Hlynur - 15.08.1966, Blaðsíða 4

Hlynur - 15.08.1966, Blaðsíða 4
4. Umbúðareikningur. í nefndinni, sem um þessi mál fjallaði, var tekið til vandlegrar athug- unar gagn og óþægindi við það að færa umbúðareikning. iMargir bentu á, að kostnaðurinn við að færa umbúðareikning væri meiri en sú rýrnun, sem gæti stafað af því að færa ekki reikning yfir um- búðir. Það náðist ekki samkomulag í nefndinni um ákveðnar ráðleggingar í málinu, og verður því hvert félag fyrir sig að meta gagn og ógagn eftir aðstæðum. Eftirfarandi rýrnunarorsakir voru síðan skrásettar: a. Gleymist að skrifa niður. b. Enginn umbúðareikningur. Til að fyrirbyggja rýrnun er bent á eftirfarandi: a. Kassar og flöskuumbúðir eru áreiðanlega þeir hlutir, sem oftast gleymist að skrásetja. Aftur á móti eru félagsmenn vanalega mjög nákvæmir með, að endursendar umbúðir séu reikningsfærðar. Kýrnun fyrirbyggist með eftirfarandi: Brýnt skal fyrir öllum starfsmönnum að vera nákvæmir með skrásetn- ingu á umbúðum. b. Rýrnun myndast þannig, að kassar og flöskur eru ekki endursendar til félagsins. Til að fyrirbyggja slíkt má nefna: Maður verður öðru hvoru að benda félagsmönnum á, að flöskum eigi að skila. Brýna verður fyrir bílstjórum/sendisveinum, að kassar og flöskuum- búðir séu teknar með til baka, eftir því sem því verður við komið, við hverja afhendingu. Mælt er með, að í félögum, sem ekki taka greiðslu eða kvittun fyrir kössum og flöskum, sé öðru hvoru framkvæmt uppgjör á keyptum og endursendum umbúðum og mismunurinn borinn saman við útkomu birgða- reiknings. 5. Vörunotkun í búð. Rýrnun verður þegar ekki eru skrásettar vörur, sem notaðar eru í búðinni. Til að forðast rýrnun, er stungið upp á eftirfarandi: a. Taka skal í notkun bók og færa þar inn allar vörur sem notaðar eru í búðinni. b. Vörur til eigin nota fyrir félagið, sem á reikningi eru færðar með útsöluverði, færist á „Vörunotkun í búð“ í sambandi við reiknings- skoðun. c. Mælt er með að kaupa meira magn í einu, t. d. fyrir mánuð, og geyma slíkar vörur sér, en ekki saman við aðrar vörur í vörugeymslu. d. „Vörunotkun í búð“ er gerð upp og bókfærð einu sinni í mánuði. 6. Millireikningar við önnur kaupfélög. Rýrnun myndast þegar kvittanir fyrir útlánaðar vörur týnast. Rýrnun af þessu tagi er hægt að fyrirbyggja með því, að millireikningurinn er færður í viðskiptabók og með því að engar vörur séu afhentar fyrr en búið 4 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.