Hlynur - 15.06.1995, Blaðsíða 16

Hlynur - 15.06.1995, Blaðsíða 16
þessu en þaö voru ansi margar fyrir- stöður í kerfinu. Þeir áttu svolítið erfitt með að skilja það á suðvestur- horninu að nytjaskógrækt væri lík- leg sem atvinnugrein. Menn hafa sennilega ekki verið í tengslum við það sem hefur verið gert hér á Hall- ormsstað síðustu öld og seinna með þessari bændaskógrækt en þarna er allt í einu byrjaður að skapast at- vinnuvegur. Vöxtur og viðgangur trjáa hér er sambærilegur því sem þekkist í mið-Skandinavíu! Fólk sem stendur úti í garði í Reykjavík á ákaf- lega erfitt með að átta sig á því að sú geti hreinlega verið raunin hér á ís- landi. Þannig að í sjálfu sér var það kannski eðlilegt að menn væru tor- tryggnir í upphafi. • Hérna urbu menn mjög svartsýnir á þetta - En það fékkst samt fjárveiting í kringum 1990? Jú, fyrst kom fjárveiting til undir- búnings 1989. Undirbúningsvinnan fólst meðal annars í kortlagningu af svæðinu og að kanna vilja og áhuga bænda. Reynt var að móta verkefnið betur og samin greinargerð um Hér- aðsskóga sem var kynnt fyrir land- búnaðarráðherra. Árið 1990 var beð- ið um 60 milljónir en ekki fengust nema 15 milljónir til verkefnisins. Þetta var mun minni fjárveiting en menn ætluðu sér þannig að hérna urðu menn mjög svartsýnir á þetta. Seinna á árinu tókst að fá aukafjár- veitingu, 10 milljónir, sem voru not- aðar til að koma plöntuframleiðslu í gang. Eftir það hafa fjárveitingar til verkefnisins gengið nokkuð eftir eins og áætlanir voru kynntar fyrir embættismönnum og þingmönnum og birtar í fylgiskjali með frumvarpi til laga um Héraðsskóga. Eins hefur verkefnið sjálft tekist samkvæmt áætlun. • Gróbrarstöbin Barri hf. sjálfstætt fyrirtæki í dag - En þátttakan í verkefninu Héraðs- skógum, hvað eru þetta margir bœnd- ur? Það eru 62 samningsbundnir aðil- ar í dag en það bætast líklega við einir fimmtán samningar í ár. - Þannig að áhuginn er að aukast og þátttakendum að fjölga? Þátttakendum fjölgar jafnt og þétt. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að þetta yrðu um áttatíu bænd- ur svo því marki verður senn náð. - Framkvœmdir hófust strax árið 1990. í hverju fólust þessar byrjunar- framkvœmdir? Þær fólust fyrst og fremst í ákveðnum friðunaraðgerðum, girt var á annan tug kílómetra og gróð- ursettar um 180 þúsund plöntur á 20 jörðum. Þá var einnig undirbúin stofnun hlutafélags um stóra gróðr- arstöð sem heitir Barri hf. Það voru fyrst og fremst Héraðsskógar sem unnu að undirbúningnum og komu síðan hlutafélaginu á laggirnar ásamt Félagi skógarbænda á Héraði. Gróðrarstöðin Barri hf. er í dag al- menningshlutafélag með á annað hundrað hluthafa en stærstu eignar- aðilar eru skógarbændur. • 35 ár eftir en skógar- högg þegar hafib - En hver er svo staðan í dag, ekki er allt biiið? Eitthvað hlýtur að vera eftir þó þetta hafi gengið ágœtlega til þessa? Jú, áætlun Héraðsskóga nær til 40 Kaupfélag Suðurnesja þakkar samvinnumönnum um allt land ánægjulegt samstarf í hálfa öld Щ • Hlynur

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.