Nesfréttir - jún. 2019, Blaðsíða 6

Nesfréttir - jún. 2019, Blaðsíða 6
6 Nesfrétt ir Hélt upp á annað starfsárið Bridgesfélagið á Seltjarnarnesi hélt nýverið upp á lok annars starfsárs síns með veglegum verðlaunum og veitingum. Fyrstu verðlaun, leikhúsmiða fyrir tvo, hlutu Jón Hilmar Jónsson og Vil- borg G. Kristjánsdóttir og önnur verðlaun, konfektkassa, hlutu Arnþrúður Halldórsdóttir og Val- gerður Hjaltested. Þessi tvö starfsár hafa byrjað á fullsetnum námskeiðum undir leiðsögn Guðmundar Arnar- sonar, fyrrverandi heimsmeistara í bridges, frá Bridgesambandi Íslands. Í vetur var spilað tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudögum, í Eiðismýri 30, kl. 13:30 til 16:30. Spilað var á tveimur borðum og stundum þremur. Félagið er opið öllum Seltirningum og eldri borgurum úr öðrum bæjar- félögum. Næsta spila ár hefst 16. ágúst 2019. Hægt er að bæta við borðum og vel tekið á móti þeim, sem koma. Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti á fundi sínum í liðinni viku að taka þátt í undirbúningsverkefni um Borgarlínu. Þá hafa öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sameinast um að taka þátt í undirbúningi þessa samgöngumannvirkis. Athygli vekur að meirihluti bæjarstjórnar tók höndum saman við minnihlutann gegn forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs. Í bókun Sigrúnar Eddu Jónsdóttur, Bjarna Torfa Álfþórssonar og Ásgerðar Halldórsdóttur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að Borgarlína sé samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að bregðast við fyrirsjáanlega auknum umferðarþunga á næstu 25 árum. Skipulagning Borgarlínu sé lykilverkefni í þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Með henni er stuðlað að því að fjölgun íbúa og ferðamanna næstu áratugi hafi ekki þau áhrif á umferð að tafir í henni margfaldist. Borgarlína mun auka afköst almenningssamgangna, sér í lagi þar sem byggð er þétt eða hægt er að þétta hana. Síðar í bókum þremenninganna segir að ef Seltjarnarnes taki ekki þátt í þessu verkefni væri verið útilokað aðkomu bæjarins að þeirri vinnu og stefnumörkun að framtíðarskipulagi almenningssamgangna. Eitt og sér hafi Seltjarnarnes ekki bolmagn til að efla Strætó bs frekar án aðkomu annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Við styðjum frekari eflingu almenningssamgangna og forgangsreinar fyrir strætó og teljum að þessi vinna sé hluti af þeirri vegferð sem við þurfum að fara í til þess. Glapræði að standa utan Í bókum bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar kemur meðal annars fram að algjört glapræði væri ef Seltjarnarnesbær stimpli sig út úr samstarfi á þessu stigi málsins. Borgarlínuverkefnið sé framtíðarlausn á samgöngumálum innan höfuðborgarsvæðisins og mun hún verða lífæð hverfa og sveitarfélaga í framtíðinni. Bent er á að það mun verða gífurleg skerðing á lífsgæðum Seltirninga ef bæjarfélagið verði ekki hluti af undirbúningi Borgarlínukerfisins sem mun bitna á fasteignaverði, möguleikum fólks ferðast milli staða, óhagræði við að reka fyrirtæki og stofnanir á Nesinu ásamt því að erfiðara mun verða að fá starfsfólk til að vinna hjá Seltjarnarnesbæ sem ekki býr í sveitarfélaginu. Röksemdir fyrir sjálfstæði Seltjarnarness Í bókun viðreisnar Neslista kemur meðal annars fram að Borgarlínan sé mikilvægasta þróunarmálið sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu koma sameiginlega að. Ef Seltjarnarnesbær ákveði á einhverjum tímapunkti að ganga úr slíku samstarfi megi segja að bæjarbúar hafi sagt sig úr lögum við önnur sveitarfélög og slíkt myndi vega alvarlega að röksemdinni fyrir Seltjarnarnesi sem sjálfstæðu sveitarfélagi. Magnús einn á móti Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar greiddi einn atkvæði á mót því að bæjarfélagið tæki þátt í undirbúningi borgarlínu. Með því lagðist hann gegn félögum sínum í meirihluta bæjarstjórnarinnar. Í bókun hans frá fundi bæjarstjórnar segir að samningarnir hljóði upp á 1,6 milljarða frá SSH og ríki. Hugmyndir um verkefnið séu að sínu mati óraunhæfar með öllu eins og þær liggja fyrir. Áætlanir um heildarkostnað og fjármögnun séu í besta falli óljósar og engin umræða um rekstrarforsendur og rekstrarkostnað hafi farið fram. Því er óábyrgt af kjörnum fulltrúum að skrifa undir samninga sem hafa svo óþekkta útkomu fyrir skattgreiðendur. Samþykkir að taka þátt í undirbúningi Borgarlínu Bridgesfélagið á Seltjarnarnesi Jón Hilmar Jónsson tekur á móti fyrstu verðlaunum úr hendi Magnúsar Marteinssonar. Veitingar voru veglegar eins og sjá má. Myndir Ásta Valdimarsdóttir. BÍLAVIÐGERÐIR GRANDA FISKISLÓÐ 83 - 101 REYKJAVÍK S: 562 5999 S: 669 5999

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.