Vesturbæjarblaðið - sept 2017, Qupperneq 13
13VesturbæjarblaðiðSEPTEMBER 2017
einungis merki til Erlings um að
matmálstími væri upprunninn
heldur hlýddum við öll hin
kallinu, hættum leik þá hæst
stóð og hver fór til síns heima í
mat. Man enn þennan lagstúf.
Áramótabrennur
Ég get varla skilið við min-
ningarnar úr Skjólunum án þess
að minnast á áramótabren-
nuna. Svo stóran sess sem hún
skipaði í lífi okkar. Þær voru
jafnan stórir viðburðir. Á tímabili
voru fjórar áramótabrennur
á strandlengjunni við Ægisíðu,
Faxaskjól og Sörlaskjól. Söfnun
hófst í byrjun nóvember og stóð
sleitulaust til gamlársdags. Það
sköpuðust ákveðnar hefðir í
kringum brennuhaldið og hver
brenna var með sínu sniði. Sam-
keppnin var hörð um stærstu
brennuna. Brennuhefðin hefur
haldist þótt breytt sé. Ægisíðu-
brennan sem við þekkjum í dag
er gamla Faxaskjólsbrennan. Á
þessum árum kom fólk saman
við brennuna og söng hástöfum
áramóta lög in . Í hver f inu
bjuggu prýðis söngmenn þar á
meðal faðir minn.
Sundlaug Vesturbæjar og
Háskólabíó
Merki um aukna velsæld
er án nokkurs vafa þegar
tvö mannvirki risu á sjötta
og sjöunda áratugunum í
Vesturbænum. Háskólabíó og
Sundlaug Vesturbæjar sem hafa
rækilega sannað gildi sitt fyrir
andlega og líkamlega iðkun.
Bíóhefð var rík í Skjólunum og
var tilkoma Háskólabíós sem
hvalreki fyrir okkur. Bíóið var
strax samkomustaður ungmenna
í Vesturbænum. Ákjósanlegur
staður. Vel staðsettur í miðri
byggðinni og með stóru anddyri.
Held að ég hafi séð nánast
allar myndir sem sýndar voru
þar á þessum árum. Bíóið
varð einskonar félagsmiðstöð.
Bíóferðin er ekki síður félagsleg
athöfn en menningarleg eða
skemmtun. Svo var auðvitað
blossandi rómantík þarna.
Ekki síðra í Skjólunum
Það er alltaf jafn ánægjulegt
að rekast á gamla æskufélaga
á förnum vegi og taka spjall
saman. Það er gott að búa í
Kópavogi, segir máltækið. Það
var ekki síðra að búa í Skjólunum
á þessum árum skal ég segja. Tel
mig afar lánsaman að hafa alist
upp á góðu heimili, á fallegum
stað á meðal góðra vina. Er hægt
að biðja um meira?
Bjarni ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Gunnarsdóttur og dætrum
þeirra.
Æ fleiri eldri borgarar
mæta sér til gagns og ánægju
á „Krossgötur” á þriðjudögum
kl. 13:00. Þar er boðið er upp
á erindi og kaffiveitingar og
fólki gefst kostur á að kaupa
súpu á vægu verði í hádeginu.
Einnig er u kyr rðarstun-
dir kl. 12:30 annan hvern
þriðjudag.
Margir góðir gestir hafa
sótt okkur heim og margt er
á döfinni. Árelía Eydís Guð-
mundsdóttir hóf dagskrána og
ræddi tækifærin sem standa
til boða, „í seinni hálfleik" til
að lifa innihaldsríku lífi; Bogi
Ágústsson setti okkur inn í
viðburði heimsmálanna og
Árni Bergmann ræddi svo um
„listina að eldast”. Loks er að
geta heimsóknar hópsins á
Bessastaði, þar sem forsetinn
tók á móti okkur. Guðni Th.
Jóhannesson var reglulegur
gestur á Aflagranda um árabil
og vann þar þakklátt starf.
Framundan er viðburðarík
dagskrá. Kristín Gunnlaugs-
dóttir myndlistarkona kemur í
byrjun október og svo syngja
og flytja þeir Gissur Páll
Gissurarson og Steingrímur
Þórhallsson óð til hins fagra
lífs í tali og söng. Dagskrána í
held sinni má sjá á heimasíðu
Neskirkju: www.neskirkja.is/
starfid/aldradir
Fjöldi góðra gesta
á krossgötum
í Neskirkju
Æskuheimilið við Faxaskjól sem
foreldrar hans byggðu 1946.