Hlynur - 15.04.1966, Síða 13

Hlynur - 15.04.1966, Síða 13
AXEL ÁSGEIRSSON Fæddur 16. maí 1895 Dáinn 10. nóv. 1965 Þann 10. nóv. sl. varð bráðkvaddur við starf sitt Axel Ásgeirsson, starfs- maður hjú Sútunardeild Iðunnar á Akureyri. Axel var fæddur að Dag- verðartungu í Hörgárdal 16. maí 1895 og voru for- eldrar hans hjónin Ásgeir Björnsson og Kristjana Halldórsdóttir. Hann ólst upp með foreldrum sín- um til átta ára aldurs að faðir hans lézt en fór þá til móðurbróð- ur síns Leos, að Rútsstöðum í Eyja- firði og dvaldist hjá honum næstu 8 árin, eða þar til hann fór að standa á eigin fótum, ef svo mætti segja. Hann stundaði sjómennsku og ýmsa vinnu, en hóf snemma störf á vegum samvinnufélaganna, var t. d. einn af fyrstu starfsmönnum Mjólkursamlags K.E.A. og einn af þeim, sem sóttu fyrsta skip S.Í.S., Hvassafell er það var keypt til landsins. Hjá bessum stofnunum starfaði Axel um árabil. Þá var hann um skeið lögreglu- þjónn á Akureyri og af- greiðslumaður hjá Bif- reiðastöð Oddeyrar um nokkur ár. Til Iðunnar réðst Axel 1953 og starfaði þar, sem áður segir, til hinstu stundar. í öllum þessum störf- um reyndist Axel hinn nýtasti starfs- maður, enda var hann hraustmenni og ötull að hverju, sem hann gekk. Glaðvær var hann ætíð og var gott við hann geði að blanda, enda vin- sæll af samstarfsmönnum sínum og öllum þeim er við hann áttu skipti. A*xel var kvæntur Jakobínu Jósefs- dóttur, sem látin er fyrir allmörgum árum og eignuðust þau 2 börn. P.H. V ÖRURÝRNUN Framhald af blaðsíðu 11. b. Með því að líta eftir annmörkum eða göllum á körfum, vögnum og útstillingargrindum. 3. Neyzla í búð. Rýrnun verður, þegar viðskiptavinurinn gleymir að borga fyrir vöru, sem alveg eða að einhverju leyti er neytt í verzluninni. Mikilvægt er því, að reynt sé af fremsta megni að forðast neyzlu í verzluninni. Jafnframt er þó viðurkennt, að sjálfsagt sé ekki til fulls hægt að komast hját! að borðaðir séu íspinnar, popkorn o. fl. Rýrnun fyrirbyggist á eftirfarandi hátt: a. Takmörkun á neyzlu í búðinni. b. Biðja viðskiptavininn að setja umbúðirnar með verði ofan í inn- kaupakörfuna /vagninn til afnota við reikningsskil. Framhald í næsta blaði. HLYNUR 13

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.