Hlynur - 15.06.1966, Blaðsíða 8

Hlynur - 15.06.1966, Blaðsíða 8
VÖRURÝRNUN II. þáttur 4. Kassauppgjör. Orsakir rýrnunar á þessu sviði eru eftiríarandi: a. Röng innstimplun. b. Rangt gefið til baka af skiptipeningum. Orsakir rýrnunar af fyrr nefndu orsökinni (A) geta verið margar, eins og fram kemur í eftirfarandi varúðarráðstöfunum, sem bent er á gegn rýrnun af þessum ástæðum: a. Kerfisbundin og greinileg verðmerking (sjú Kafla II Vörugeymsla, lið 1). b. Starfsfólk við kassa ætti að fá sérstaka tilsögn, m. a. með því að fara á námskeið í blindskriftaraðferðinni. c. Fjöldi innstimplana skal vera sá sami og sölueiningarnar. Með þessu næst mest öryggi, og jafnframt er viðskiptavininum gefið tæki- færi til að fvlgjast með innstimpluninni. d. Við ranga innstimplun skal öll innstimplunin gerð ógild, og á miðann er skrifað númer og nafn viðskiptavinarins og sett í kassann sem samanburðarfylgiskjal. Síðan er gerð ný stimplun. Rýrnun af síðar nefndu orsökinni (B) er hægt að vinna gegn með því að nota eftirfarandi reglur: a. Seðla skal ekki setja í kassann, fyrr en búið er að gefa skiptipeninga til baka. b. Starfsmenn við kassana skulu telja skiptimyntina frá hinni inn- stimpluðu upphæð upp í hina mótteknu upphæð. (Dæmi: Söluupp- hæð kr. 8.74, — borgað með kr. 100.00. Afgreiðslumaðurinn skal telja skiptipeningana þannig: „Þökk fyrir, það verða 8.74 — 8.75 — 9.00 10 — 20 — 30 — 40 — 50 — 60 — 70 — 80 — 90 — 100 kr. Gjörið þér svo vel.“) Mikilvægt er, að verzlunarstjórinn fylgist jafnaðarlega með, að kassa- afreikningurinn fari fram með því öryggi og nákvæmni, sem þessi mikil- væga staða krefur. IV. kafli SÉRVÖRUR í þessum kafla er fjallað um eftirfarandi 3 vöruflokka: 1. Kjöt og kjötvörur. 2. Ávextir og grænmeti. 3. Benzín. Ástæðan fyrir því, að þessir vöruflokkar eru teknir til sérstakrar með- höndlunar er sú, að í mörgum tilfellum skilja þeir sig frá öðrum vöru- flokkum, og þessvegna hefði verið nauðsynlegt á mörgum stöðum að gera athugasemdir við þessa vöruflokka, ef þeir væru ekki teknir sér. 8 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.