Breiðholtsblaðið - nov. 2018, Síða 10
10 Breiðholtsblaðið NÓVEMBER 2018
Velkomin í mjóddina
Úrval
af
kven-
fatnaði
St. 36-58
Meyjarnar
Úrval af töskum,
kortaveskjum
og gjafavöru
Út er komin bókin
Orri óstöðvandi sem
er fyrsta bókin um
þau Orra og Möggu
e n u p p á t æ k j u m
þ e i r r a v i r ð a s t
e n g i n t a k m ö r k
sett og útkoman er
bráðskemmt i leg .
Hugmyndin að baki
bókinni var að gera
fyndna og spennandi
bók sem væri í senn
sjálfstyrkjandi fyrir
lesandann. Bókin er
um 240 blaðsíður að lengd með u.þ.b. 100 sérlega skemmti-
legum myndum og ætti að höfða jafnt til stelpna og stráka frá
aldrinum 9 til 13 ára.
Höfundur bókarinnar er Bjarni Fritzson og er vel þekktur fyrir
sjálfstyrkingarvinnu sína með börnum og unglingum. Bjarni er
sálfræðimenntaður, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í hand-
bolta, eigandi sjálfstyrkingarfyrirtækisins Út fyrir kassann og
höfundur bókarinnar Öflugir strákar. Bjarni vill gefa Örra orðið
og láta hann segja frá bókinni. „Hæhæ. Ég heiti Orri, glaðlyndur
og hugmyndaríkur 11 ára íþróttastrákur. Ég á ofurhetjuútgáfu af
sjálfum mér sem heitir Orri óstöðvandi. Hann er samt alveg eins
og ég, ekki í neinum búningi eða neitt svoleiðis. Eini munurinn á
honum og mér, er sá að hann er hugrakkari og með meiri trú á sér
en ég. Í þessari fyrstu bók um mig og vinkonu mína hana Möggu
Messi, sem er sko geggjuð í fótbolta og uppátækjasöm með ein-
dæmum, ætla ég að segja þér frá besta ári lífs míns. Ég hef frá svo
mörgu sjúklega skemmtilegu og spennandi að segja að ég get ekki
beðið eftir því að þú byrjir að lesa bókina.”
Orri óstöðvandi
er komin út
Orri óstöðvandi og Magga vinkona með
Orrabókina.
Bjarni Fritzson sendir frá sér barna
og unglingabók Vel heppnuð foreldrakyn-
ning var haldin í Hólabrek-
kuskóla 25. september s.l. Þá
var sú nýjung tekin upp að hafa
kynninguna í morgunsárið.
Boðið var upp á glæsilegan
morgunverð og nemendum
árgangsins var boðið með.
Fundarstjórn var í höndum
nemenda sem stóðu sig með
mikilli prýði, Margrét Birna
sálfræðingur á Sálstofunni
var með erindi um hin flóknu
en skemmtilegu unglingsár og
nemendur kynntu skólann sinn.
Nú er haldið áfram með verke-
fnið Ég + við = skólinn okkar,
sem byrjað var á í haust. Þar er
unnið markvisst með skólastef-
nuna Uppeldi til ábyrgðar í öllum
árgöngum. Áherslan er lögð á
jákvæð og uppbyggileg samskipti.
Helstu verkefni eru: Líðan,
sjálfsmynd og markmiðssetning.
Klípusögur. Vinátta, kröfuspjöld
og göngutúr. Ljóð, málshættir,
sögur, hugleiðingar og tilvitnanir
um vináttu. Jákvæð samskipti og
forvarnir gegn einelti og fræðsla
í 8. til 10. bekk frá Samtökunum
´78. Þá má geta um hverfisrölt
foreldrafélags Hólabrekkuskóla.
Það hófst 2. nóvember og verður
á hverjum föstudegi út mánuðinn.
Margt að gerast í Hólabrekkuskóla
Frá Hólabrekkuskóla.
Heilsuvika var haldin í FB
í Breiðholti vikuna 8. til 14.
nóvember.
Á meðal viðburða á vikunni
var dans á vegum Brynju Péturs.
Ávextir voru í boði í Skugga-
heimum í upphafi vikunnar og
útskriftarnemar á snyrtibraut leið-
beindu um umhirðun. Þá má geta
þess að nýir reitir voru gerðir fyrir
París á göngum skólans.
Heilsuvika
í FB
Hrafnhildur Kristjánsdóttir og Elísa Ósk Sigurðardóttir nemar
á snyrtibraut FB leiðbeindu við umhirðun.
Sími: 553 3305
Heitur matur
í hádegi og á kvöldin
Gullsmiðurinn í Mjódd
Sími: 567 3550
30%
afsláttur
af Michael Kors úrum
Mikið úrval af náttfatnaði
fyrir dömur og herra