Vesturbæjarblaðið - Sep 2017, Blaðsíða 11

Vesturbæjarblaðið - Sep 2017, Blaðsíða 11
11VesturbæjarblaðiðSEPTEMBER 2017 Nú er allt að fara af stað í félagsmiðstöðinni á Afla- grandi. Harmónikuball verður mánudaginn 2. október þar sem nýstofnuð hljómsveit af Vitatorginu leikur fyrir dansi. Ætlunin er að efna til har - mónikuballs fyrsta mánudag í hverjum mánuði. Ballið fer þannig fram að dansað er fram að kaffi en að kaffidrykkju lokinni er sungið. Með því eru verið að bjóða meiri fjölbreytni einkum fyrir þá sem ekki geta dansað til þess að vera með og eiga góða stund í salnum. En mánudagsdansleikirnir eru bara brot af því sem verið er að gera í félagsstarfinu á Afla- granda. Foreldramorgnarnir eru að hefjast. Þeir verða á miðviku- dagsmorgnum. Foreldramorgnar- nir byggjast á því að foreldrar koma sama með ung börn sín og eiga góða stund. Nú kemur eitthvað af nýjum foreldrum í foreldrastarfið vegna þess að sum börn sem voru þar á síðasta ári eru komin í leikskóla. Þá má geta þess að Leynileikhúsið er að hefja námskeið fyrir fyrir börn úr Grandaskóla. Skólinn hefur ekki húsnæði til að sinna þessu verkefni en mjög stutt er á milli skólans og félagsstarfsins á Aflagranda og geta börnin því gengið á milli húsa. Línudansinn er á sínu stað á Aflagrandanum. Línudanstímarnir hafa alltaf verið sérstaklega skemmtilegir. Fólk hefur skemmt sér hið besta og mikið verið hlegið. Upphaflega var um tilraun að ræða en svo vel mæltist línudansinn fyrir að nú er hann orðinn fastur dagskrár- liður. Línudansinn er á miðviku- dögum og eftir dansinn og kaffi kemur Hrafn Jökulsson með bókmenntaerindi sitt. Leikfimin er á sínum stað og einnig boccia og nú er verið að kanna mögu- leika þess að koma pokamiðstöð á fót en það er hópur sem mynd sauma innkaupapoka til þess að draga úr notkun plast- poka. Pokasmiðjur hafa starfað á nokkrum stöðum á landinu. Ung stúlka úr Hagaskóla kom þessari hugmynd á framfæri og hér með er lýst eftir fólki sem vill koma og mynda svona hóp. Ætlunin er að hefja pokasauminn í október ef nægjanleg þátttaka næst. Allt að fara af stað á Aflagranda Frá Harmónikuballi á Aflagranda. BÍLAVIÐGERÐIR GRANDA FISKISLÓÐ 83 - 101 REYKJAVÍK S: 562 5999 S: 669 5999 Steinsmiðjan Rein | Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Kvarts steinn er unnin steinafurð. Við framleiðslu kvarts steinsins er nýtt það besta úr kvartsi með því að mylja steininn niður, blanda í hann litar- og bindiefnum áður en steinninn er aftur pressaður saman. Útkoman er mjög slitsterkt efni með þéttara yfirborð en hefðbundinn náttúrusteinn. silestone.com Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendum með Silestone. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Kvartssteinn í eldhúsið Þann 31. október næstkomandi eru 500 ár liðin frá atburði sem gerbreytti mannkynssögunni. Þá mótmælti munkurinn Marteinn Lúther aflátssölu kirkjunnar og sagan segir að hann hafi neglt blöð með 95 andmælum á kirkjudyrnar í Wittenberg. Upp frá því hófst atburðarás sem leiddi til þess að kirkjan klofnaði. Lúther var merkilegur höfundur. Að sumu leyti var hann byltingar- maður, framsýnn og frumlegur í hugsun. Hann ögraði valdinu og höfðaði fremur til samvisku sinnar en embætta og samþykkta kirkjunn- ar. Á öðrum sviðum var hann barn síns tíma, fæddur á miðöldum og lifði tíma mikilla átaka. Hann hvatti til ofsókna gegn uppreisnarsinnum úr röðum bænda og sendi frá sér kver þar sem hann formælti gyðingum með afdrifaríkum hætti. Á okkar dögum tilheyra um 400 milljónir kristinna manna söfnuðum sem kenna sig við guðfræði Lúthers. Þjóðkirkjan á Íslandi er í þessum hópi en þar er vel að merkja ekki litið á þennan áhrifaríka mann sem dýrling. Þvert á móti er gagn- rýni og sjálfsmat inngreypt í hug- myndafræði þessara samtaka og er upphafsmaðurinn síður en svo undanskilinn slíku. Námskeiðið er ókeypis og hægt er að sækja einn viðburð eða fleiri í Neskirkju. Sunnudagur 8. október kl. 16:00 Leikrit um Lúther Verkið fjallar um æskuár Lúthers og spurt hvers vegna hann setti fram gagnrýni á kaþólsku kirkjuna sem á þeim tíma þótti óhugsandi. Stoppleikhópurinn flytur verkið eftir handriti, í leikgerð og leikstjórn Val- geirs Skagfjörðs og Stoppleikhópsins. Leikritið er ætlað fullorðnum og eldri börnum. Valgeir Skagfjörð, Eggert A. Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir fara með hlutverk í sýningunni. Þriðjudagur 10. október kl. 20:00 Gramsað í kolli Lúthers Hvað var gamalt og hvað var nýtt í þessari guðfræði? Fjallað verður um helstu kenningar hans sem draga má fram í slagorðum siðaskipt- anna: Ritningin ein (sola Scriptura), náðin ein (sola Gratia), trúin ein (sola fidei). Þriðjudagur 17. október kl. 20:00 Tímar umskipta og átaka Hver var atburðarás siðaskipt- anna, bæði á meginlandi Evrópu og hér uppi á Íslandi? Hverjir komu þar við sögu og hvað dilk drógu þeir atburðir á eftir sér? Þriðjudagur 24. október kl. 20:00 500 árum síðar Hvað er að vera lúthersk? Sagt frá starfi Lútherska heimssambandsins sem er í hópi öflugustu hjálpar- samtaka í heimi. Gestur kvöldsins er Magnea Sverrisdóttir sem átti sæti í stjórn sambandsins um árabil. Þriðjudagur 31. október kl. 20:00 95 hurðir Siðbótarafmæli í Neskirkju. Gagn- rýni og sjálfsrýni á okkar dögum. Opnuð verður sýning Rúnars Reynis- sonar á 95 íslenskum kirkjuhurðum. Samantekt og umræður. Námskeið í tilefni 500 ára afmæli siðaskiptanna Legið yfir Lúther í Neskirkju

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.