Hlynur - 15.08.1966, Blaðsíða 12

Hlynur - 15.08.1966, Blaðsíða 12
Vörurýrnun Framhald af bls. 5. Upptalningu á vörulager er einnig hægt að gera á reikningsvél, þar sem til er fullkominn uppdráttur yfir öll herbergi, hillur o. fl., svo að fullkominn árangur sé mögulegur. Það er áríðandi, að upptalningu ljúki strax, burtséð frá hugsanlegum lista yfir vörur án verðs, þannig að upphæð yfir upptalinn vörulager liggi fyrir, áður en búðin opnar aftur. Endurskoðun á lagerupptalningu er gerð af trúnaðarmönnum félagsins. Ef sérstaklega mikil rýrnun eða engin rýrnun á sér stað, á sem allra fyrst að fara fram eftirlits-uppgjör. Vel er hægt að framkvæma talningu á vörulager á öðrum tíma en hin- um reglulega, svo framarlega sem aðrar upphæðir, sem sannað geti rýrn- un, verði gerðar upp á sama tíma. Annars skulu í mesta lagi líða 12 mánuðir á milli hvers uppgjörs. Oddur. Nýr kaupfélagsstjóri K.Á. Um mánaðamótin júlí-ágúst nú í sumar lét Grímur Thorarensen af störfum kaupfélagsstjóra hjá Kaup- félagi Árnesinga á Selfossi. Við starfinu tók Oddur Sigurbergsson, sem næstliðið hafði veitt Hagdeild kaupfélaga forstöðu. Oddur fæddist 19. maí 1917, stundaði nám við Samvinnuskólann og hefur síðan starfað víða, en langmest í þágu samvinnuhreyfing- arinnar, m. a. var hann kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skaftfellinga í Vík árin 1948—1964. 10. Uppgjör á öðrum birgðum. Allar birgðir og skuldbindingar skal gera upp á sjálfan uppgjörsdaginn. 11. Peningakassi. Peningakassa á að gera upp á hverju kvöldi (nákvæmlega). Kassaupp- gjör verður að framkvæma eftir föstum reglum og gæta þess að þeim sé fylgt eftir. VI. kafli STARFSFÓLK í þessum kafla er fjallað um þær rýrnunarorsakir sem eru í sambandi við starfsfólkið. Meðferð þessa atriðis hefur verið skipt niður í eftirfarandi kafla: 1. Peningar starfsfólks/peningar félagsins. 2. Risna. 12 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.