Hlynur - 15.08.1966, Blaðsíða 11

Hlynur - 15.08.1966, Blaðsíða 11
PISTILL MANAÐARINS En æsir urðu illa við hvarf Iðunn- ar, ok gerðust þeir brátt hárir ok gamlir. Þá áttu þeir æsir þing, ok spyrr hverr annan, hvat síðast vissi til Iðunnar, en þat var sét síðast, at hon gekk út ór Ásgarði með Loka. Þá var Loki tekinn ok færðr á þing- it, ok var honum heitit bana eða píslum. En er hann varð hræddr, þa kvaðst hann mundu sækja eftir Ið- unni í Jötunheima, ef Freyja vill ljá honum valshams, er hon á. Ok er hann fær valshaminn, flýgr hann norðr í Jötunheima ok kemr einn dag til Þjaza jötuns. Var hann róinn á sæ, en Iðunn var ein heima. Brá Loki henni í hnotarlíki ok hafði í klóm sér ok flýgr sem mest. En er Þjazi kom heim ok saknar Iðunnar, tekr hann arnarhaminn ok flýgr eftir Loka, ok dró arnsúg í flugnum. En er æsirnir sá, er valrinn flaug með hnotina ok hvar örninn flaug, þá gengu þeir út undir Ásgarð ok báru þannig byrðar af lokarspánum. Ok er valrinn flaug inn of borgina, lét hann fallast niðr við borgarvegg- inn. Þá slógu æsirnir eldi í lokar- spánuna, en örninn mátti eigi stöðva sik, er hann missti valsins. Laust þá eldinum í fiðri arnarins, ok tók af fluginn. Þá váru æsirnir nær ok drápu Þjaza jötun fyrir innan ás- grindr, ok er þat víg allfrægt. En Skaði, dóttir Þjaza jötuns, tók hjálm ok brynju ok öll hervápn ok ferr til Ásgarðs at hefna föður síns. En æsir buðu henni sætt ok yfir- bætr ok it fyrsta, at hon skal kjósa sér mann af ásum ok kjósa at fótum ok sjá ekki fleira af. Þá sá hon eins manns fætr fork- unnarfagra ok mælti: „Þenna kýs ek. Fátt mun ljótt á Baldri“. En þat var Njörðr ór Nóatúnum. Þat hafði hon ok í sættargerð sinni, at æsir skyldu þat gera, er hon hugði, at þeir skyldu eigi mega, at hlægja hana. Þá gerði Loki þat, at hann batt um skegg geitar nökk- urrar ok öðrum enda um hreðjar sér, ok létu þau ýmsi eftir ok skrækði hvárt tveggja hátt. Þá lét Loki fallast í kné Skaða, ok þá hló hon. Var þá ger sætt af ásanna hendi við hana. (Úr Skáldskaparmálum Snorra Sturlusonar). bóta. Því lengur sem þið trassið já- kvæðar gerðir, þeim mun róttækari verða aðgerðirnar að vera. Það eru með öðrum orðum ekki til afsakanir fyrir félög, sem alltaf eiga í erfið- leikum. Þeim standa til boða ráð- leggingar og aðstoð. En til eru þau félög, sem ekki þora að horfast í augu við erfiðleikana. Á þetta ekki sízt við, þegar um það er að ræða, að mynda þurfi stærra félag með sameiningu. Um þessi félög er það að segja, að þau eru ekki aðeins umhverfi sínu og aðstandendum, heldur og samvinnuhreyfingunni allri til byrði“. í greininni í Andels Bladet segir síðan, að þarna sé vikið að hinu al- varlegasta vandamáli, sem stafi af íhaldssemi Englendinga. Skyldi víð- ar vera pottur brotinn? HLYNUR 11

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.