Hlynur - 15.10.1966, Blaðsíða 10

Hlynur - 15.10.1966, Blaðsíða 10
Skemmtikvöld hjá Véladeild SÍS Ekki alls fyrir löngu efndu starfs- menn Véladeildar SÍS til fagnaðar að kvöldi dags. Tilefnið var upphaf- lega að kveðja nokkra starfsmenn, sem voru að láta af störfum hjá deildinni. Það hafði verið siður áður, að vinnufélagarnir kæmu saman ef svo bar við, en nú var ákveðið að hafa þetta veglega samkomu, þar sem menn kæmu með konur sínar og/eða fylgikonur. Raunin varð að vísu sú, að fæstir þeirra, sem kveðja átti, komu til leiks, en fagnaðurinn varð engu að síður vel heppnaður, meira að segja svo vel, að áformað er að halda slíkum samkomum áfram. Fyrir tilmæli HLYNS brá Kári Jónas- son sér með myndavélina í félags- heimili Rafveitnanna við Elliðaár, þar sem skemmtun Véladeildar var, og þar lét hann gamminn geysa. Hér sjá lesendurnir árangurinn (og þó raunar lítinn hluta hans!). Hér að ofan sjáum við Gunnar Gunnarsson, starfsmann Véladeildar. Hann er mörgum að góðu kunnur sem hljómlistarmaður, og er að jafn- aði hrókur alls fagnaðar, þar sem hann kemur. Gunnar var kynnir kvöldsins og fórst það vel úr hendi. Að neðan sýnist okkur fara vel á með þessum þremenningum, Krist- jáni, Henný og Jóni, okkur er jafn- ve! ekki grunlaust um, að Jón hafi verið að segja góðan brandara. 10 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.