Hlynur - 15.07.1960, Blaðsíða 13
Guðmundur Tlieodórsson, starfsmaður í
mjólkurstöð, Ari Guðmundsson, yfir-
bókari, Bjarni Einarsson, vélamaður í
frystihúsi, Einar Þorláksson, deildar-
stjóri í vörugeymslu, Þórður Jósefsson,
afgreiðslumaður.
Aftasta röð frá vinstri: Sveinberg
Jónsson, skrifstofumaður, Sverrir Kristó-
fersson, deildarstjóri í kjötbúð, Þórður
Pálsson, gjaldkeri, Skúli Jakobsson,
mjólkurbússtjóri, Páll Eyþórsson, starfs-
maður í mjólkursamlagi, Iíjálmar Páls-
son, bílstjóri, Jón Hannesson, afgreiðslu-
maður.
A myndina vantar: Pálma Gíslason,
deildarstjóra í sölubúð, Þórarinn Þor-
leifsson, afgreiðslumann, Zophonías
Zophoníasson. bílstjóra, Bergþóru Kristj-
ánsdóttur. afgreiðslustúlku í mjólkur-
búð.
Kennari við
Samvinnuskólann
Vilhjálmur Einarsson er ráðinn tóm-
stundakennari við Samvinnuskólann,
tekur hann við þeim störfum af Hróari
Björnssyni, sem gegnt hefir þe'.m und-
anfarin ár.
Vilhjálmur er
fæddur 5. júní 1934
á Hafransesi við
Reyðarfjörð. Lauk
Landsprófi frá Eið-
um 1950. Stúdents-
prófi úr Stærðfræði-
deild Menntaskól-
ans á Akureyri 1954
og B.A. prófi úr
Dartmouth College í
Bandaríkjunum
1956 og prófi í upp-
eldislræðum frá
Kennnarskóla íslalnds 1959. Vilhjálmur
var erindreki Sambands bindindisfélaga
í skólum veturlnn 1957 og kennari við
Iléraðsskólann að Laugarvatni 1957 til
áramóta ’58 og ’59, en þá var hann
settur skólastjóri til 1. september 1959.
Kennari við Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar 1959—60.
Kona Vilhjálms er Gerður Undórs-
dóttir úr Reykjavík og eiga þau tvo
syni.
Lofaðu engu.
Einu sinni var ríkur maður, er var
svo nízkur, að hann tímdi aldrei að
bjóða vinum sínum til máltíðar. En
eitt sinn kom það fyrir, að hann lán-
aði hús sitt vini sínum, er hugðist
halda veizlu. Vegfarendur urðu furðu-
lostnir, er þeir heyrðu glauminn frá
húsi nirfilsins, og leituðu frétta hjá
dyraverðinum. „0, samsæti, þetta er
ekki á vegum húsbónda míns,“ sagði
hann. „Slíkan fagnað mun hann ekki
halda fyrr en í öðrum heimi.“
Nirfillinn heyrði þetta. Hann æddi
út og æpti reiðilega að þjóninum:
„Hver hefur leyft þér að gefa loforð
fyrir mína hönd?“
Auðugur landeigandi sat að veizlu
ásamt gestum sínum. er þjónn hans
færði honum seðil, er hann kvað
vera frá leiguliða nokkrum er biði
svars utan dyra. Letrið á seðlinum var
þess efnis, að leiguliðinn bað land-
eigandann að lána sér sterkan uxa til
áburðar.
Landeigandinn kunni hvorki að lesa
né skrifa, en vildi ekki láta það
spyrjast meðal gesta sinna. Þess vegna
þóttist hann lesa það, er á seðlinum
stóð, og sagði síðan við þjóninn:
„Agætt, segðu honum að ég komi
sjálfur strax að máltíð lokinni.“
Vilh jálmur
HLYNUR 13