Nesfréttir - jun. 2019, Side 11

Nesfréttir - jun. 2019, Side 11
Jónsmessuhátíð á Seltjarnarnesi 2019 Jónsmessuganga og gleði mánudaginn 24. júní kl. 19.30 Við höldum í hefðir og hvetjum bæjarbúa til að taka þátt í Jónsmessugleði á Seltjarnarnesinu okkar fallega! Genginn verður þægilegur hringur um náttúruperluna okkar í suðurnesjunum og stoppað á áhugaverðum stöðum þar sem hægt verður að njóta útsýnis í bland við fróðleik. Hákarlahjallinn Kl. 19.30 verður safnast saman hjá Sigga í Hákarlaskúrnum við Norðurströnd sem býður gestum bæði að reka inn nefið og upp á hákarl og brennivín áður en lagt verður af stað kl. 20.00. Fiskitrönur og lögguhlið Á göngunni verður stoppað við fiskitrönurnar og lögguhliðið sem hafa verið endurbætt en Guðmundur Jón Helgason (Jóndi) segir okkur sögu þeirra og frá fleiri markverðum stöðum á leiðinni auk þess að sýna hvar æskuheimili hans hinn sögufrægi Nýibær stóð. Nesstofa Haldið verður sem leið liggur að Nesstofu þar sem að hjónin Haraldur Jóhannsson (Halli í Nesi) og Fjóla G. Friðriksdóttir segja m.a. frá tíma sínum þar en Halli ólst upp í Nesstofu og þar byrjuðu þau hjónin að búa auk þess sem Ólöf, móðir Haraldar var síðasti ábúandinn í Nesstofu. Seltjörn hjúkrunarheimili Jónsmessugangan endar á nýja og fallega torginu við hjúkrunarheimilið Seltjörn þar sem að boðið verður upp á veitingar frá hitaveitunni og Bjarki Harðarson mun spila skemmtileg lög á harmonikkuna sem allir geta sungið við. Göngugestum býðst ennfremur að skoða dagdvöl hjúkrunarheimilisins og ætlar Kristján Sigurðsson stjórnandi þess að segja frá því hvernig gengur. Toppurinn er svo ganga upp á þakið þar sem hægt er að njóta útsýnis í allar áttir. Allir bæjarbúar eru boðnir velkomnir! 1 2 3 4 Gangan hefst við Hákarlahjallinn við Norðurströnd kl. 19.30

x

Nesfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.