Hlynur - 15.10.1966, Blaðsíða 15

Hlynur - 15.10.1966, Blaðsíða 15
kosti. Og ég er nú þannig gerður að mér þykir eitt bros betra en tíu fýlu- svipir. Eða þá hún Gunna í kaup- félaginu handan við götuna. Hún er búin að afgreiða þarna í ég veit ekki hvað mörg ár, enda er hún ekki ung lengur. En sú kann til verka. Ég tala nú ekki um snyrtimennskuna og klæðnaðinn og allt það, sem er eins og hún væri prímadonna í Ævintýri á gönguför, ég tala heldur ekki um flýtinn og öryggið í að verzla við svona manneskju. En það er viðmót- ið, hlýjan og hjálpsemin. Maður fer alltaf glaðari út úr búðinni, heldur en maður kom inn, jafnvel þó maður hafi ekki fengið það sem beðið var um. Kannski hún hafi lært þetta í skóla. En ég veit fyrir víst að þetta er nokkuð, sem hægt er að læra af lífinu sjálfu, ef menn hafa augun opin og vilja læra. Eða þá á skrifstofunum. Þarna kemur maður inn og heldur að mað ur sé rétt þokkalega til fara og ekki verri útlits en gengur og gerist með rnenn, sem farnir eru svolítið að velkjast. Og svo býður maður góðan daginn og þarna er fullt af fólki, en enginn sér mann og enginn lítur upp og enginn kemur að afgreiðsluborð- inu og þarna bíður maður eins og illa gerður hlutur og veit ekki svo mikið sem hvar maður á að leggja hattinn sinn. Og svo fer maður að horfa í kringum sig hvort ef til vill einhver standi úti í horni með upp- reidda svipu tilbúinn að berja vesa- lings fólkið ef það skyldi líta upp frá prótókollunum. En þar er enginn slíkur dýratemjari. Og svo þegar maður ræskir sig eða segir aftur góðan dag eins og maður væri að kalla á ferju yfir stórfljót og blessað fólkið lítur loksins upp, þá eru and- litin eins og illa gerð vaxmynd og líkust því að þau vilji segja öll í kór: éttu ann sjálfur. Þetta góða fólk hefur sjálfsagt verið á skólum en hvað það hefur lært þar veit ég ekki. Og ekki er þetta svona alls staðar, nei, fjarri þvi. Til dæmis í ferðinni um daginn, ég man ekki hvort það var á fjórðu eða fimmtu skrifstof- unni. Þar var ég ekki fyrr kominn inn úr dyrunum en ungfrúin stóð upp og var á undan mér að bjóða góðan daginn og er ég þó vel liðtæk- ur til þeirra hluta þó ég segi sjálfur frá. Og þessi blessuð gleði yfir að sjá mig. Ég hefi sjaldan séð glaðari manneskju og þó er mér eiður sær að hún hafði aldrei séð mig fyrr, eða ég hana. Og þarna lét hún ekki laust né fast fyrr en hún hafði gert allt fyrir mig, sem hægt var að gera kröfu til á þessari stundu og stað og reyndar miklu meira en ég bað um, því hún tók kort af borginni og sýndi mér hvaða leið ég ætti að taka til næstu skrifstofu, sem var sú fimmta eða sjötta. Og þó hún gæti ekki leyst úr erindi mínu, þá var það ekki henni að kenna og eiginlega varð ég sárfeginn, því það gefur mér ef til vill ástæðu til að koma þarna aftur. En því miður láðist mér að spyrja hana á hvaða skóla hún hefði verið, því annars hefði ég getað sagt ykkur hvert þið ættuð að senda fólkið til að mennta það. Jú, auðvitað þarf að mennta íólkið og kenna því að verzla og nota ekki dagsláttu af pappír utan um smá- skítti af kramvöru og kenna því á allar þessar vélar ykkar ■— sem við eldri mennirnir höldum nú reyndar að séu mesta húmbúkk margar hverj- ar en eru sjálfsagt nauðsynlegar á þessari vélamenningaröld sem þið eruð alltaf að tala um. En það þarf þá líka að kenna því, að við, við- skiptamennirnir og skrifstofurápar- arnir erum líka menn og viljum held- ur eitt bros þótt það kosti eitthvað en tíu fýlusvipi gratís. Með kærri kveðju, Völsi hestvingull. HLYNUR 15

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.