Breiðholtsblaðið - nov. 2018, Síða 12

Breiðholtsblaðið - nov. 2018, Síða 12
12 Breiðholtsblaðið NÓVEMBER 2018 - New classes start January 14th Morning and evening classes Level 1–5 LEARN ICELANDIC AT MÍMIR Sign up at www.mimir.is e-mail us mimir@mimir. is• Courses at Höfðabakki 9 and Öldugata 23 (city centre). • We offer various courses for different needs. • We offer experience, quality, fun and good teachers. Hraunberg ísbúðin okkar hefur tekið á sig nýtt útlit eftir gagngerar breytingar á undanförnum mánuðum. “Við höfum bætt við matseðilinn okkar og bjóðum nú upp á salatbar, samlokubar og boozt ásamt því að vera enn með okkar vinsælu hamborgara og báta á góðu verði. Erum daglega með góð tilboð af matseðli. Kjörís er nú kominn aftur til okkar í Hraunberg og á fimmtudögum bjóðum við upp á tvo fyrir einn af ís - greitt fyrir þann dýrari. Endilega fylgist með tilboðunum okkar á facebooksíðu Hraunberg sjoppu og verið velkomin í Hraunberg - ísbúðina okkar í Breiðholti,” segir Helga Björg Gunnarsdóttir í Ísbúðinni. Nýtt útlit eftir gagn- gerar breytingar hjá Ísbúðinni Hraunbergi Eins og sjá má hafa miklar breytingar verið gerðar á Ísbúðinni. Frístundamiðstöðin Miðberg hélt sína árvissu Hrekkjavökuhátíð mánudaginn 22. október síðastliðinn. Skemmtunin, sem er haldin í haustleyfi grunnskólanna, hefur fest sig rækilega í sessi sem einn vinsælasti viðburður ársins hjá börnunum í hverfinu. Hátíðin var að þessu sinni haldin í húsnæði Miðbergs og Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Meðal fastra liða má nefna draugahúsið geysivinsæla, andlitsmálningu og grímugerð, draugadiskótek og ógeðiskassa, þar sem þeim sem þorðu bauðst að dýfa höndunum í kassa með alls kyns miður geðslegu innihaldi. Auk þessa var í ár boðið upp á útieldun á torginu, þar sem hægt var að baka brauð á priki og búa til poppkorn yfir 22 Breiðholt Hrekkjavaka Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikið um dýrðir á Hrekkjavökuhátíðinni og skemmtu börn, foreldrar, starfsfólk og aðrir viðstaddir sér konunglega. Margir lögðu og mikinn metnað í skrautlega og skemmtilega búninga sem hæfa tilefninu. Starfsfólk Miðbergs þakkar öllum sem litu við kærlega fyrir frábæran dag. Hrekkjavökufjör í Miðbergi Verið að farða krakka í öllum regnbogans litum. Hvað skyldu þessair krakkar vera að gera?. Gervin og búningar voru fjölbreytileg. Forseti Bandaríkjanna var mættur á svæðið - eða þannig.

x

Breiðholtsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.