Hlynur - 15.02.1974, Blaðsíða 12

Hlynur - 15.02.1974, Blaðsíða 12
Húsavíkur. Besta færi var og veðrið eins gott og hægt var að hugsa sér. Vaðlaheiðin var ófær og því ekið um Dalsmynni. Veg- urinn var nýruddur og hefði mátt ætla að vegruðningsmönn- um hafi borist spurnir af ferð- um mínum! Mátulega mikill eða lítill snjór var á jörðu og mjög skörp skil í landslaginu. Það er ekki siður gaman að ferðast að vetrarlagi ef veður og færð er við hæfi en á sumrin. Á Húsavík var fyrst bankað uppá hjá Heiðari Karlssyni og hann vísaði veginn til Þórhalls Björnssonar hjá Mjólkursam- laginu, sem kom við annan mann á stofnþingið i Bifröst s.l. haust, og verið hefur tengiliður LÍS og starfsfólks KÞ. Klukkan hálf niu um kvöldið hafði verið boðaður fundur i stjórnarstofu kaupfélagsins. Þarna mættu svo um tuttugu manns, og var ekki laust við að það færi um mann í þessu forna höfuðvígi sam- vinnuhreyfingarinnar. Myndir af frumherjum úr samvinnusög- unni héngu á veggjum allt í kring, og andi þeirra Jakobs Hálfdánarsonar, Benedikts frá Auðnum, Péturs frá Gautlöndum og Sigurðar á Ystafelli gerði hvert orð mikilvægt, sem þarna var talað. Vitaskuld varð það að vera eitthvað gáfulegt innan um alla þessa gáfuðu Þingey- inga, lífs og liðna. Fyrir nokkrum árum var stofnað starfsmannafélag Kaup- félags Þingeyinga, en þegar verslunarmannafélag var stofn- að á Húsavík féll starfsemi starfsmannafélagsins niður. Þó hafa alltaf verið haldnar árs- hátíðir. Ákveðið var á þessum fundi að endurvekja félagið og var kosin fimm manna undir- búningsnefnd í því skyni. Um- ræður á fundinum voru f jörugar eins og Þingeyingum var sæm- andi. Þegar þetta kemst á prent verður væntanlega komið aftur á legg félag samvinnustarfs- manna á Húsavík og í Þingeyja- sýslu. Blönduós Þriðjudaginn 20. nóvember var svo haldið af stað til baka, þar sem ófært var lengra norður til Kópaskers og Þórshafnar. Það var skaði að þvi að komast ekki til þessara staða, sérstaklega Kópaskers, en fulltrúi þaðan kom bæði á undirbúningsfund að stofnun LÍS i maí í fyrra og svo á stofnþingið á Bifröst. Nú var næsti áfangastaður á Blönduósi og þangað komst ég í tæka tíð. Hafði þar með tekist að koma á alla þá staði, sem á- formað var að heimsækja í upp- hafi. Þar var svo haldinn félags- fundur um kvöldið og stýrði honum Grímur Gíslason, for- maður Starfsmannafélags Kaup- félags Húnvetninga. Þetta félag var stofnað 4. mai í fyrra og sendi síðan fulltrúa bæði á und- irbúningsfund LÍS og stofnþing- ið. Var Sigurjón Valdimarsson fulltrúi á báðum stöðum. Gekk Slcopmynd úr olíukreppunni,sem sýnir annars vegar iðnrekanda með óseljanlega bil'i og hins vegar Araba með óselda olíu. starfsmannafélagið i LÍS án fyr- irvara. Ekki var fjölmenni á þessum félagsfundi en umræðui góðar, eins og alltaf áður. Mikill hugur er i félagsmönnum að eignast hús að Hreðavatni, og verða þeir örugglega með þar. Þá eru uppi óskir um það að eignast fulltrúa í stjórnum samvinnufélaganna í A-Húna- vatnssýslu. Félagar í starfs- mannafélaginu eru nú 32. Miðvikudaginn 21. nóvember var svo haldið aftur til Reykja- víkur og komið þangað að kvöldi dags. Tíu dagar voru að baki með samvinnustarfsmönnum á Vest- ur- og Norðurlandi. Ég kom bjartsýnni til baka heldur en þegar ég lagði af stað, og ég hafði það á tilfinningunni, að þetta væri kannski til einhvers, en ekki bara tilgangslaus leit eftir vindi. Nú var að hefjast handa að undirbúningi næstu ferðar. Að þessu sinni var Austurland í sigtinu. Gerð var áætlun um að fljúga til Vopnafjarðar á næsta mánudegi og til Egilsstaða á þriðjudegi. Aka síðan niður á firði á miðvikudag og fimmtu- dag, og fljúga til Hornafjarðar á föstudag og halda til Revkja- víkur á laugardag. Hvolsvöllur Áður en haldið var i þessa ferð, þá skutumst við Baldvin Albertsson, framkvæmdastíórn- armaður í L-ÍS til Hvolsvallar, til að kynna landssambandið og ræða möguleika á stofnun starfsmannafélags þar. Við fór- um þangað sunnudagskvöldið fyrir austurferðina, 25. nóvem- ber. Þetta var óformlegur rabb- fundur og sá Ágúst Ingi Ólafs- son um undirbúning hans. Var ákveðið á þessum fundi að stofna starfsmannafélag starfsmanna Kaupfélags Rangæinga fyrir n. k. áramót og var svo gert. í næstu grein verður sagt frá ferðalagi um Austurland og við- ar. 12 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.