Hlynur - 15.02.1975, Blaðsíða 5

Hlynur - 15.02.1975, Blaðsíða 5
sem geta sagt frá og eiginlega skilyrði, að þeir láti ekki sann- leikann flækjast fyrir sér. Sjáið Þið til ,það er miklu betra að frá- sögnin sé 99% lygi og góð, heldur en sönn og leiðinleg. *— Á hvernig rútu er vinsælast að vera? — Ja, það er misjafnt. Yfirleitt vilja yngri menn sem eru að byrja, vera á óreglulegum rútum og þá síá sig sem mest um. En svo fara aienn heldur að velja fsistar leiðir °g eru þá venjulega lengi á sama skipi. Nú, og svo vilja menn fara 1 land þegar þeir reskjast. — En er -þá hægt að skoða sig um í höfn? — Já, blessaður það er yfirleitt neegur tími til þess. Annars er hæfilegt stopp eins lengi og end- ist í pyngjunni. Stundum er farið eittJhvað að skoða sig um en það er líka mikið farið á búllur Og svo auðvitað litið á stúlkur. Ég skal segja ykkur strákar, að þeim finnst ekkert að því píunum þó farmenn hraði sér ekki um borð. Én svona í alvöru talað þá held ág að farmönnum verði ekki minna úr peningum en öðrum. Það er jú slarkað í einn og einn dag, en svo er engu eytt þess á milli. Kaupið er mjög þokkalegt og 30% af þvi i erlendum gjaldeyri. Yfirvinna er alltaf nokkur þó hún sé mest á frysti- og oliuskipum. — Eru nokkur fríðindi? — Það er náttúrlega, að menn geta keypt mikið fyrir heimilið og smá hlutir eru yfirleitt ekki toll- aðir. En tollararnir eru hins vegar mjög harðir með vin, tóbak og matvöru. — Hvert er þitt starf um borð? — Ég er bátsmaður en það er hánast verkstjóri á dekki og sem vinnur öll almenn störf. Þið ætt- u<5 annars að koma með strákar, -Það er enginn það lélegur að ekki sé hægt að nota hann eitthvað. En nú gerumst við órólegir og viljum sem minnst ræða sjó- mennskuhæfileika okkar. Eirikur vill líka ólmur kynna okkur fyrir skartgripunum um borð eins og Þann orðaði það. Skartgripirnir reyndust átján karata, fyrirgefið tvaer átján ára hnátur, þær Guð- rún Björt Zophóníasdóttir og Guð- rún Ásta Kristinsdóttir. Penninn Þefst þegar á loft og... — Hafið þið verið lengi til sjós? — Við erum búnar að vera rúm- Arnór Gíslason skipstjóri. an mánuð, erum að leggja af stað í annan túrinn okkar. — Og hvernig líkar ykkur? — Æ, þetta var hálf lásý fyrst en núna likar okkur ágætlega. Við vorum sjóveikar í tvo fyrstu dag- ana en höfum síðan verið stál- hraustar. — Af hverju fóruð þið á sjó? — Við unnum í sumar við bygg- ingu SÍS í Sundahöfn. Aðallega keyrðum við dráttarvélar og flutt- um timbur. Það fannst öllum voða asnalegt og kunningjarnir trúðu okkur ekki þegar við sögðumst vera byggingarverkamenn. En svo finnst öllum allt í lagi þegar okk- ur datt í hug að breyta til og fór- um til sjós. — Hvað gerið Þið um borð? — Við erum messar, skúrum og þvoum upp og allt svoleiðis. Þegar við erum ekki að vinna þá sofum við eða sitjum niðri í messa og kjöftum við strákana. Guðrún Björt: Svo er ég að prjóna hvítan trefil. — Hvað gerðuð þið í höfnum? — Við sigldum á Rotterdam og Hull. 1 Rotterdam skoðuðum við „Mastrið" sem er geysihár sjón- varps- og útvarpsturn. Svo fórum við á bjórstofur og auðvitað í búð- ir og keyptum föt á flesta í fjöl- skyldunni. — Ekki hafið þið farið á alla þá staði sem strákarnir fóru? Nú kemur smá pískur og hlátur- gusur, svo: Júhú, reyndar fórum við á eitt svoleiðis. Við fengum meira að segja heimilisfangið hjá einni og getur vel verið að við skrifum henni. — Og hver eru svo framtíðar- áformin? — Það er alit óákveðið. Það er HLYNUR5

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.