Hlynur - 15.06.1995, Blaðsíða 8
Margir urbu ærir
af glebi
Brot úr sögu Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík
sem er elsta starfandi kaupfélag landsins
Þegar Kaupfélag Þingeyinga var
stofnað, benti fátt til þess að í upp-
siglingu væri það stórveldi á sviði
viðskiptalífs landsmanna sem sam-
vinnuhreyfingin átti eftir að verða.
Jakob Hálfdanarson á Grímsstöðum
sendi út pöntunareyðublöð í janúar-
mánuði árið 1882, en átti ekki nema
óstrikaðan pappír og dró því sjálfur
upp á hann línur með blýanti. Hann
bauð væntanlegum félagsmönnum
að panta yfir 90 vörutegundir, en tók
fram að óvíst væri hvort hagnaður
yrði af því að kaupa sumar þeirra.
Hann hafði litla sem enga þekkingu á
sviði verslunar við að styðjast; varð
að feta sig áfram - skref fyrir skref.
• Bjargarleysi
Engan hefði undrað, þótt þessi til-
raun færi út um þúfur. Allt lagðist á
eitt til að draga kjark úr landsmönn-
um á þessum tíma. Það var eins og
skaparinnn vildi reyna til hins ítrasta
á lífsþrek þessarar marghrjáðu þjóðar.
Um þessar mundir hófst óvenju-
legt harðindatímabil hér á landi.
Árið 1881 lá hafís við Norðurland
langt fram á sumar. Snjór féll í
hverri viku allan heyskapartímann.
Auk þess gengu skæðir mislingar yfir
landið. Sagt var að plágan hefði
komið með póstskipi til Reykjavík-
ur, en síðan borist út um allt land.
Menn dóu unnvörpum, einkum
börn, og veikindin drógu stórlega úr
vinnubrögðum til lands og sjávar.
Og veturinn á eftir, 1881-1882, var
hvað hörku og grimmd varðaði
beint framhald af sumrinu.
• Og börnin veinandi
- Hvernig lífi lifði fólk við þessar
aðstæður?
Gunnar Karlsson sagnfræðingur
svarar þeirri spurningu í doktorsrit-
gerð sinni með því að birta bréf, sem
Benedikt Jónsson á Auðnum skrifaði
Kristjáni Jónasarsyni frá Narfastöð-
um, en hann dvaldist þá í Kaup-
mannahöfn:
„Þú hefðir átt að ganga með okkur
einn dag frá morgni til kvelds við
lambféð í vor, í kafaldsbyl, tína upp
lambsskrokkana og heyra veinið í
mæðrunum og hafa ekkert að líkna
þeim með og sjálfur lítið að éta. Og
svo þegar loks átti að myndast við
sumarstörfin, þá hefðir þú átt að
koma hérna á einhvern bæinn í
norðan krapahríð, hálfþurrar lamb-
gotur voru að snöltra í krapinu á lítt
litkuðum engjunum eða jafnvel
túninu, óhreinsuðu; enginn var til
að passa þær og kannski ekki til þess
að toga í hálfþurra og kalda spen-
ana, því nú lágu mennirnir hjálpar-
lausir í rúminu, veinandi; ein kell-
ing eða karl eldri en 36 ára var
máske á fótum og gat lítið hjúkrað.
Faðir og móðir dauðveik og börnin
veinandi. Orfið og hrífan lágu úti í
horni en norðanstormurinn öskraði
úti. Og svo kom haustið. Máttvana
karlar og skjögrandi griðkur náfölar
skreiddust út til þess að heyja!! En
grasið var - ekkert! Bóndinn gekk
niðurlútur og blés mæðilega, því
máske voru bæði kona og börn
komin undir gráa torfu, en væru þau
lifandi vissi hann lítt hvar brauð
skyldi taka handa þeim."
• Gób ráb dýr
Þrátt fyrir þessar hörmulegu aðstæður
var fyrst haldinn undirbúningsfund-
ur undir stofnun kaupfélags að
Grenjaðarstað haustið 1881 og síðan
sjálfur stofnfundurinn 20. febrúar
1982.
Fyrstu starfsár Kaupfélags Þingey-
inga voru sannkölluð baráttuár. Þá
var um líf og dauða félagsins að
tefla, og oft tvísýnt hver örlög þess
yrðu. Hér á eftir verður sagt frá ein-
um slíkum atburði sem úrslitum
réði.
Eftir fimm ára starf var svo komið
að forstöðumönnum og eigendum
dönsku selstöðuverslunarinnar á
Húsavík var orðið ljóst að hið unga
kaupfélag var þegar orðinn keppi-
nautur og mundi verða það í enn
ríkari mæli er fram liðu stundir.
Vegna fjárhagsörðugleika tókst
© • Hlynur