Hlynur - 15.05.1956, Blaðsíða 10

Hlynur - 15.05.1956, Blaðsíða 10
Ný kaupfélagsbúð á Fáskrúðsfirði Faskrúðsfirði í apríl. Laugardaginn 17. marz opnaði Kf. Fáskrúðsfirðinga nýja búsáhaldadeild í húsnæði, sem áður var verz-unin Merkúr. Kaupfé- lagið keypti þá húseign á síðast- liðnu ári og lét breyta henni og endurbæta. Verzlunarstjóri í hinni nýju búð er Trausti Gests- son, sem unnið hafði hjá kaupfé- laginu í nokkur ár, en hætti störfum hjá því fvrir ári, en byrjar nú hjá því aftur. Um síðustu áramót varð breyting á skrifstofuhaldi kaupfélagsins og dótt- urfyrirtækja þess. Hefir allt skrifstofu- hald verið á sömu skrífstofu við mjög þröngan húsakost. Nú hefir þefsu ver- ið brevtt þannig, að bókhald dóttur- fvrirtækjanna allra, — Hraðfrystihúss- ins, Fiskimjölsverksmiðjunnar og' út- gerðarfélagsins Búðarfells hf., hefir verið flutt í nýja skrifstofu í hrað- frystihússbyggingunni, en á gömlu Sigurður Ólafur skrifstofunni er nú aðeins bókhald kaupfélagsins sjálfs. Skrifstofustjóri á hinni nýju skrif- stofu er Sigurður Ilaraldsson, sem var áður gjaldkeri hjá kaupfélaginu. Skrif- stofustjóri hjá kaupfélaginu er nú 01- afur J. Þórðarson, en hann tók vlð því starfi um miðjan des., er þáverandi skrifstofustjóri, Vilhjálmur Björnssoti, hætti störfum hjá félaginu. Kaupfélagsstjóri og framkvæmda- stjóri dótturfvrirtækjanna, er Hclgi Vigfússon frá Eyrarbakka. Kaupfél. Króksfjarðar 45 ára 5? Júlíus Ólafur Kaupfélap Króksfjarðar átti 4ö ára afmæli 29. apríl síðastliðúm. Það var stofnað árið 1911 að Króksfjarð- arnesi og gekk í SIS 1918. K.K. rekur almenna söíubúð, frvstihús, sláturlnis og smjörsamlag. Einnig hefir það úti- bú að Reykhólum í Reykhólasveit og er að byggja annað á Skálanesi í Gufudalssveit. en það verður rétt við Vesturlandsveginn og því vel í sve t sett gagnvart bílaumferðinni á sumrin. Fast r starfsmenn K. K. eru tveir. Fé- lagsmenn tru nálægt hundraði og verzla lyrir rúmlega 300 einstaklinga. Kaupfélagsstjóri er Olafur E. Olafsson. Hann réðist til kaupfélagsins 1938, en Helgi 10

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.