Hlynur - 15.06.1966, Blaðsíða 14

Hlynur - 15.06.1966, Blaðsíða 14
Hvers vegna Framhald af bls. 2. Þegar á vegi manns verða dæmi þess, að skortur á upplýsingum hafi beinlínis leitt til mikilla erfiðleika bæði fyrir einstaka starfsmenn og ráðamenn í fyrirtækjum, vaknar spurningin um það, hvers vegna við þurfum stöðugt að láta slíka erfið- leika verða okkur til hindrunar. Mik- il aukavinna, margir ónauðsynlegir erfiðleikar og margar óæskilegar hindranir í vegi nauðsynlegra breyt- inga ættu að vera úr sögunni, ef menn hefðu meiri skilning á þýðingu upplýsingastarfseminnar. Spurningunni: Hvers vegna að veita upplýsingar? — ætti því að mega svara með orðunum: — einkum til þess að komast hjá erfiðri, slítandi og ónauðsynlegri aukavinnu. (Þýtt úr Vár Tidning) Árshátíð Framhald af bls. 7. aði hann á að afhenda þrem starfs- mönnum verksmiðjanna silfurmerki SÍS fyrir 25 ára starf, þeim Helgu Kristjánsdóttur í teppagerð Gefjun- ar, Halli Sveinssyni í Loðbandsdeild og Reyni Þ. Hörgdal í Skógerð Ið- unnar, og þakkaði þeim gott starf í þágu iðnaðar SÍS. Þá ræddi hann í stuttu máli um iðnaðinn og þýð- ingu hans fyrir þjóðina svo og þýðingu góðs starfsfólks fyrir iðn- aðinn. Einnig tilkynnti hann, að í tilefni þessa afmælis félagsins, mundi Iðnaðardeild SÍS færa því að gjöf 10.000,00 krónur, til starfsemi þess, Þá tók til máls Arnþór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Gefjunar og rifj- aði upp ýmislegt frá stofnun og störfum félagsins, en hann var á sínum tíma einn af hvatamönnum að stofnun þess. Formaður las því næst upp samþykkt er fé- lagsstjórnin hafði gert, þess efnis að þeir Arnþór Þorsteinsson og Haf- liði Guðmundsson skrifstofumaður skyldu gerðir að heiðursfélögum fyrir langt og gott starf í þágu þess. Bað hann viðstadda að samþykkja það og hylla þá, hvað var hressilega gert. Þá las hann upp nöfn þeirra 11 manna, er gegnt höfðu formanns- stöðu í félaginu og kallaði þá af þeim er viðstaddir voru upp á svið- ið og voru þeir hylltir með lófataki. Einnig las hann nöfn þeirra er undir- ritað höfðu fyrstu lög félagsins og kallaði þá, er viðstaddir voru, en þeir voru rúmlega 20, á sviðið. Af- henti hann hverjum þeirra páskalilju og voru þeir hylltir með lófataki. Að þessu loknu hófust skemmti- atriði ýmiskonar, sem öll voru heima- unnin, nema hvað Árni Jónsson ten- órsöngvari, starfsmaður Iðnaðar- deildar SÍS, söng nokkur íslenzk lög. Hafði stjórn félagsins auglýst eftir skemmtiefni frá starfsfólki verk- smiðjanna og heitið verðlaunum fyrir. Hlutu verðlaun þau Birgir Marinósson og Jóhanna Tryggvadótt- ir fyrir snjalla gamanþætti, en þeir voru uppistaða skemmtunarinnar. ívafið var hinsvegar ýmislegt efni, gamalt og nýtt. Er dagskrá var tæmd hófst dans, er stóð með miklu fjöri leyfðan tíma. Á meðan dansinn stóð skemmtu hinir svonefndu „Bravo“- bítlar, sem eru ungir drengir, við miklar vinsældir. Var mál allra sam- komugesta að hún hefði á alla lund tekizt hið bezta. Silfurmerki Framhald af bls. 3. Skógerð Iðunnar, sem verkstjóri í sníða og saumadeild árið 1951 og hefir starfað þar óslitið síðan. Reyn- ir er tvíkvæntur, var fyrri kona hans Þorgerður Jónsdóttir frá Patreks- firði, en hún lézt árið 1962. Síðari kona hans er Guðrún Þorsteinsdótt- ir frá Tálknafirði. 14 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.