Hlynur - 15.02.1975, Blaðsíða 4

Hlynur - 15.02.1975, Blaðsíða 4
Happaskipið HELGAFELL Ljósin spegluðu sig í gruggugri Sundahöfninni þegar við gengum um borð í Helgafellið. Mannskap- urinn var að gera klárt fyrir brott- för og gaf þessum ólánlegu land- kröbbum hornauga: — Nei, komið þið blessaðir strák- ar og veikomnir um borð, þessi kunnuglega rödd kom úr barka Eiríks Eiríkssonar, sem kom skæl- brosandi á móti okkur. Víkingur- inn var hann kallaður í skóla og vasklegur er hann í fasi, og ekki síður traustur félagi. Eiríkur býður okkur til klefa síns og við látum fara vel um okk- ur. — Eiríkur, nú útskrifast þú frá Samvinnuskólanum vorið 1962, beið þín þá ekki trygg og notaleg skrifstofa? — Jú, blessaður vertu, nóg er til af stólpm og skrifborðum. En mig langaði bara ekki til að sitja á rassinum yfir einhverju pappírs- rusli. Ég kann alltaf betur við mig þar sem hlutirnir eru að gerast. — Hvenær byrjaðu þá til sjós? — Nú, ég fer á Helgafellið árið 1964 og hef verið hér síðan, nema tvö ár sem ég var í landi og var þá verkstjóri hjá Togaraútgerðinni En einhvern veginn er það þann- ig, að mann langar alltaf á sjóinn aftur. Það er frelsið, sjáið þið, og, ja við getum sagt hjartaslög lífs- ins, ha. — En er þetta ekki erfið vinna? — Erfið vinna! Ég held nú síð- ur. Sko, skip er heimur út af fyrir sig og hér er þessum 24 stundum ekki skipt á ákveðinn hátt í vinnu, skemmtanir og svefn. Þú ert á vakt á ýmsum tímum sólarhringsins og þá er að passa sitt verk vel, en að öðru ieyti er þetta bara leikur. Maður er laus við öll þessi bönd sem eru á manni í landi. Nú, og svo verður sumarið miklu lengra. Það er eiginlega aldrei vetur um borð Það er helst þegar við erum að koma heim og nálgumst ,.Grjót- hólmann" eins og við köllum sker- ið, þið vitið hvað ég meina, að við verðum varir við veturinn. — Nú en hvað gerið þið þá i tómstundum ykkar? — Það er alltaf nóg að gera. Við lesum mikið, það eru um borð bækur frá Borgarbókasafninu sem endurnýjaðar eru fyrir hvern túr og við lesum mun meira en í landi. Svo er spilað og teflt Líka höf- um við safnað flöskum og kaup- um fyrir andvirðið kvikmyndir, en það eru mjög góð sýningartæki um borð — Og hvaða myndir kaupið þið svo? — Hérna strákar mínir, hvað haldið þið, að sjóari kaupi? En ég segi auðvitað ekki, að það sé ekki til hnífs og skeiðar í menningar- neyslu. Heyrðu, eigum við bara ekki að segja að myndasafnið um borð sé mjög alhliða. — Jú, eigum við bara ekki að segja það. En er stéttaskipting mikil um borð? Nei, alls ekki. Að visu erum við með tvo matsali og annan nota frekar þeir eldri og i þeirra hópi eru náttúrlega flestir yfirmenn. Við þessir yngri viljum heldur vera út af fyrir okkur og ræðum þá létt. Það eru sko vinsælir menn TíÖindamaOur Hlyns, GuOmundur R. Jóhannsson ræOir létt viO Eirík Eiríksson, sem er tU vinstri. 4 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.