Hlynur - 15.10.1966, Blaðsíða 16

Hlynur - 15.10.1966, Blaðsíða 16
9.—10. TOLUBLAÐ 1966. vita , að Várt Blad segir nýlega frá því, að nú sé 14 milljón af frystikistum í Noregi, og telur blaðið að hlutfallslega muni hvergi vera fleiri. Baksíðumaður Hlyns er bó illa svikinn, ef frændur okkar, Norðmenn misreikna sig ekki þarna. Eiginlega hljóta að vera flest- ar frystikistur á Islandi miðað við fólksfjölda. Sé svo ekki, þá getum við að minnsta kosti huggað okkur við jöklana okkar. að forsíðu Hlyns að þessu sinni prýðir einn ágætur starfsmaður Kaupfélags Arnesinga, Gunnar Vigfússon, skrif- stofustjóri. Gunnar hefur starfað hjá K.A. í fjörutíu og fjögur ár, og gera ekki margir betur. Fleiri myndir ásamt stuttri grein um K.A. eru inni í blaðinu. að Samvinnan 10—12 hefti bessa árgangs kemur út um svipað leyti og þetta hefti Hlyns eða litlu síðar. Vegna skorts á starfsliði og nú síðast vegna langvarandi veikinda ritstjóra Sam- vinnunnar og Hlyns reynist ekki unnt að gefa nema þetta eina hefti Sam- vinnunnar út fyrir jól. Reynt verður að greiða úr fyrir Hlyni á sem beztan hátt, en ekki er framtíð hans enn ráðin. að því aðeins er unnt að halda starfs- mannablaði á borð við Hlyn gang- andi, að starfsmennirnir láti eitthvað efni af hendi rakna. Nú undanfarið hefur verið svo fullkominn skortur á þessu, að Hlynur litli sjálfur stóðst ekki mátið og prílaði uppá stól hér um daginn og skrifaði bréfið, sem þið getið lesið á blaðsíðu 12. — í leið- inni viljum við nota tækifærið til að þakka Páli Helgasyni á Akureyri fyrir dygga þjónustu við Hlyn, því að hann hefur sent Hlyni meira efni en nokk- ur annar. að í Samvinnunni næstu verður að vanda fjölbreytt efni. Þar birtist nú auk framhaldssögunnar löng smásaga eftir einn okkar ágætustu rlthöfunda, Jak- obínu Sigurðardóttur. Sagan nefnist Mammon í gættinni, og óhætt er að ráða mönnum að lesa hana. að í Samvinnunni er ítarleg grein um Kaupfélag Arnesinga, prýdd myndum, ennfremur er sagt frá 23. þingi Al- þjóðasamvinnusambandsins, Baldvin Þ. Kristjánsson skrifar um Samvinnu- tryggingar tvítugar, Jóhann Bjarna- son skrifar um það furðulega tungu- mál esperantó, húsmæðraþáttur er að venju vandaður og margt fleira er í ritinu. HLYNUR BLAÐ SAMVINNU- STARFSMANNA er gefinn út af Sambandi ísl. Samvinnufélaga, Starfsmanna- félagi SIS og Félagi kaupfélagsstjóra. Ritstjóri er Páll H. Jónsson. Auk hans eru í ritnefnd Guðvarður Kjartans- son og Gunnar Sveinsson. Ritstjórn og afgreiðsla eru hjá Fræðsludeild SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík. Verð: kr. 100,00 árgangurinn, 10,00 heftið. Kemur út mánaðarlega.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.