Hlynur - 15.06.1966, Blaðsíða 10

Hlynur - 15.06.1966, Blaðsíða 10
eftir fylgiseðlum eða gömlum verðlistum. Mælt er með að allar pakkaðar vörur séu kóda-merktar, svo að alltaf sé hægt að sanna pökkunartímann. Útstilling i sýningarborð. Við útstillingu í sýningarborð skal raða öllu vandlega niður, þannig að sem allra minnst þurfi að taka aftur síðar til hreinsunar og/eð(a til að vinna upp aftur. Vörur má ekki setja út fyrir borðkantinn, og það verður að fylgjast vandlega með hvort viðskiptavinirnir hafa aflagað vörurnar. Vinna verður að því, að elztu vörurnar seljist fyrst. Litabreytingar. Ef litabreytingar koma fyrir á kjöti í sýningarborðinu, getur það verið að kenna efni því sem pakkað er í (film) eða rangri lýsingu. Með því að fara eftir leiðbeiningum kjötiðnaðarmanns um hvernig nota skal umbúðir, er hægt að koma i veg fyrir þennan möguleika og getur litabreytingin þá stafað af rangri lýsingu. Framleiðsla. Við hverja vinnslu skal skrifa framleiðsluseðil, sem sýnir söluverð vör- unnar fyrir og eftir vinnsluna. Mismunurinn bókfærist í sérstaka verð- breytingabók fyrir kjötvörur. Snyrting umfram það sem reiknað er með, er einnig tilfært á framleiðsluseðilinn og bókfært. Cnýtar vörur eru skrifaðar niður með reikningsfærðu útsöluverði í verð- breytingabókina fyrir kjötvörur. Hreinlæti. Algert skilyrði fyrir takmörkun á rýrnun er fullkomið hreinlæti í öllum húsakynnum sem varan fer um. 2. Ávextir og grænmeti Pantanir. Vegn3 þess hve þessar vörur „lifa“ tiltölulega stutt, verður að vanda innkaup þessara vörutegunda alveg sérstaklega. Rýrnun væri hægt að tak- marka með því að fara sérstaklega varlega í innkaupin, en ekki er mælt með þessari lausn, þar sem á þann hátt mundi ekki nást hámarksumsetn- Þakkir j í \ i Þar sem mér bárust ekki símsendar árnaðaróskir og J { kveðjur frá fundartnönnum og gestum á lokahófi \ síðasta aðalfundar SÍS í tilefni af 50 ára starfi mínu ! \ hjá Kaupfélagi Skaftfellinga fyrr en lokahófinu var s J slitið, bið ég Hlyn hér með að flytja hlutaðeigendum s kczrar þakkir og kveðju mína. Lifi þeir allir heilir. j Einar Erlendsson I 10 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.