Nesfréttir - jun 2019, Qupperneq 13

Nesfréttir - jun 2019, Qupperneq 13
Nesfrétt ir 13 Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Nú þegar eitt ár er liðið frá bæjar- stjórnarkosningum er gaman að staldra við og líta um öxl. Ég myndi óska þess að ég gæti ritað langa grein um öll þau afrek sem bæjarstjórnin hefur unnið og hvernig við í Samfylkingunni höfum náð í gegn okkar baráttumálum, íbúum bæjarins til hagsbóta. En veruleikinn er dálítið annar, þetta ár hefur fyrst og fremst farið í það að bregðast við krísum og nýjum vinnubrögðum Sjálfstæðismanna sem fengu í fyrsta sinn minnihluta atkvæða Seltirninga í kosningunum síðasta vor. Þessi nýja staða gerði þau ekki auðmjúk og samstarfsfús heldur brugðu þau á það ráð að verða aggresív, fara í vörn og halda ákvörðunum sem næst sér. Þetta birtist í því að fyrstu mál meirihlutans voru að hafna tillögu um áheyrnarfulltrúa Neslista/Viðreisnar í bæjarráði eins og hefð var fyrir, lögð var fram tillaga um að fækka bæjarstjórnarfundum um helming og fékk minnihlutinn enga aðkomu að undirbúningi fjárhagsáætlunar ólíkt því sem tíðkast hefur síðastliðin ár. Krísa í fjárhag bæjarins Fjárhagur bæjarins hefur verið ofarlega á dagskrá en fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2019 hafði í för með sér hækkanir á gjaldskrám fyrir eldri borgara og barnafjölskyldur. Niðurskurðarkrafa var sett á grunnskólann, bekkir stækkaðir og valáföngum á unglingastigi fækkað. Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar 2018 var samþykktur með 264 milljóna króna tapi A sjóðs sem var 324 milljónum frá því sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Meirihlutinn hefur þurft að kaupa utanaðkomandi ráðgjafa til að aðstoða sig við rekstur bæjarins og við að halda utan um fjármálin. Ófjármagnað kosningaloforð upp á 2 milljarða Eitt jákvætt og skemmtilegt verkefni sem bærinn vann á árinu var að halda hugmyndasamkeppni um nýjan og glæsilegan leikskóla og var metþátttaka í samkeppninni. Margar glæsilegar tillögur bárust sem mundu tvímælalaust stórbæta aðstöðu leikskólans og gera húsnæðið það flottasta sem fyrirfinnst. Þetta kosningaloforð meirihlutans um að rífa núverandi leikskólahúsnæði og byggja nýjan 300 barna leikskóla á sama stað, sýnir sig nú að muni kosta bæinn rúmlega 2000 milljónir. Engin áætlun hefur verið lögð fram um hvernig bærinn hyggst fjármagna framkvæmdina en á sama tíma er komin krafa um niðurskurð á grunnþjónustu bæjarins, viðhaldi á öðru húsnæði bæjarins er ekki sinnt og met lántaka síðasta árs hækkaði skuldir bæjarins um rúma tvo milljarða. Framtíðarsýn Samfylkingar Seltirninga Það væri vel hægt að nefna fleiri mál sem hefðu betur mátt fara á þessu fyrsta ári en nú er komið nóg af orðum um krísur meirihlutans. Við í Samfylkingu Seltirninga höfum nú þegar lagt fram fjármagnaðar tillögur um að ráðast í nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir á íbúðum fólks með fötlun við Sæbraut, endurnýja húsgögn og aðbúnað í grunnskólanum, endurnýja Félagsheimili Seltjarnarness og koma upp öflugri félagsmiðstöð fyrir eldri borgara. Við höfum einnig lagt til að bærinn fari í samstarf við Gróttu um íþróttir fyrir eldri borgara, við höfum barist gegn hækkunum á gjaldskrám eldri borgara og barnafólks og hvatt bæinn til að taka á móti flóttafólki. Við höfum einnig lagt til lausnir í umhverfismálum, að bærinn taki upp grænt bókhald og verði áfram virkur þátttakandi í samstarfi SSH um framtíðar skipulagningu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þessar hugmyndir hafa fæstar verið samþykktar af meirihlutanum og getum við auðvitað ekki stýrt því hvaða ákvarðanir þau taka. Við höfum því ákveðið að einbeita okkur að því að nýta næsta ár til að fara í samstarf við bæjarbúa um að teikna upp framtíðarsýn Seltirninga, um hvernig við viljum sjá sveitarfélagið okkar þróast til lengri tíma. Við munum fá til okkar skapandi og skemmtilegt fólk og vonumst til að bæjarbúar taki virkan þátt með okkur við að móta öfluga, spennandi og skemmtilega framtíðarsýn fyrir bæinn okkar. Guðmundur Ari Sigurjónsson Guðmundur Ari Sigurjónsson. Afmæli, krísur og spennandi framtíðarsýn Mikið úrval af TYR sundfatnaði - nýjar gerðir og litir, úr DURAFAST 300+ efninu, sem er sérlega klórþolið og lithelt. Kíktu á úrvalið á heimasíðu okkar www.aquasport.is Bæjarlind 1-3, 201 Kópavogur sími: 5640035 www.systrasamlagid.is

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.