Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 2019, Page 30

Sveitarstjórnarmál - 2019, Page 30
30 SVEITARSTJÓRNARMÁL Sveitarfélögin og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun Fjölmennt var á kynningarfundi sem Samband íslenskra sveitarfélaga hélt nýlega um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Fundurinn þótti takast afar vel, en auk þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Aldís Hafsteinsdóttir, formaður sambandsins, ávörpuðu fundinn flutti sveitarstjórnarfólk víðs vegar af landinu fróðleg erindi um sýn sína á heimsmarkmiðin og aðkomu sveitarfélaga. Nálgast má upptökur af framsögum og glærur framsögumanna á vef sambandsins undir Fundir og ráðstefnur. Sá mikli áhugi, sem fundarsókn gaf til kynna hjá sveitarfélögunum, þarf þó ekki að koma á óvart. Áhugi á markmiðunum hefur farið stigvaxandi síðustu misseri, ekki aðeins hjá ríki og sveitarfélögunum heldur einnig hjá félagasamtökum og fyrirtækjum. Sem dæmi má nefna, að Festa – samfélagsábyrgð fyrirtækja hélt seint á síðasta ári stóran kynningarfund og var einnig fullt út úr dyrum á þeim fundi. Ávarp formanns sambandsins vakti, að öðrum framsögum ólöstuðum, verðskuldaða athygli, en Aldís flutti í lok fundarins stutta samantekt um mögulegar aðgerðir á vegum sveitarfélaganna með hliðsjón af núverandi stöðu mála. Lagði formaðurinn m.a. til að kannað verði af hálfu sambandsins hvort setja eigi á fót samstarfs- og samráðsvettvang sveitarfélaga sem hefði það hlutverk að marka sameiginlega stefnu eða sýn sveitarfélaganna á heimsmarkmiðin og innleiðingu þeirra. Er ávarp formannsins birt í heild sinni á síðu 31.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.