Hlynur - 15.09.1956, Page 3

Hlynur - 15.09.1956, Page 3
 Hér er einföld jólapappírsútstilling, sem koma ætti fyrir, bar sem fólkið getur gengið að og valið eftir vild. Grindin er úr mjóum listum, klædd með pappa og jólapappír svo límdur þar á og annað skraut. Hvernig væri að gera tilraun ? Jólin eru mesti annatími ársins í öllum verzlunum. Aldrei er meiri sala, né meira að gera og veltur því á miklu að störfin séu gerð sem auðveldust og hægt er. — Vanir verzlunarmenn skipuleggja jóla- verzlunina með góðum fyrirvara, og er í mörg horn að líta hvað það snertir. Vafa- laust er ekki til nein algild regla til að fara eftir við jólaundirbúninginn, enda aðstæður misjafnar víðast hvar. Hlynur sneri sér til Oskars Gunnarssonar, full- trúa í SÍS — Austurstræti, og varð hann við þeim tilmælum blaðsins að skrifa nokkur orð um jólaundirbúninginn al- mennt, fyrir starfsfólk kaupfélaganna. Skípuleggjum jólasöluna Þegar talað er um jóla- verzlunina er alltaf spurt hvað hægt sé að gera til að auka söluna sem allra mest. Við munum hvernig það var í fyrra og spyrjum sjálf okkur hvort við eig- um að hafa það eins, eða hvort við eigum að reyna eitthvað nýtt. Vissulega eigum við að breyta til og reyna að gera enn betur en í fyrra. Til- breyting er alltaf skemmti- leg bæði fyrir viðskipta- vinina og starfsfólkið sjálft. En til þess að geta gert það verðum við að fara að undirbúa og skipuleggja starfið, panta vörur, gera áætlanir um útstillingar, auglýsingar skreytingar á búðinni og skipuleggja búðina þannig að léttara sé að vinna í henni í því aukna álagi, sem jólasalan hefir í för með sér. Fjarlægja þarf úr búðinni þær vörur sem lítið seljast, en setja í þeirra stað vörur, sem einkum seljast fyrir jólin. Vörunum ætti að raða á sem hagkvæmastan máta þannig að auðvelt sé að ná í þær. Einnig skyldu þær vörur hafðar nálægt hverri annari, sem helzt eiga saman. Sjálfsagt er að skreyta búðirnar og stilla upp vörum á smekklegan hátt með tilheyrandi auglýsingaspjöldum. Það skapar vissa Jólastemmingu og er á- Framh. á bls. 13. 3

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.