Nesfréttir - jún. 2019, Blaðsíða 7

Nesfréttir - jún. 2019, Blaðsíða 7
Nesfrétt ir 7 Motormax ehf Vatnagörðum 12 Sími: 545 4040 Smurstöð Við smyrjum bílinn þinn með hágæða olíum. Virka daga 07:45 til 18:00 Laugardaga 12:00 til 16:00 Opnunartímar Engar tímapantanir! Kaldur pottur verður nýjasta viðbótin í Sundlauginni á Seltjarnarnesi. Potturinn er góð viðbót við aðstöðuna í sundlauginni og er væntanlegur innan tíðar en hönnunarvinna hefur farið fram undanfarin misseri. Haukur Geirmundsson sundlaugarstjóri og Margrét Leifsdóttir arkitekt hófu samstarf um útlit og nýtingarmöguleika á köldum potti og að sögn Hauks var fyrirmyndin frá NLFÍ í Hveragerði, svokölluð skiptiböð. Þar er gengið niður í heitt og upp hinu megin niður í kalt. Hér á Seltjarnarnesi var hins vegar tekin ákvörðun um að staðsetja pottinn á milli nuddpottsins og eimbaðsins og því ekki talið nauðsynlegt að hafa heita kerið einnig. Hjá okkur verður það því þannig að þegar farið er úr kalda kerinu getur fólk valið um að fara annað hvort í nuddpottinn eða eimbaðið ef það kýs hita á eftir. Áætlað er að kaldi potturinn verði tilbúinn fyrir sundlaugargesti þann 1. júlí nk. en um framkvæmdina hefur Jóhannes Benjamínsson húsasmíðameistari séð ásamt vösku liði frá þjónustumiðstöðinni. Kaldur pottur í sundlauginni Unnið að byggingu kalda pottsins í sundlauginni. Póstkassi settur upp á Eiðistorgi Póstkassi hefur verið settur upp á Eiðistorgi en eins og kunnug er var pósthúsið sem þar var flutt í byggingu Bændahallarinnar við Hagatorg á liðnum vetri. Frá þeim tíma hefur engin póstþjónusta verið á Nesinu. Póstkassanum hefur verið valinn staður á framhlið Hag- kaups en Bókasafn Seltjarnarness er á hæðinni fyrir ofan. Þarna eiga margir leið um á degi hverjum og nú er hægt að stinga bréfum í kassann í stað þess að fara með þau um lengri leið – inn á Hagatorg eða annað. Eina sem fólk þarf að gera er að eiga frímerki vilji það senda bréfa- póst. Póstkassinn bíður eftir frímerktum bréfum. Póstkassinn er á áberandi stað á framhlið Hagkaups.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.