Breiðholtsblaðið - Nov 2018, Qupperneq 9
9BreiðholtsblaðiðNÓVEMBER 2018
Í lok október fór af stað
mikilvægt og skemmtilegt
sundnámskeið fyrir konur af
erlendum uppruna. Þetta er í
annað skipti að svona námskeið
er haldið í Breiðholti. Vorið
2016 var farið í samstarfsverk-
efni milli Þjónustumiðstöðvar
Breiðholts, Sundfélagsins Ægis
og Ölduselsskóla. Verkefnið
var sett af stað í tilraunaskyni
þar sem konur greiddu fyrir
kennslu. Námskeið var mjög
vinsælt. Nú í ár er komin
nýr samstarfsaðili sem er
Soroptimistaklúbbur Hóla og
Fella. Klúbburinn er aðal styrk-
taraðili sem bíður konum nú
að taka þátt án þess að greiða
fyrir aðgang.
Við fögnum þessum árangri
að ná tengingu með samtökum
í hverfinu sem leið til að efla
félagsauð og styðja við samfélag
og samlögun innf lyt jenda.
Soroptimistaklúbburinn hefur
lengi staðið fyrir góðum hlutum
og hefur stutt við ýmis verkefni
bæði sjálfstæð verkefni og í
samstarfi við aðra.
Hvatningarorð og markmið
samtakanna eru:
Að vinna að bættri stöðu
kvenna.
Að gera háar kröfur til siðgæðis.
Að vinna að mannréttindum
öllum til handa.
Að vinna að jafnrétti, framförum
og friði, með alþjóðlegri vináttu og
skilningi.
Soroptimistar eiga ráðgefandi
fu l l t rúa h já h inum ýmsu
stofnunum Sameinuðu þjóðanna
og eiga einnig ráðgjafaraðild
að Efnahags- og félagsmálaráði
Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC).
Íslenskir soroptimistar eru um
600 talsins í 19 klúbbum víðs
vegar um land.
Tækifæri í heita pottinum
Íslendingar átta sig ef til vill
ekki á hversu stóran þátt sund á í
Íslenskri menningu. Í Breiðholtinu
er sundlaugin hjarta hverfisins.
Ekki hafa allir sem flytja hingað
til lands lært að synda og eru
oft mjög óöruggir við að fara í
sund. Því missir fólk af mikilvægu
tækifæri að sitja í heita pottinum
og eiga samtal með Íslendingum.
Að vera virkir þátttakendur í
samfélagi snýst einnig um að
fá að mæta og njóta alls sem
íslenskt samfélag bíður upp
á. Einnig er það mikilvægt þar
sem foreldrar eru oft fyrirmynd
barna og hér á landi eru börnum
kennt að synda frá 1. bekk og hér
í Breiðholti eru leikskólar sem
bjóða upp á sundnámskeið fyrir
elstu börnin.
Samstarf grasrótar,
stofnana og fólksins
Samfélagsleg samlögun er
efld með því að mæta fólki þar
sem það er statt og bjóða því
upp á tækifæri til að taka þátt í
öllu sem samfélagið hefur upp
á að bjóða. Samstarf á milli
grasrótar, stofnana og fólksins
sjálfs sem býr hér í hverfinu er
ein mikilvægasta leiðin sem
við getum farið. Ef íbúar eða
samtökin eru með hugmyndir
um verkefni til að efla félagsauð
og leiðir til að styðja við að sem
flestir íbúar óháð uppruna, trú,
aldri, líkamlegri eða andlegri getu,
kyni eða kynhneigð fái að njóta
alls þess sem Breiðholt hefur
upp á að bjóða, hvetjum við fólk
eindregið að sýna frumkvæði og
koma hugmynd af stað.
Hugmyndin fæddist í
sundferð
Þessi hugmynd fæddist til dæmis
í sundferð þar sem ég átti samtal
við konu sem þorði ekki að sleppa
sundlaugarbakkanum og ræddi
um hræðslu, feimni og þörf á
námskeiði fyrir konur. Með samstarfi
Soroptimistaklúbbs Hóla og Fella,
Sundfélagsins Ægis, Ölduselsskóla og
við okkur hér hjá Þjónustumiðstöð
Breiðholts er hún að læra að synda
núna og mikilvægt að segja að henni
finnst námskeið bæði skemmtilegt og
gefandi. Ein þátttakandi sagði við mig
um daginn „Jæja, Nichole nú er ég
synd eins og Íslendingur.“
Nichole Leigh Mosty
Sundnámskeið fyrir konur
af erlendum uppruna
Heiti potturinn hefur margvísleg áhrif. Ekki eingöngu til þess að
slaka á og mýkja líkamann. Hann er einn hluti af félagslífi margra þar
sem samræður af öllum toga fara fram og félagsskapur myndast.
AÐ FLOKKA
TAKK FYRIR
Hættum að
urða spilliefni
Spillivagninn kemur efnum og smærri tækjum
frá heimilum til förgunar og endurvinnslu
Lögum samkvæmt er bannað að henda spilliefnum með
blönduðum úrgangi. Raftæki sem hafa þjónað sínum
tilgangi innihalda oft spilliefni, en einnig ýmis verðmæt efni
og jafnvel nýtanlega hluti sem æskilegt er að endurvinna.
Spillivagninn sparar þér fyrirhöfnina við að koma tækjum
og efnum á næstu endurvinnslustöð.
HIRÐIR RAFTÆKI
OG SPILLIEFNI
vagninn
Spilli
Hér verður Spillivagninn
í þínu hver í nóvember:
––––––
Breiðholt, við Breiðholtslaug,
þriðjudaginn 20. nóvember, kl. 15–20.
Spillivagninn er ný þjónusta. Hann verður til staðar í þínu hver á tilteknum tímum
og auðveldar okkur öllum að losna við spilliefni og raftæki á öruggan hátt.
Hvað hirðir spillivagninn? Smærri raftæki / Tölvur og síma / Rafhlöður og rafgeyma / Ljósaperur og hitamæla / Málningu, bón,
viðavörn, lím og lökk / Hreinsiefni og lífræn leysiefni / Stíflueyði / Eitur; skordýra-, rottu- og illgresis / Olíu og feiti … og ýmislegt fleira.
Sjá nánar á: spillivagninn.reykjavik.is