Hlynur - 15.05.1956, Blaðsíða 16

Hlynur - 15.05.1956, Blaðsíða 16
4. ARG. 5. TBL. MAI 1956. að Kaupfélag Þingeyinga hefir endur- skipulagt heimsendingarkerfi á vöru- pöntunum til sveitaheimilanna á fé- lag:ssvæðinu. Hið nýja kerfi gerir fólki það kleift að fá pöntun, sem það sendir með mjólkurbílnum að morgni, heim samdægurs. að Kaupfélag Borgfirðinga hefir nýlega keypt kvikmyndasýningartæki frá Bandaríkjunum. Félagið hefir að und- anförnu mikið notað kvikmyndir í fræðslustarfinu á félagssvæðinu, en orðið að vera með lánsvélar. að það er fræðsludeild SÍS, sem hafði milligöngu um útvegun tækjanna, sem keypt voru frá Bell & Howell-kvik- myndaíækjaverksmiðjunum, en Sam- handið hefir umboð fyrir þær. Hér er um samskonar sýningartæki að ræða og erindrekar SIS hafa notað á und- anförnum árum á ferðum sínum um landið. að Samvinnumenn á hinum Norðurlönd- unum eiga líka sína Hlyni. I Svíþjóð er það ,,Vár tidning“, í Noregi ,,Kon- takt“, í Finnlandi ,,Handelslaget“ og í Danmörku „Uddelerbladet“. Þe'ssi blöð kama til með að liggja frammi í hinni væntanlegu lesstofu í húsakynn- um fræðsludeildar. að af ýmsam viöskiptalegum og lagaleg- um ástæðum hafa samvinnumenn orð- ið að nota hlutafélagaform í nokkr- um nýjum starfsgreinum. Þessi félög eru rekin í samvinnuanda (skila tekju- afgangi í hlutfalli við viðskipti — ekki hlutafjáreign) og starfa í þjón- ustu samvinnuhreyfingarinnar. Þau eiga því lítið nema nafnið sameigin- legt með öðrum hlutafélögum hér á landi að SIS reynir strax og þess gerist kost- ur að leysa upp hlutafélög sín og .koma starfsemi þeirra í hreint sam- vinnuform. Þannig er til dæmis búið að leysa upp tvö hlutafélög, sem SÍS keypti, Norðra hf. og Islendinga- sagnaútgáfuna hf. og eru þau nú bæði hreinn hluti af SIS, enda þótt þau muni halda hinum gömlu nöfnum (að undanskildu hf.-inu, sem hverfur). að útflutningsdeild SÍS mun taka þátt í mikilli alþjóða-fiskveiðasýningu í Kaupmannahöfn í maímánuði. að Hjalti Pálsson hefir verið í Berlín vegna vélainnkaupa frá Austur-Þýzka- landi .... Jón Rafn Guðmundsson í London vegna endurtrygginga .... Helgi Pétursson í Svíþjóð og víðar vegna afurðasölu, m. a. kjötsölu .... Hjörlur Hjartar og Haukur Hvann- berg hafa verið í Japan vegna olíu- skipakaupa. að páskasalan hjá SIS-Austurslræli var skipulögð fyrir fram með áætlun um auglýsingar, búðarskreytingu, glugga- skreytingu, auglýsingapésa o. fl. Ár- angurinn varð ágætur. Salan varð geysimikil og oft varð að loka til að hleypa fólki inn í hópum. HLYNUR BLAÐ SAMVINNU- STARFSMANNA er gefinn út af Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, Starfs- mannafélagi SIS og Félagi kaupfélagsstjóra. Ritstjóri er Orlygur Hálfdanarson, en auk lians í ritnefnd Guðrún I»or- kelsdóttir og Gunnar Sveinsson, Keflavík. Ritstjórn og af- greiðsla hjá fræðsludeild SIS, Sambandshúsinu, Reykjavík. Verð: 35.00 kr. árg., 3.00 kr. hefti. Kemur út mánaðarlega

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.