Sveitarstjórnarmál - 2019, Síða 24
24
SVEITARSTJÓRNARMÁL
aðeins eina önn. Reyndin varð allt önnur
og á árinu 2006 brautskráðist Eydís með
kennsluréttindi frá Háskólanum á Akureyri.
Kennslan gefur henni að sögn mikið, ekki
aðeins samskiptin við nemendur, heldur
einnig tengslin við iðnfagið hennar. Stuttu
áður en Eydís hóf kennsluna eða árið
1997, hafði hún opnað Hársnyrtistofu
Eydísar á Eskifirði, en Eydís er einnig með
meistararéttindi í hársnyrtingu. Stofuna rak
hún allt til ársins 2007, en þá hafði Eydís
um nokkurt skeið fundið, að hún yrði að
fara að gera upp við sig hvað hún ætlaði að
verða, eins og sagt er. Ákvörðunin um að
helga sig kennslunni reyndist ekki svo erfið,
þegar á hólminn var komið og svo voru
sveitarstjórnarmálin einnig farin að toga í
hana, all hressilega.
Ein lægstu leikskólagjöldin á landinu
Málefni fjölskyldunnar eru í forgangi hjá nýja
meirihlutanum í Fjarðabyggð með jöfnuð
og jafnrétti að leiðarljósi. „Það kemur skýrt
fram í fyrstu starfs- og fjárhagsáætlun nýs
meirihluta Fjarðalistans og Framsóknar,“
segir Eydís. „Ef út í einstök mál er farið,
þá er ég sérstaklega stolt af þeim aukna
stuðningi sem við veitum börnum, eldri
borgurum og öryrkjum. Við höfum lækkað
gjald fyrir skólamáltíðir um þriðjung og með
því hefur verið stigið mikilvægt og jákvætt
skref í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum
í Fjarðabyggð. Við teljum það mikið
jafnréttismál. Þá er ekki síður ánægjulegt
að samhliða lækkandi álögum á barnafólk,
höfum við aukið jafnræði á milli barna og
dregið úr mögulegri mismunun á grundvelli
fjárhagsstöðu foreldra.
Samhliða gjaldlækkun vegna
skólamáltíðanna, var sú ákvörðun tekin
að halda öðrum gjaldskrám í leik- og
grunnskólum óbreyttum og þar hafa því
engar hækkanir orðið. Leikskólagjöld
hafa þannig lækkað umtalsvert í raun
og er Fjarðabyggð nú komin í hóp
þeirra sveitarfélaga sem bjóða lægstu
leikskólagjöldin á landinu. Einnig hefur
stuðningur við forvarnir verið aukinn, og
er svo litið á að með því sé verið að styrkja
mikilvægan lið í snemmtækri íhlutun, þar
sem þess er þörf.
„Með því að veita þessum málaflokki
fjármagn og skýra framtíðarsýn og stjórnun
erum við að bæta lífsgæði fjölskylda
í Fjarðabyggð til framtíðar. Jafnframt
bætti sveitarfélagið við stöðugildi sem
sinnir sérstaklega málefnum aldraðra,
þar sem öldrunarmálum hefur verið
ábótavant. Tekjuviðmið eldri borgara og
öryrkja vegna afsláttar af fasteignaskatti
hefur verið hækkað um 40% og hlífir sú
aðgerð þeim við auknum álögum samfara
hækkandi fasteignaverði í Fjarðabyggð.
Einnig er mikilvægt að hafa í huga, að
álagningarhlutfall fasteignaskatts hefur ekki
hækkað í Fjarðabyggð. Það verður áfram
það sama milli ára en í Breiðdal lækkar það
þar sem hlutfallið var 0,65 fyrir sameiningu
sveitarfélaganna á síðasta ári.“
Gefur á bátinn
Ekki verður annað sagt en að gefið hafi á
bátinn hjá nýja meirihlutanum, þegar á
fyrsta starfsárinu, en auk vaxandi óvissu
vegna kjarasamninga á vinnumarkaði, blasir
alger loðnubrestur við. „Ef fram heldur sem
horfir stefnir í verulegan tekjusamdrátt bæði
hjá hafnarsjóði og bæjarsjóði. Samanlagt
erum við líklega að tala um 260 milljónir
króna,“ segir Eydís og bætir því við að vægi
uppsjávarafla í efnahagslífinu vilji stundum
gleymast í hinni almennu umræðu. „Staðan
felur í sér verulega áskorun, ekki hvað síst
fyrir A-hlutann, sem er yfirleitt viðkvæmasti
þátturinn í rekstri sveitarfélaga.“
Loðnubrestur hefur jafnframt verulegar
afleiðingar fyrir afkomu hafnarsjóðs. Enda
þótt rekstur Fjarðabyggðarhafna þoli slíkan
skell, þá mun lækkandi framkvæmdastig á
vegum hafnanna hafa keðjuverkandi áhrif út
í atvinnulífið. Sá samdráttur bætist við lægri
atvinnutekjur hjá stórum hópi fólks langt út
fyrir raðir útgerðarfélaganna í Fjarðabyggð.
Segir Eydís að þessi staða geri samninga
vegna kolmunakvóta enn mikilvægari en
ella.
Þrátt fyrir þær blikur sem eru á lofti, er Eydís
bjartsýn. „Sem sjávarútvegssveitarfélag
getum við alltaf átt von á skellum sem
þessum. Á undanförnum árum höfum við í
bæjarstjórn Fjarðabyggðar verið samheldin
við fjármálastjórn sveitarfélagsins og náð
góðum árangri þar. Það er okkar von að svo
verði áfram.“
Undirstaða velferðar er öflugt
atvinnulíf
Návígið við undirstöður atvinnulífsins
er verulegt, ekki hvað síst fyrir smæð
samfélaganna á Austurlandi. „Öflugt
atvinnulíf er undirstaða velferðar og held ég
að fáum blandist hugur um það,“ segir Eydís.
„Án velferðar og jöfnuðar fær atvinnulífið á
hinn bóginn ekki blómstrað. Á milli þessara
þátta eru órjúfanleg bönd og með réttri
forgangsröðun ætlum við að styrkja þau
bönd enn betur,“ undirstrikar hún ákveðin.
Hún segir jafnframt velgengni
sveitarfélagsins í atvinnuuppbyggingu
mikið ánægjuefni og að íbúar séu stoltir
af þeim góða árangri sem hafi náðst. „Við
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri, Eydís, Poul Michelsen, utanríkis- og viðskiptaráðherra Færeyja og
Sigurður Ólafsson bæjarfulltrúi.