörur í kjcrbúðinni, og svo gagnkvæmt. Með þessu móti getum við aflað okkur staðgóðrar þekk- ingar á fyrirtækinu og orðið betri og fjölhæfari starfsmenn. Við lítum svo á að við náum betri árangri, ef við berj- 8 i

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.