Hlynur - 15.02.1974, Blaðsíða 8
Hvammstanga, var kófið orðið
svo dimmt að vonlaust var að
halda lengra. Áætlað hafði ver-
ið að koma við á Hvammstanga
í bakaleiðinni, en nú var snúið
þangað og þegar til Hvamms-
tanga kom sá vart á milli húsa.
Ég var ókunnugur staðnum og
hvar kaupfélagið var. Sé ég þá
ekki hvar stendur skilti upp úr
hríðarkófinu og var þar komið
hið nýja merki Sambandsins og
kaupfélaganna. Var það góður
vegvísir í þetta sinn. Vil ég koma
því hér að, að þetta sameigin-
lega merki er mjög þarft og
stórmikil kynning á samvinnu-
félögunum. Merkið er svipmikið
og leynir sér því hvergi, og þeir
sem ferðast um verða margs
vísari um umfang samvinnu-
starfsins um land allt.
Þegar kaupfélagið var fundið
leitaði ég uppi Sigurð Björnsson,
sem mætt hafði af hálfu starfs-
fólks Kaupfélags V-Húnvetninga
i Bifröst á stofnþingið. Ákváð-
um við Sigurður síðan að hóa
saman fólki þá um kvöldið ef
veður leyfði. 7-8 manna rabb-
fundur var svo haldinn á skrif-
stofum kaupfélagsins og bar þar
margt á góma. Kom fram mikill
áhugi á félagsstofnun, og nú
þegar þetta er ritað, hefur starfs-
mannafélag verið stofnað hjá
KVH með þátttöku velflestra
starfsmanna og er Sigurður
Björnsson formaður þess.
Sauðárkrókur
Ferðaveður fimmtudagsins var
skaplegt og nú var ferðinni heit-
ið til Sauðárkróks en ákveðið
að stoppa á Blönduósi á leið
að norðan. Lítið var um bílferð-
ir á þessum tíma og áskotnuðust
mér semferðafélagarfráBlöndu
ósi til Varmahlíðar tvær ungpí-
ur, sem þurftu að komast til Ak-
ureyrar til að fara í partý og
njóta skemmtanalífs höfuðstað-
ar Norðurlands. Létti þetta að
sjálfsögðu mjög ferðaskapið.
Á Sauðárkróki var strax heils-
að upp á gamla skólafélaga. þá
Álf Ketilsson, formann starfs-
mannafélagsins og Guðbrand
Þorkel Guðbrandsson. Um kvöld-
ið var svo félagsfundur í starfs-
mannafélaginu og var hann
haldinn i stórum og glæstum sal
í nýreistu sláturhúsi Kaupfélags
Skagfirðinga, sem tók til starfa
s. 1. haust. Salur þessi er mat-
stofa í sláturtíðinni, en að öðru
leyti verður notkun hans og um-
sjá væntanlega í höndum starfs-
mannafélagsins, og verður hann
búinn að öllu leyti með tilliti til
þess, að nota hann til marg-
Starfsmannafélag Kaupfélags
Vestur-H únvetninga ( skamm-
stafað Sf. KVH) var stofnað
28. desember s. I. 1 fyrstu stjóm
þess eru:
Sigurður Björnsson,
Anna Agiístsdóttir,
Brynjólfur Sveinbergsson.
háttaðs félags- og skemmtana-
starfs. Salurinn rúmar vel um
tvöhundruð manns og mun
m. a. mega þakka það fram-
sýni og áhuga kaupfélagsstjór-
ans, Helga Rafns Traustasonar,
að starfsmannafélagið fær í
hendur aðstöðu sem þessa.
Svo vikið sé aftur að félags-
fundinum þá sóttu hann um
tuttugu manns og voru um”æð-
ur fjörugar og almennar. For-
maður félagsins stýrði fundi og
enn vo”u orlofshúsabyggingar
mest á dagskrá. Starfsmannafé-
lag Kaupfélags Skagfirðinga var
stofnað 7. maí í fyrra og vo~u
stofnfélagar 87. Var megintil-
gangurinn með félagsstofnunni
að vinna að því að félagið eign-
aðist sem fyrst tvö orlofshús að
Hreðavatni. Starfsmannafélagið
gekk í LÍS án fyrirvara á stofn-
þinginu og fullUúar þess þar,
þeir Álfur og Friðrik Sigurðsson
voru einna mestir hvatamenn
þess á stofnþinginu, að LÍS
beitti sér fyrir byggingu orlofs-
húsa að Hreðavatni fyrir starfs-
fólk kaupfélaganna.
Það var ánægjulegt að finna
það á Sauðárkróki, að þótt
kaupfélagið stæði í stórræðum
og miklum fjárfestingum, þá
gleymdist starfsfólkið ekki, þeg-
ar félagsaðstaða var annars
vegar. Held ég að á engan sé
hallað, þótt haldið sé á lofti hlut
Helga Rafns kaupfélagsstjó:a í
þessu efni.
Akureyri
Þegar haldið var frá Sauðár-
króki til Akureyrar daginn eftir
var staldrað við hjá enn ein-
um gömlum skólafélaga frá Bif-
röst, sem brotið hafði að baki
sér allar brýr kyrrsetumannsins
og gerst bóndi í Skagafirði. Þetta
var Vésteinn Vésteinsson bóndi
í Hofstaðaseli í Viðvíkursveit.
Vésteinn var reyndar í mikilli
önn við að fuilklára nýbyggð
fjárhús fyrir veturinn, þegar
mig bar að garði, en gestrisnin
brást ekki frekar en endranær
og ég hélt óvenju bjartsýnn á-
fram ferð minni til Akurey ar.
Það eykur manni alltaf trú á
mannlífið og tilveruna, þegar
maður hittir einstaklinga, sem
ganga ekki alltaf hinn breiða
og þægilega veg, en ráðast í lif-
andi og rótföst verkefni eins og
það að byggja upp og rækta
húsa- og túnlausa jörð, eins og
þau hjón, Vésteinn og Elínborg,
hafa gert. Það ætti að senda
hvern einasta kyrrsetumann til
starfa í sveit og á sjó a. m. k.
einn mánuð á ári. Þá væ:i
kannski einhver von um farsælla
mannlíf en það, sem nú þrífst i
pappírsheimi bo-garlífsins við
Faxaflóa. Þetta var nú enn einn
útúrdúrinn frá ferðalaginu, en
geta má þess að Vésteinn er
ekki eini bóndinn með Sam-
vinnuskólapróf í Skagafirði. Álf-
ur starfsmannafélagsformaður
er jafnframt bóndi i Brenni-
gerði, rétt við Sauðárkrók og
ferst búskapurinn vel úr hendi.
Þegar til Akureyrar kom var
þar fyrir gjaldkeri LÍS, Sigurður
Þórhallsson ásamt nafna sínum
Guðmundssyni, báðir frá Sam-
8 HLYNUR