Hlynur - 15.07.1960, Blaðsíða 15

Hlynur - 15.07.1960, Blaðsíða 15
BJARKARLUNDUR — SKÁLI KEA-MANNA — Meðan hrund og halur þrá heita stund í nœði, Bjarkarlundur allmörg á ástafundakvæði. Starfsmannafélalg KEA á mjög falleg- an og vistlegan sumarbústað í Vagla- skógi, er hann vinsæll með afbrigðum og mikið sóttur af ungum og gömlum. Gefur ferskeytlan hér að ofan örlitla hugmynd um vinsældirnar. Hugmynd- ina að byggingu sumarskála kom Gunn- ar Larsen fyrst með á fundi í Starfs- mannafélagi KEA árið 1932 og var honum ásamt þeim Þorsteini Davíðssyni og Halldóri Ásgeirssyni falinn undirbún- ingur. Varð síðan hafizt handa af full- um krafti og skálinn reistur á ótrú- lega stuttum tíma. A árunum 1934— 1930 var byggð rishæð ofan á skálann, sem reyndist brátt of lítill sökum mik- illar aðsóknar. Voru þó á þeim árum ekki eins greiðar samgöngur í Vagla- skóg frá Akureyri. Vestan skálans var ruddur og sléttaður flötur þar sem hægt er að iðka ýmsa útileiki. Sérstök nefnd er skipuð að loknum aðalfundi Starfsmannafélagsins tíl þess að ann- ast rekstur skálans. Venjulegur dvalar- tími sumarge ta í Bjarkarlundi er frá ló. júní til ágústloka og stundum lengur ef veður er hagstætt. Geslir í Bjarkarlundi skipta nú orðið samtals hundruðum ef ekki þúsundum og bera gestabækur það með sér að þar hefir engum leiðst, nema ef var skyldi það að þurfa að fara þaðan. A 25 ára af- mæli skálans var efnt til mikils hófs í Bjarkarlundi, sem greinargóð frásögn birtist um í KRUMMA á sínum tíma. HLYIJUR 15

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.