Hlynur - 15.07.1960, Blaðsíða 16

Hlynur - 15.07.1960, Blaðsíða 16
8. árg., 6.—7. TBL. Júní—Júlí 1960. f ott aí uiía . að sala Ferðahandbókarinnar 1960, sem Hótel Bifröst gaf út hefir gengið mjög vel. Bókinni var dreyft bæði í Reykja- vík og útt á land og gekk sá hlutinn, sem ætlaður var Reykjavík, upp fyrstu tvær vikurnar. að frú Hrafnliildur Helgadóttir, stýrir Hótel Bifröst í sumar. Hrafnhildur er kona Cuðbjörns Guðjónssonar, sem lengi stýrði Hótel Bifröst. að umsetning Kaupfélags Húnvetninga jókst um kr. 1.846.712.93 síðasta reikn- ingsár. Kaupfélagið lagði kr. 45.000.00 í lengingu Blönduóssbryggju. að í næsta blaði verður viðtal við Jón Þórðarson, prentara í Eddu. Jón hefir unnið í Eddu frá fyrstu tíð og sett flest blöð HLYNS. að Guðlaug Gunnarsdóttir, sem HLYNUR birti mynd af á forsíðu í síðasta marz- hefti tók þátt í síðustu fegurðarsam- keppni og krækti þar í góð verðlaun. að fræðsludeild SÍS hefir boðizt til kaups ný kvikmyndasýningavél af Bell & Howell gerð, en það er sú tegund véla, sem notuð hefir verið af erindrekum Sambandsins með mjög góðri raun. Deildin þarf ekki á vélinni að halda. en kemur þessu hér með á framfæri, ef einhver kaupfélaganna hefðu ætlað sér að kaupa slíka vél. að inntökupróf í Samvinnuskólann verða að venju í lok septembermánaðar í Reykjavík. Hafa þegar borizt allmargar umsóknir, en umsóknarfrestur er til 1. september. að fræðsludeild SÍS biður öll kaupfélögin að senda sér ætíð ársskýrslur sínar. I þeim er margháttaður fróðleikur, sem deildinni getur komið að góðu gagni í starfi sínu. að í setustofu Bifrastar hefir verið kom- ði fyrir stórri og fagurri klukku, sem KEA gaf Samvinuskólanum. Sýnir KEA mikinn og góðan hug til Sam- vinnuskólans með gjöfinni og á þakkir skyldar fyrir. að blaðamaður frá Samvinnunni fór um borð í skemmtiferðaskipið Gripsholm, þegar það var í Reykjavík á dögun- um. Náði hann tali af skipstjóra og öðru starfsliði, auk ýmissa farþega, og kemur frásögn af förinni í ágúst- hefli Samvinnunnar. Munu margar, góð- ar myndir, teknar af Þorvaldi Agústs- syni, fylgja greininni. að Olga Agústsdóttir, húsmæðrafulltrúi, fer milli kaupfélaganna í sumar og heldur húsmæðrafundi að vanda. Verð- ur að þessu sinni lögð áherzla á kennslu í hraðfrystingu matvæla. HLYNUR , BLAÐ SAMVINNU- STARFSM ANNA cr gefinn úl af Sambandi íslenzkra samvinnufél., Starf- mananfélagi SÍS og Félagi kaupfélagsstjóra. Ritstjóri er Örlygur Flálfdanarson, en auk hans í ritnefnd Jón Ás- geirsson og Gunnar Sveinsson, Keflavík. Ritstjórn og af- greiðsla hjá fræðsludeild SÍS, Sambandshúsintt, Rvík. Verð: 50.00 kr. árg., 5.00 kr. hefti. Kemur út mánaðarl.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.