Hlynur - 15.06.1995, Blaðsíða 25
f"llyrvur <yv\n\r ís ervs <a ■ 'mmleiðs u
Kaupfélag
Þingeyinga
Húsavík
Kjötiðja KÞ er í fremstu röð kjöt-
vinnsla á landinu og hefur unnið
til fjölda verðlauna á matvæla-
sýningum, bæði hér á landi og
erlendis fyrir gæði og athyglis-
verðar nýjungar. Meðal fram-
leiðsluvara KÞ er hið landsfræga
Húsavíkurhangikjöt sem notið hef-
ur mikillar hylli hér á landi. Að
undanförnu hefur verið lögð rík
áhersla á vörujaróun hjá Kjötiðju
KÞ. Mest áhersla hefur verið lögð
á vöruþróun úr lambakjöti. I sam-
starfi við Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins hefur Kjötiðjan þróað
nýja afurð sem nú er verið að
markaðssetja á innanlandsmark-
aði. Varan sem hér um ræðir hef-
ur hlotið vinnuheitið formaþ kjöt
og er unnið úr framparti. Á þessu
stigi í vöruþróunarferlinu má
vinna þrjár afurðir með þessari
vinnslutækni. Naggar sem eru
formaðir lambakjötsbitar, raspað-
ir og forsteiktir. Onnur afurð er
formaðir kjöthleifar sem hafa
svipaða eiginleika og vöðvar,
loks er það formaðar steikur sem
unnar eru úr hakkefni og vöðvum
sem binst saman með náttúruleg-
um bindiefnum og er verulega
þétt í sér án þess að vera seig.
Markmið þessa vöruþróunarverk-
efnis er að auka verðmæti
lambakjötsafurða og um leið leit-
ast við að snúa vörn í sókn gagn-
vart minnkandi lambakjötsneyslu.
Ofnagreindar afurðir eru þróað-
ar með þarfir neytenda í huga
sem mjög auðvelt er að mat-
reiða, og eru tilbúnar til neyslu.
Mjólkursamlag KÞ er í hópi stærri
framleiðenda jógúrts og osta á Is-
landi. Árið 1991 keypti Mjólkur-
samlagið efnagerðina SANA og
hóf framleiðslu á efnagerðarvör-
um undir vörumerki SANA.
Helstu framleiðsluvörur SANA eru
djús, sósur og sultur. Helstu fram-
leiðsluvörur Mjólkursamlagsins
fyrir utan hefðbundnar mjólkuraf-
urðir eru Húsavíkurjógurt, gouda-
ostur, búri og mysuostur. Þessum
framleiðsluvörum KÞ er dreift um
allt land í samstarfi við Osta- og
smjörsöluna og Mjólkursam-
söluna. Brauðgerðin á mikilli vel-
gengi að fagna á félagssvæði
KÞ. Brauðgerð KÞ er mjög vel
tækjum búin og er hvergi til spar-
að í gæðum hráefnis til þess að
búa til eins góð brauð og mögu-
legt er. Rekstur brauðgerðarinnar
gengur vel og er það ekki síst að
þakka hinni miklu hagræðingu
sem næst með fullkomnum fram-
leiðslutækjum.
Sendum samvinnufólki
og öðrum landsmönnum
bestu sumarkveðjur
Kaupfélag Langnesinga
Þórshöfn
Sími 468 1200
Hlynur •