Hlynur - 15.06.1995, Blaðsíða 11
Bjartsýni, en jafn-
framt raunsæi,
er þab sem gildir
Rœtt við
Þorgeir B. Hlöðversson,
kaupfélagsstjóra á Húsavík
„Ég veit ekki hversu oft ég hef verið
að því spurður síðan ég gerðist kaup-
félagsstjóri, hvort samvinnufélags-
formið sé ekki fyrir löngu orðið úrelt,
en ég svara ætíð þeirri spurningu al-
farið neitandi. Samvinnurekstur á
fullt erindi við okkur, ekki síst þegar á
reynir og að sverfur í þjóðfélaginu;
hann hentar best til að halda uppi
öflugri atvinnustarfsemi og nauðsyn-
legri þjónustu í þessu héraði, á því
leikur enginn vafi að mínum dómi."
Þannig fórust Þorgeiri B. Hlöðvers-
syni kaupfélagsstjóra á Húsavík orð,
þegar Hlynur sló á þráðinn til hans
á einum hinna mörgu daga á þessu
sumri, þegar veðrið var tvískipt á
landinu. Að þessu sinni var sól og
blíða hér sunnanlands en rigning og
kuldi fyrir norðan; viku fyrr hafði
hið gagnstæða verið upp á teningn-
um.
* Níu kaupfélagsstjórar
Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík er
elsta kaupfélag landsins; það var
stofnað 20. febrúar árið 1882 og er
því orðið 113 ára gamalt. Saga þess er
óaðskiljanlegur hluti þjóðarsögunnar
og um hana hafa verið skrifaðar
margar bækur, eins og til dæmis Saga
Kaupfélags Þingeyinga, sem gefin var
út til minningar um sextíu ára starfs-
afmæli félagsins 1942 og rituð var af
Jóni Gauta Péturssyni, Aldarsaga
Kaupfélags Þingeyinga eftir Andrés
Kristjánsson og síðast en ekki síst
doktorsritgerð Gunnars Karlssonar
sagnfræðings, Frelsisbarátta Suður-
Þingeyinga og Jón á Gautlöndum.
Aðeins níu menn hafa gegnt starfi
kaupfélagsstjóra frá upphafi og eru
þeir þessir: Jakob Hálfdanarson
1882-1885, Jón Sigurðsson 1886-
1889, Pétur Jónsson 1889-1919, Sig-
urður S. Bjarklind 1919-1935, Karl
Kristjánsson 1935-1937, Þórhallur
Sigtryggsson 1937-1953, Finnur
Kristjánsson 1953-1979, Hreiðar
Karlsson 1979-1994 - og núverandi
kaupfélagsstjóri er Þorgeir B.
Hlöðversson.
* Búfræbikandídat
Þorgeir er fæddur 23. júlí 1959 á
Björgum í Kinn, sonur Hlöðvers Þ.
Hlöðverssonar bónda þar, en hann
var um árabil kjörinn endurskoðandi
Kaupfélags Þingeyinga, og konu hans
Ástu Pétursdóttur. Þorgeir hlaut
menntun sína í Bændaskólanum á
Hvanneyri og lauk þaðan prófi sem
búfræðikandídat.
„Ég var byrjaður í búskapnum
heima á Björgum," segir hann. „Við
hugðumst stunda þar félagsbú þrír
feðgar, en þá hófst takmörkun á
framleiðslunni og sú þróun leiddi til
þess að ekki var svigrúm fyrir okkur
alla. Ég hóf þá framhaldsnám og að
því loknu tók ég til starfa hjá Kaup-
félagi Þingeyinga; var sláturhússtjóri
í sex ár, en tók síðan við kaupfélags-
stjórastöðunni hinn 25. janúar árið
1994."
* Margþætt starfsemi
„Meginstarfsemi félagsins er verslun-
arrekstur, mjólkurvinnsla, slátrun og
kjötvinnsla," segir Þorgeir, þegar
hann er beðinn um að skýra frá um-
svifum Kaupfélags Þingeyinga.
„Verslunardeildirnar eru þessar: Mat-
bær, sem er matvöruverslun, Smiðj-
an, byggingavöru-, véla- og heimilis-
tækjaverslun, Kornvörudeild með
fóður og áburð o. fl., Miðbær, en það
er vefnaðarvörubúð og alhliða fata-
verslun, Olíudeild, þ. e. umboð fyrir
Olíufélagið hf., Naustagil, söluskáli
og bensínafgreiðsla, og loks Fosshóll,
en þar rekum við matvöruverslun og
bensínafgreiðslu. Matvælaframleiðsla
okkar skiptist í þrjár deildir: kjötiðju,
mjólkursamlag og brauðgerð, en
framleiðsla brauðgerðarinnar fer
aðallega á heimamarkað og er rómuð
fyrir gæði. Einnig rekum við slátur-
hús sem er eitt hið stærsta og full-
komnasta á landinu. Á síðasta ári
nam slátrun sauðfjár 590 tonnum,
nautgripaslátrun var 238 tonn og
svína- og hrossaslátrun rúmlega 160
tonn.
Hlynur • '0 H