Hlynur - 15.02.1974, Blaðsíða 3

Hlynur - 15.02.1974, Blaðsíða 3
Auk þess hafði farið fram ull- arvinnsla á Akureyri frá því fyr- ir aldamót, á árunum 1897-1902 undir heitinu „Tóvélar Eyfirð- inga“ og frá 1902 rekin af félagi sem bar heitið „Verksmiðjufé- lagið, Akureyri“, en þetta félag hafði árið 1907 stofnsett verk- stniðju, sem bar heitið „Klæða- veiksmiðjan Gefjun“. Þessa verksmiðju keypti Sambandið af erksmiðjufélaginu árið 1930, en um þær mundir var hún lítið yrirtæki og framleiðsla hennar afði þá undangengin ár verið að dragast saman. í dag er þessi verksmiðj a hins vegar orðin stærsta ullarverksmiðja lands- ins, og þarf naumast að taka íram, að það er Ullarverksmiðj- an Gefjun, sem þar er um að ^æða. Siðan hélt þróunin áfram einnig á sviði ullariðnaðarins, °g árið 1931 setti Sambandið upp tvser saumastofur til að sauma karlmannafatnað úr dúkafram- leiðslu Gefjunar. Var önnur Þeirra sett upp á Akureyri, en hin i Reykjavík. Loks er svo að geta þess, að árið 1932 stofnsetti Sambandið ásamt Kaupfélagi Eyfirðinga tvær verksmiðjur á Akureyri. Það voru Kaffi- hrennsla Akureyrar, sem brenn- ir °g malar kaffi, og Sápuverk- sniiðjan Sjöfn, sem framleiddi fyrst i stað aðeins sápur og fLottaefni, en eftir að meiri fjölbreytni varð í framleiðslu nennar, var nafninu breytt í 'fnave.ksmiðjan Sjöfn, sem nún heitir nú. . ~~ Og hverjir eru svo helztu afangarnir í iðnaðaruppbygg- ^ngunni síðan? Þar er einkum að nefna knð, að árið 1947 keypti Sam- handið Prjónastofu Ásgríms Stefánssonar á Akureyri, sem nú heitir Fataverksmiðj an Hekla °g starfrækir þar mjög fjöl- f ORSÍÐAN: SavibandsverksmiSjurnat " Akureyri 1970, þegar nýja sútunin ' Lengst undan) var að byrja starf- semi. Ilarry Frederiksen. þættan iðnað. Næst má svo nefna, að árið 1953 var hafin framleiðsla á rafmótorum i Raf- vélaverksmiðjunni Jötunn, og var það aðallega gert til að koma á markaðinn einfasa súgþurrk- unarmótorum fyrir sveitir lands- ins, þar sem erfitt reyndist að fá keypta erlendis frá mótora af þeirri stærð, sem hentuðu súg- þurrkuninni. Þá er og síðast en ekki sízt að geta um nýju sút- unarverksmiðjuna á Akureyri. Fyrsta skóflustungan i grunni hennar var tekin 7. júní 1969, en þegar hinn 8. maí árið eftir voru fyrstu gærurnar teknar þar til vinnslu, og formleg starfsemi hennar hófst siðan hinn 25. júlí 1971. Gólfflötur þessarar verk- smiðju er 4.500 fermetrar og rúmmálið um 30.000 rúmmetr- ar, en hún er þannig byggð, að stækka má hana um 50%, þann- ig að hún geti unnið um 450 þús- und gærur árlega. Hinsvegar hefur ekki verið ráðizt í þá framkvæmd enn þá, þó að það hefði verið æskilegt, og má fyrst og fremst rekja það til vöntunar á iðnverkafólki á Akureyri. Þá má hér einnig nefna Hugmynda- bankann, sem stofnaður var 1970, en hann hefur safnað til- lögum að ýmsum handunnum vörum úr íslenzku ullarbandi og lopa frá Gefjun og að margs konar föndurvörum úr íslenzk- um loðgærum frá Iðunni á Ak- ureyri og i framhaldi af því skipulagt framleiðslu á þessum vörum til útflutnings. Og auk þess sem ég hef talið hérna hafa svo veiksmiðjurnar stöðugt ver- ið í endurnýjun á undanförnum árum, bæði með endurbygging- um og stækkunum og með því að vélakostur þeirra hefur verið aukinn og endurbættur, svo að óhætt mun að segja, að þær séu HLYNUR 3

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.