Vesturbæjarblaðið - Sep 2017, Blaðsíða 2
Heiti potturinn er sjóður sem styrkir opið
félagsstarf í félagsmiðstöðvum og samfélagshúsum
í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum. Félagsstarf í
félagsmiðstöðvum/ Samfélagshúsum Velferðasviðs er
vettvangur samskipta og skapandi athafna til þess að
koma í veg fyrir félagslega einangrun.
Einstaklingar og hópar geta sótt um styrki vegna
verkefna í opnu félagsstarfi s.s. vegna námskeiða,
ferðalaga, íþróttaiðkunar, fræðslu og skemmtana.
Leitast skal við að veita styrki til verkefna sem eru
opin öllum þátttakendum í félagsstarfi og falla að
hlutverki félagsmiðstöðva/samfélagshúsa eða teljast á
annan hátt vera í samræmi við stefnumörkun, áherslur
og forgangsröðun í félagsstarfi.
Sjóðurinn styrkir einnig eflingu og þróun á verk-
efnum sem þegar eru í gangi.
Markmiðið með heita pottinum er að auka þátttöku
og virkni í opnu og sjálfbæru félagsstarfi. Að auka
hlut íþróttaiðkunar og hreyfingar í opnu og sjálfbæru
félagsstarfi. Að efla fræðslu og miðlun upplýsinga í
opnu og sjálfbæru félagsstarfi.
Að rækta félagsauð og auka fjölbreytni í opnu og
sjálfbæru félagsstarfi.
Reglur um styrkveitingu eru að umsækjendur séu
eldri en 18 ára. Verkefni verði framkvæmt í Vestur-
bæ, Miðborg eða Hlíðum. Hámarksupphæð styrks
er 200.000 krónur. Nánari upplýsingar veitir Sigríður
Arndís Jóhannsdóttir í Þjónustumiðstöð Vesturbæ-
jar, Miðborgar og Hlíða, sími – 411-1600. Umsóknar-
frestur er til og með 2. október 2017. Umsóknar-
eyðublöð má nálgast á heimasíðu
Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar,
Miðborgar og Hlíða. Umsókn skal
senda inn á netfangið: sigridur.
arndis.johannsdottir@reykjavik.is
2 Vesturbæjarblaðið
Útgefandi: Borgarblöð ehf.
Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171
Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími 551 1519 • 893 5904
Netfang: thordingimars@gmail.com
Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298
Heimasíða: borgarblod.is
Net fang: borgarblod@simnet.is
Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son
Um brot: Valur Kristjánsson
Prentun: Landsprent ehf.
Dreif ing: Morgunblaðið
9. tbl. 20. árgangur
Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í póstnúmerum 107 og 101.
Nefnd hefur verið skipuð um hver geti orðið ásættanleg lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hún á vanda fyrir
höndum. Fáir kostir eru í stöðunni. Engum blandast hugur um
að Reykjavíkurflugvöllur gegnir öryggishlutverki miðað við
flugsamgöngur eins og þær eru í dag. En þurfa þær að vera svo
um alla framtíð.
Íslendingar hafa í raun aldrei byggt flugvöll. Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvellir voru byggðir af Bretum og
Bandaríkjamönnum vegna heimstyrjandarinnar 1939 til 1945.
Spyrja hvar flugmál Íslendinga stæðu hefði ekki komið til
styrjaldarátakanna.
L jóst má vera að Reykjavíkurflugvöllur verður ekki gerður að millilandaflugvelli til hliðar við Keflavíkurflugvöll. Til þess
er hann of lítill, stendur á of þröngu svæði og er að stærstum
hluta inn í miðri borg.
E igi Reykjavíkurflugvöllur að þjóna millilandaflugii verður að færa hann út á sjó – jafnvel út á Löngsker sem stundum
hefur komið til umræðu. Íbúar Reykjavíkurborgar mundu aldrei
sætta sig við aðflug og flugtök stórra farþegavéla yfir borginni á
öllum tímum sólarings og alla daga ársins.
E f Íslendingar ætla að verða miðlægir í flugsamgöngum yfir Atlantshafið eins og Loftleiðafrumherjarnir lögðu upp
með verða þeir að byggja annan millilandaflugvöll í nánd við
höfuðborgarsvæðið. Keflavíkurflugvöllur eins og hann er í dag
getur ekki þjónað stöðug vaxandi flugumferð.
E f til vill er spurningin um hvort valið standi á milli fluglestar eða flugvallar í nágrenni höfuðborgarinnar og þá líkast til
í Hvassahrauni ef ekki verður hægt að ráðast í hvort tveggja.
Reykjavíkurborg þarf líka á landinu sem liggur nú undir
flugbrautum að halda til annars en flugvallar sem aldrei mun
geta þjónað alþjóðlegri umferð.
Ö ryggisþátturinn og framtíð flugmála sem byggist á nýrri flugvallagerð fara því saman.
Um nýjan flugvöll
og öryggið
Vesturbæingar
Í hvaða heita pott
á ég að fara?
SEPTEMBER 2017
ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR
www.husavidgerdir.is/hafa-samband
info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070
Finndu okkur á
Fegrun og lenging líftíma
steyptra mannvirkja er
okkar áhugamál. Við
höfum náð góðum árangri
í margs konar múr- og
steypuviðgerðum,
múrfiltun, steiningu og
múrklæðningum. Hafðu samband
Við skoðum og gerum tilboð!
Hagaskóli fékk Menningar fánann fyrir
framúrskarandi menningarstarf með börnum og
unglingum og fyrir að hlúa að listakennslu og
skapandi starfi á dögunum.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti fánann
við líflega athöfn á Kjarvalsstöðum þar sem
menningarstofnanir borgarinnar héldu stefnumót
og kynntu fræðslustarf sitt á komandi skólaári.
Hagaskóli er fyrsti unglingaskólinn í borginni
sem flaggar Menningarfánanum. Í skólanum
skipa list- og verkgreinar veigamikinn sess. Allir
nemendur hafa víðtækt val og flóru listgreina í
sinni stundatöflu. Hagaskóli er í Evrópusamstarfi
um nýbreytni í kennsluaðferðum og tekur þátt í
ýmsum þverfaglegum verkefnum sem miða að
því að örva listsköpun. Eitt þeirra felur í sér að
nemendur skrifa barnasögur sem þeir fara með í
leikskóla í Vesturbænum og lesa upp fyrir börnin
þar. Á vorin eru þemadagar þar sem nemendur
fá frjálsar hendur til listsköpunar og sýna þeir
afraksturinn á uppskeruhátíðinni Listadögum. Þá
setur Hagaskóli upp leikverk annað hvert ár þar
sem margir unglingar fá að spreyta sig í ólíkum
hlutverkum sviðslistarinnar.
Hagaskóli fékk Menningarfánann
Menningarfáninn var afhentur á Kjarvalsstöðum.
Heiti potturinn í
Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum
- markmiðið að auka þátttöku og virkni í opnu og sjálfbæru félagsstarfi
Seljum allt lín til Hótela, Gistiheimila,
RB&B, Heilsustofnana og Veitingahúsa.
Þýsk gæðavara frá Zollner sérstaklega hannað
með mikinn þvott í huga og einstaklega slitsterkt.