Hlynur - 15.02.1974, Blaðsíða 2

Hlynur - 15.02.1974, Blaðsíða 2
Iðnaðardeild Sambandsins 25 ára Viðtal við Harry Frederiksen framkvæmdast j óra Um s. 1. áramót voru rétt 25 ár liðin frá því að Iðnaðardeild Sambandsins var stofnsett. Að vísu er iðnrekstur samvinnu- manna mun eldri að árum, en áður en deildin kom til sögunn- ar, heyrði rekstur verksmiðjanna undir Innflutnings- og Útflutn- ingsdeildir og var ekki undir sameiginlegri yfirstjórn. Þess gerist naumast þörf að fjalla hér í löngu máli um þann um- fangsmikla rekstur, sem nú fer fram á vegum Iðnaðardeildar- innar, svo kunnur sem hann og framleiðsluvörur hans eru jafnt lesendum HLYNS sem öðrum landsmönnum, en nefna má þó verksmiðjur deildarinnar, þar sem fyrst og fremst er að geta um hinar svo nefndu Sambands- verksmiðjur á Akureyri, þ. e. Ullarverksmiðjuna Gefjun, Skinnaverksmiðjuna Iðunni, Fataverksmiðjuna Heklu og Skóverksmiðjuna Iðunni. Á Ak- ureyri rekur deildin einnig á- samt Kaupfélagi Eyfirðinga Efnaverksmiðjuna Sjöfn og Kaffibrennslu Aku ey ar, en verksmiðjur hennar annars staðar á landinu eru Fataverk- smiðjan Gefjun i Reykjavík, Rafvélaverksmiðjan Jötunn í Reykjavík og Húfuverksmiðjan Höttur i Borgarnesi. Auk þess rekur deildin í Reykjavík verk- smiðjuútsölu að Hringbraut 119 og verzlunina Gefjun í Austur- stræti 10, og i tengslum við hana enn fremur Hugmyndabankann. Sem forstöðumaður Iðnaðar- deildar var hinn 1. janúar 1949 ráðinn Harry Frederiksen, sem þá átti þegar að baki langan starfsferil hjá Sambandinu, því að hann kom fyrst til starfa þar í októbermánuði 1927. í ársbyrj- un 1950 var hann svo skipaður framkvæmdastjóri deildarinnar, en því starfi hefur hann siðan gegnt nær samfellt. Það lætur þess vegna að líkum, að hann er manna kunnugastur þeirri þróun mála, sem orðið hefur í iðnrekstri Sambandsins síðustu áratugina, svo að í tilefni af þessum tímamótum fengum við hann til að rekja í stuttu sam- tali helztu áfangana í iðnaðar- uppbyggingunni, ásamt því sem hann svaraði nokkrum spurn- ingum varðandi ástand og horf- ur innan þessarar greinar. Við hófum samtalið með því að víkja að þeim þætti í iðnaðinum, sem snýr að úrvinnslu land- búnaðarafurða og spurðum, hvað verksmiðjur deildarinnar hefðu imnið úr miklu magni af hráefnum frá landbúnaðinum á s. 1. ári. — S. 1. ár var unnið úr rúm- lega 474 lestum af íslenzkri ull í Ullaverksmiðjunni Gefjun, svarar Harry — og til viðbótar við það kemur svo erlend ull- arkemba, sem notuð er í kamb- garnsdúka og fíngerðari fatnað, og einnig ýmis gerviefni, sem notuð eru til iblöndunar, þar sem það þykir henta. Magnið, sem notað var af þessu tvennu, var samtals 185 lestir, svo að samtals er hráefnisnotkunin í Gefjun á siðasta ári 659 lestir. í Skinnaverksmiðjunni Iðunni var svo hins vegar á síðasta framleiðsluári unnið úr um 370 þúsund gærum og um 4.500 hrossa- og trippahúðum. — En hverjar voru samsvar- andi tölur fyrir 25 árum siðan? — Árið 1949 vann Gefjun úr 176 lestum af ull, en Iðunn sút- aði um 24 þúsund gærur. Enn fremur vann Iðunn þá rúmlega 4.200 hrosshúðir og 6.720 naut- gripahúðir, sem þá voru sútaðar í leður, fyrir skóverksmiðju Sambandsins og fleiri skóverk- smiðjur, og auk þess fyrir ýms- an annan smáiðnað, svo sem söðlasmíði, fatasaum og fleira. Þess má jafnframt geta í þessu sambandi, að hrosshúðirnar eru nú loðsútaðar sem skrautskinn, og fæst fyrir þær mun hærra verð þannig unnar en áður, þeg- ar þær voru sútaðar í leður, en leðursútun hefur legið niðri hjá okkur síðan 1969, er leðurdeildin varð eldi að bráð. Það má líka nefna, að árið 1949 seldi deildin vörur fyrir 18,4 miljónir króna, en á s. 1. ári nam salan 1.350 milj ónum. — Hvert var annars upphaf verksmiðjurekstrar Sambands- ins á Akureyri, og var hann ekki fyrir talsvert löngu kominn til sögunnar, þegar Iðnaðardeildin var stofnsett? — Jú, upphaf verksmiðju- rekstrar Sambandsins miðaði aðallega að því að auka atvinnu í landinu á tímum, þegar at- vinnuleysi var algengt, jafn- framt því sem stefnt var að því að gera innlendu hráefnin verð- meiri en áður með því að full- vinna þau í landinu. Eiginlegur verksmiðjurekstur Sambandsins hófst árið 1923, þegar hafizt var handa um afullun á gærum. Þessi verksmiðjurekstur var settur upp á Akureyri og starf- aði um nokkurt, árabil, en leður- sútun hófst svo árið 1935 á veg- um Skinnaverksmiðj unnar Ið- unnar, sem þá var sett á stofn þar, og árið 1936 var síðan sett upp innan hennar skóverk- smiðja, sem framleiddi úr leðri frá sútunarverksmiðju hennar. 2 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.