Vesturbæjarblaðið - Sep 2017, Page 10

Vesturbæjarblaðið - Sep 2017, Page 10
10 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2017 Starfið í félagsmiðstöðinni Frosta fer vel af stað og má gr e ina mik la spennu og eftirvæntingu fyrir komandi mánuðum. Krakkarnir í 5. 6. og 7. bekk hafa skipulagt dagskrá 10 til 12 ára starfsins fyrir komandi vikur og er margt skemmtilegt framundan. Til dæmis má nefna kökukeppni, Minecraft byggingakeppni og neonball í Hagaskóla. Unglingar- nir í 8. til 10. bekk hafa einnig skipulagt sína dagskrá og ætla þau meðal annars að fara í ísferð, hafa trúnóspjall, halda ball og keppa við hinar félagsmiðstöðvar Tjarn- arinnar í óhefðbundum greinum á Tjarnarleikunum. Roleplayklúbb- urinn og Umhverfisklúbburinn hafa þegar tekið til starfa og eru ýmsar fleiri hugmyndir í gangi varðandi klúbba- og hópastarf fyrir veturinn. Nokkrir áhugasamir unglingar hafa þegar hafið undirbúning fyrir stærri viðburði vetrarins eins og Danskeppni Samfés og hönnunarkeppnina Stíl. Það er því fjölbreytt og skemmtilegt starf framundan í félagsmiðstöðinni Frosta í vetur og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjör í félagsmiðstöðinni Frosta Frá félagsstarfinu í Frosta. - starfið fer vel af stað Frístundaheimilið Selið í Melaskóla fékk á síðasta ári þróunarstyrk hjá Reykjavíkur- borg til þess að færa foreldra- samskipti inn í nútímann. Foreldrar vilja fá meiri upplýs- ingar en áður og Selið vill mæta foreldrum þar. Selið hafði áður haldið úti heimasíðu og facebook hóp sem Selinu þótti skref í rétta átt en ekki nóg fyrir foreldra nútímans. Selið nýtti styrkinn vel og fór af stað með ýmiss verkefni. Börnin stofnuðu blaðamannaklúbb sem gaf út tvö Selsblöð. Annað að hausti og hitt að vori. Blaða- mannaklúbburinn hélt einnig úti vefsíðu þar sem er hægt að hlusta á viðtöl, lesa það sem þau skrifa og margt fleira. Selið gefur einnig út veftímarit vikulega sem heitir Vikupóstur þar sem farið er yfir það sem hefur verið á döfinni og veitir vikulega innsýn í starfið. Skilaboðatafla Selsins er annar hluti af verkefninu. Með henni fá foreldrar allar helstu upplýsing- ar og lykiltölur á hverjum degi. Selið setti á fót snapchat aðgang svo foreldrar geti fylgst með í rauntíma hvað er í gangi og Selið efldi myndbandagerð heilmikið til að geta sýnt betur frá viðburðum sem eiga sér stað. Verkefnið vakti almennt mikla lukku hjá foreldr- um og hefur verið góð áskorun fyrir starfsfólk. Nútíma foreldra- samskipti í Selinu BÍLSKÚRSHURÐIR Smíðum hurðar eftir málum hverju sinni. Eigum alla varahluti til á lager og því hægt að gera við skemmda hurð frá okkur samdægurs. Minnst 15.000 opnanir sem jafngildir 20 ára endingu miðað við 2 opnanir á dag 365 daga ársins. Einangrun í hurðunum er úr polyuretan sem hefur tvöfalt einangrunar gildi á við polystyren og dregur einnig síður í sig vatn. Hafðu samband í dag og fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum. Bílskúrshurðir Hágæða íslensk framleiðsla Stílhreint og nútímalegt útlit Framúrskarandi einangrun og þéttingar Mikill styrkur gegn vindálagi og veðrun Gf Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf VAGNAR & ÞJÓNUSTA Tunguháls 10, 110 Reykjavík 567-3440 vagnar@vagnar.is www.vagnar.is Smíðum hurðar eftir máli. Eigum alla varahluti til á lager og því hægt að gera við skemmda hurð frá okkur samdægurs. Minnst 15. 00 op anir sem jafngildir 20 ára endingu miðað við 2 opnanir á dag 365 daga ársins. Einangrun í hurðunum er úr polyuretan sem hefur tvöfalt einangrunar gildi á við polystyren og dregur einnig síður í sig vatn. Hafðu samband í dag og fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum. Ekkert mun verða af því að Rússneska rétttrúnaðarkirkjan reisi bjálkakofa fyrir starfsfólk og gesti kirkjunnar ásamt sölubúð við Mýrargötu. Í umsögn skipulagsfulltrúa sem hafnað hefur ósk rétttrúnaðarkirkjunnar kemur fram að lóðir við Mýrargötu séu ekki ætlaðar fyrir smásölu í tímabundnum bjálkakofum. Trúfélagið hefur fengið lóð frá borginni undir kirkju og safnaðarhús á Mýrargötu 23 til 25. Félagið hafði sótt um að fá að reisa átta fermetra söluhús og starfsmannaaðstöðu en breytti umsókninni og bað um leyfi fyrir 26 fermetra húsi. Skipulagsfulltrúi telur að bjálkakofi fyrir starfsmenn og gesti kirkjunnar sé óþarfur þar sem hvorki aðaluppdrættir né framkvæmdir á lóðinni liggja fyrir að svo stöddu. Kofinn styrki heldur ekki götumynd og sé ekki í samræmi við stefnu um virkar götuhliðar. Þessi mynd var tekin þegar fyrsta skóflustungan var tekin að Rússneskri rétttrúnaðarkirkju við Mýrargötu að viðstöddum Ólafi Ragnari Grímssyni þáverandi forseta Íslands. Engin rússneskur bjálkakofi við Mýrargötu

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.