Nesfréttir - jún. 2019, Blaðsíða 10

Nesfréttir - jún. 2019, Blaðsíða 10
10 Nesfrétt ir Alls bárust 27 tillögur í hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi. Fyrstu verðlaun hlaut tillaga Andrúm arkitekta en þeir eru Haraldur Örn Jónsson, Hjörtur Hannesson og Kristján Garðarsson. Dómnefnd valdi síðan fjórar þeirra til áframhaldandi keppni á öðru þrepi keppninnar í samræmi við ákvæði keppnislýsingar. Ákveðið var að veita þremur tillögum viðurkenningu með innkaupum og þremur tillögum viðurkenningu sem athyglisverðar tillögur. Leikskólanum er ætlaður staður á núverandi leikskólasvæði sunnan Suðurstrandar. Stefnt er að því að taka þá tillögu sem hlaut fyrstu verðlaun til frekari útfærslu. Ásgerður Halldórsdóttir bæjar- stjóri sagði í ávarpi þegar tillögur- nar voru kynntar á Eiðistorgi á dögunum að með hönnunarsam- keppninni væri að hefjast nýr kafli í byggingarsögu leikskóla hér á landi því honum væri ætlað að rúma 300 börn undir einu þaki. Dómnefnd hafði meðal annars að leiðarljósi að um heildaryfirbragð, vandaða og góða byggingarlist og aðlögun að umhverfi væri að ræða. Einnig stað- setningu á lóð með tilliti til aðkomu og umferðar auk samspils og úti- svæði. Þá var stuðst við áfanga- skiptingu sem valda muni lágmarks röskun á núverandi starfsemi leik- skólans meðan á byggingarfram- kvæmdum stendur. Þá var hvatt til umhverfisvænnar nálgunar, lausnir og efnisval taki tillit til byggingar- kostnaðar, rekstrarkostnaðar auk umhverfis- og vistfræðilegra þátta og endingar. Í dómnefnd sátu af hálfu Seltjarnarnesbæjar, Gestur Ólafsson arkitekt og skipulags- fræðingur, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri og Baldur Pálsson fræðslustjóri. Af hálfu Arkitekta- félagi Íslands sátu í nefndinni arki- tektarnir Sigurður Halldórsson og Hildur Gunnlaugsdóttir. Í umsögn dómnefndar um þá tillögu sem hlaut fyrstu verðlaun segir að um mjög metnaðarfulla tillögu sé að ræða sem mæti vel forsendum í keppnislýsingu. Heildaryfirbragð sé áhugavert og ásýnd hans styrki miðbæjarrými Seltjarnarness. Byggingin sé skemmtilega brotin upp og vel staðsett á lóð með tilliti til aðkomu og umferðar. Með því að byggja yfir bílastæði nái þessi tillaga stærsta útivistarsvæði þeirra tillagna sem komust á annað þrep keppninnar. Tillagan uppfylli vel hugmyndafræði um stærð rýma, innra fyrirkomulag og bætir stöðu leikskólakennara til muna. Ásgerður Halldórsdóttir bæjar- stjóri segir afar ánægjulegt hversu margir tóku þátt í hönnunar- samkeppninni og margar tillögur feli í sér mjög frambærilegar lausnir á viðfangsefninu. Þær séu vel útfærðar og góður vitnisburður um hæfni höfunda. Verðlaunatillagan verður útfærð frekar Leikskóli Seltjarnarness Þannig lítur hugmynd Andrúm arkitekta að nýjum leikskóla á Seltjarnarnesi út. Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness sem haldinn var miðvikudaginn 22. maí sl. tókst bæjarfulltrúum að afgreiða nokkur mál sem fyrir fundinum lágu á aðeins þremur mínútum. Fundurinn hófst klukkan 17.00 og honum var slitið klukkan 17:03. Á þessum stutta tíma afgreiddi bæjarstjórnin fjórar fundargerðir auk þess að taka síðari umræðu um breytingu á samþykkt um stjórn Seltjarnarnesbæjar. Umræðurnar hafa því ekki tekið langan tíma. Fundur bæjarstjórnar sem haldinn var miðvikudaginn 25. apríl 2018 tókst einnig að afgreiða fyrirliggjandi mál á þremur mínútum. Á þeim stutta tíma afgreiddi bæjarstjórnin níu fundargerðir. Meðal annars mál sem innihéldu aðalskipulag Reykjavíkur 2010 til 2030 og gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa bæjarins. Bæjarstjórnin hefur því náð fyrra meti í skammri lengd funda. Bæjarstjórnarfundur á þremur mínútum √ Bókhald og fjármál √ Húsfélagafundir √ Mínar síður √ Húsbók þjónustusaga húss √ Auk annarrar þjónustu Húsfélagaþjónusta Eignaumsjón leiðandi í 17 ár www.eignaumsjon.is FALLEGIR LEGSTEINAR Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.