Hlynur - 15.06.1995, Blaðsíða 12
Frá Húsavík.
* Nýjar afurðir úr
lambakjöti
Kjötiðja KÞ er í fremstu röð kjöt-
vinnslustöðva á landinu og hefur
unnið til fjölda verðlauna á matvæla-
sýningum bæði hér á landi og erlend-
is. Af framleiðsluvörum okkar er lík-
lega Húsavíkurhangikjötið þekktast,
en að undanförnu höfum við lagt
ríka áherslu á vöruþróun og nýjungar
í framleiðslu úr lambakjöti. í sam-
starfi við Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins höfum við til dæmis þró-
að nýja afurð sem nú er verið að
markaðssetja á innanlandsmarkaði.
Hún hefur hlotið vinnuheitið „form-
að kjöt" og er unnin úr framparti. Á
þessu stigi í vöruþróunarferlinu má
vinna þrjár tegundir með þessari
vinnslutækni: Naggar nefnist ein
þeirra, en það eru formaðir lamba-
kjötsbitar raspaðir og forsteiktir; önn-
ur er formaðir kjöthleifar, sem hafa
svipaða eiginleika og vöðvar, og loks
eru það formaðar steikur, en þær eru
unnar úr hakkefni og vöðvum, sem
bindast saman með náttúrulegum
bindiefnum, og eru verulega þéttar í
sér án þess að vera seigar.
Markmið þessa verkefnis er að
auka verðmæti lambakjötsafurða og
bregðast um leið við minnkandi
neyslu lambakjöts. Þessar nýju af-
urðir eru þróaðar með þarfir neyt-
enda í huga, og það er mjög auðvelt
að matreiða þær.
* Húsavíkurjógúrt
og ostar
Mjólkursamlag KÞ er í hópi stærri
framleiðenda jógúrts og osta hér á
landi. Á árinu 1994 var innvegin
mjólk hjá okkur 6.366.769 lítrar, og
helstu framleiðsluvörurnar auk hefð-
bundinna mjólkurafurða eru Húsa-
víkurjógúrtið alkunna, goudaostur,
búri og mysuostur. Þessum fram-
leiðsluvörum er dreift urn allt land í
samstarfi við Osta- og smjörsöluna og
Mjólkursamsöluna í Reykjavík. Árið
1991 keypti Mjólkursamlag KÞ efna-
gerðina Sana og hóf framleiðslu á
vörum undir því merki, djús, sósur,
sultur og fleira. Loks má geta þess að
Brauðgerð KÞ á velgengni og vinsæld-
um að fagna, enda er hún búin nýj-
um og fullkomnum tækjum sem hafa
haft mikla hagræðingu í för með sér."
* Reksturinn fer
batnandi
„Reksturinn er farinn að ganga bet-
ur," segir Þorgeir, þegar hann er
spurður um afkomuna. „Árið 1994
var velta félagsins um 1,4 milljarðar
króna og hagnaður nam rúmlega 9
milljónum á móti tæplega 54
milljóna tapi árið áður. Þessi árangur
er ágætt skref í áttina, en afkoman í
heildina þarf að verða enn betri að
mínum dómi, þó einstakar einingar
séu með mjög góða afkomu, t. d.
Brauðgerðin. Við erum svo heppnir
að hafa góðu starfsfólki á að skipa, en
hjá okkur störfuðu á síðasta ári um
160 manns, og stjórnendur auk mín
eru þessir: Mjólkurbússtjóri er Hlífar
Karlsson, sláturhússtjóri er Páll Gúst-
av Arnar, markaðsstjóri er Ásgeir
Baldurs. Deildarstjórar eru þessir: í
Brauðgerð Helgi Sigurðsson, í Kjöt-
iðjunni Sigmundur Hreiðarsson, í
Smiðjunni Hilmar Þorvaldsson, í
Miðbæ Jón Stefán Einarsson, í Korn-
vörudeild Trausti Aðalsteinsson, í
Olídeild Þorsteinn Jónsson og í
Naustagili Sigmundur Sigurðsson.
Skrifstofustjóri er Gunnar J. Magn-
ússon og fjármálstjóri er Þórir Að-
alsteinsson."
* Afdrifarík þróun
„Ef til vill stöndum við á tímamótum
einmitt um þessar mundir," segir Þor-
geir þegar talið berst að vanda land-
búnaðarins. „Menn tala um að brjóta
upp núverandi fyrirkomulag fram-
leiðslustjórnunar, og ég tek undir þá
skoðun að nauðsynlegt sé að breyta
skipulaginu af því að það hefur ekki
gengið sem skyldi. Vandi sauðfjár-
bænda hefur að sjálfsögðu margföld
áhrif á rekstur kaupfélagsins; hann
hefur bein áhrif á slátrun og kjöt-
vinnslu en einnig verslun og alla
þjónustu. Þróun þessara mála getur
því orðið afdrifarík fyrir kaupfélagið
ef hún fer mjög á hinn verri veg. Hér
er ekki aðeins um afkomu bændanna
einna að ræða; vandi landbúnaðarins
smitar út frá sér í allar áttir og er
miklu víðfeðmari en sumir virðast
gera sér ljóst. En ef menn glíma við
þessa miklu erfiðleika heils hugar og
af samstöðu, þá hef ég fulla trú á að
takast megi að sigrast á þeim."
* Hreyfingin féll ekki
Að lokum er Þorgeir spurður um við-
horf sitt til samvinnuhreyfingarinnar
nú á dögum í ljósi þess að reksri Sam-
bandsins er lokið.
„Auðvitað kom fall Sambandsins á
óvart og olli sárum vonbrigðum,"
segir hann. „En í því felst ekki neinn
dómur um samvinnurekstur sem
slíkan að mínu áliti. Samvinnu-
hreyfingin féll ekki, þótt Sambandið
sem fyrirtæki gerði það. Kaupfélögin
annast rekstur vítt og breitt um
landið og þeim hefur mörgum
hverjum tekist að snúa vörn í sókn.
Einnig má benda á að stærsti hlut-
inn af hinum gamla rekstri Sam-
bandsins er enn við lýði í formi
nýrra og blómlegra fyrirtækja, eins
og íslenskar sjávarafurðir eru til
vitnis um.
Já, ég er bjartsýnn á framtíðina,
enda er það lífsskoðun mín að lítið
dugi að vera svartsýnn. Bjartsýni, en
jafnframt raunsæi, er það sem gild-
ir."
• Hlynur