Brautin - 15.12.1998, Page 15
BRAUTIN
Grýla
Grýla hefur lítið verið nefnd á
nafn á undanförnum árum er
jólin nálgast. Það er eins og
þessi gamla skrukka sé endan-
lega að falla í gleymskunnar dá
og kannski ekki skrítið því
fæstir nota þá uppeldisaðferð í
dag að hræða börn sín með
forynjum og illfyglum til að
halda þeim góðum.
En það væri synd ef Grýla
gleymdist með öllu því um hana
eru til bæði skemmtilegar sögur
og kvæði. Þetta var hörkukvendi
sem varð mörg þúsund ára
gömul, átti þrjá eiginmenn og að
minnsta kosti sjötíu og tvö börn.
Ekki nóg um það heldur var það
hennar að sjá um að fæða fjöl-
skyldu sína og klæða og fer ekki
sögum af því að eiginmenn
hennar hafi hjálpað mikið til við
þá iðju.
Eiginkonan Grýla
En byrjunin á eiginkonunni
Grýlu. Hún er mikilfengleg
ásýndum og ekki laust við að
hún hafi skyggt á eiginmenn
sína alla bæði hvað útlit og
athæfi varðaði. Fyrsti eigin-
maður hennar er talinn hafa
verið Boli og áttu þau fjölda
barna saman. Hann andaðist úr
elli fjörgamall og hafði lengi
áður legið í kör. Annar eigin-
maður Grýlu kallaðist Gustur.
Af honum fara litlar sögur og er
talið að Grýla hafi étið hann
þegar hann geispaði golunni.
Þriðji eiginmaðurinn og jafn-
framt sá frægasti var Leppalúði.
Þau voru að minnsta kosti í
fimm þúsund ár í hjónabandi og
átti hann tuttugu og eitt barn.
Móðirin Grýla
Það er erfitt að gera sér í
hugarlund hvers konar móðir
Grýla hefur verið. En þó virðist
hún hafa borið önn fyrir sínum
afkvæmum og lagt rnikið á sig
til að fæða þau og klæða. Ekki
er vitað með vissu hvaða börn
hún átti með hveijum eiginman-
na sinna enda ekki einu sinni
víst að hún hafi átt þau öll ein-
ungis með þeim. Nafngreind
börn Grýlu voru:
Leppur, Skreppur, Langleggur
og Leiðindaskjóða, Þröstur,
Þrándur, Böðvar, Brynki, Bolli,
Hnútur, Koppur, Kyppa,
Strokkur, Strympa, Dallur,
Dáni, Sleggja, Sláni, Djangi,
Skotta, Nípa, Típa, Næja, Tæja,
Nútur, Pútur, Kútur, Bútur,
Hnútur, Stútur, Strútur, Nafar,
Tafar, Láni, Gráni, Loki, Poki,
Leppatuska, Loðinn, Lúpa,
Lápur, Skrápur, Stefnir, Taska,
Stikill, Flaska, Kyllir, Höttur,
Botni, Bokka, Ausa, Askur,
Ljótur, Skráma, Stampur,
Stefna, Mösull, Mukka, Hnyðja,
Hnýfill, Bikkja, Jónas tveir og
Þóra, Völustallur og Bóla,
Sigurður og Sóla, Dúðadurtur,
og tvíburarnir Sighvatur og
Syrpa sem dóu bæði. Að auki
eru jólasveinarnir taldir synir
Grýlu og verða bömin þá áttatíu
og fimm að tölu.
Jólasveinarnir eru tvímæla-
laust þau börn Grýlu sem lengst
hafa náð í lífinu. Þeir hafa sann-
arlega ekki gleymst í tímanna
rás og virðast ætla að lifa minn-
ingu móður sinnar. En þeir hafa
líka gert það sem móðir þeirra
gerði ekki, fylgst með tímanum
og breytt um ímynd í aldanna
rás. Þeir voru óttalega kranga-
legir í útliti fram eftir öllu, illa
og fjölskylda
til fara og það sem er öllu verra
hrekkjóttir við börn sér í lagi.
Bannað að hræða
börn með jólasveinum
Það er líklega tvennt sem
hjálpaði til við að breyta ímynd
jólasveinanna. I fyrsta lagi
Húsagatilskipunin árið 1746 en
þar var lagt bann við því að
hræða börn með jólasveinum.
Þar segir að nú skuli „sá
heimskulegi vani, sem hér og
þar skal hafa verið brúkanlegur í
landinu, að hræða böm með
jólasveinum eða vofum aldeilis
vera afskaffaður.” Ekki var farið
mikið eftir þessu fram eftir, en
þó hefur þetta vakið fólk til
umhugsunar. Alveg fram á
þessa öld fer sögum af því að
börn hafi verið hrædd með
jólasveinum. En þá kom til
sögunnar seinna atriðið sem
breytti ímynd jólasveinanna.
Það var hinn evrópski heilagi
Nikulás sem klæddist rauðu og
var ekkert nema góðvildin.
Jólasveinaímyndinni
ógnað á ný
í dag eru jólasveinarnir sem
sagt góðir og skemmtilegir,
börnin hræðast þá ekki lengur
en bíða þess í stað spennt eftir
komu þeirra. En þá er komin ný
ógnun fyrir jólasveinaímyndina,
ógnun markaðssetningarinnar.
Eins og flestir vita koma ís-
lensku jólasveinarnir til byggða
einn og einn í senn frá 12.
desember og fram að jólum og
síðan fara þeir til baka heim í
sömu röð næstu þrettán daga, sá
síðasti á þrettándanum. Þessi
skemmtilegi siður hjálpar bör-
nunurn að telja dagana til jóla og
auka spennuna frá degi til dags.
En óvarkárir markaðsbraskarar
hafa kúvent þessum sið svein-
anna eða hundsað hann með
öllu. Nú sjást jólasveinarnir á
ferli allt frá miðjum nóvember
og eru greyin svo illa undirbúin
að þeir kunna ekki einu sinni
jólalögin almennilega.
Það má furðu sæta að svo lítil
þjóð sem Islendingar eru geti
ekki komið sér saman um jafn
einfalt, en samt mikilvægt atriði
sem koma jólasveinanna er.
Ekki er hægt að banna neinum
að narra jólasvein í bæinn allt of
snemma en hugsandi kaupmenn
ættu að gera sér grein fyrir að
það kann ekki góðri lukku að
stýra að láta græðgina ná
yfirhöndinni þegar jólasveinatrú
og tilhlökkun barnanna er lögð
að veði.
í Alþýðuhúsinu
29.desembernk.
kl. 20.00.
Vestmannaeyjalistinn
Sendum Vestmannaeyingum öllum
bestu óskir um
gleðileg jól
ogfarsœlt komandi ár
0 Skeljungur
Sendum Vestmannaeyingum öllum
bestu óskir um
gleðileg jól
ogfarsœlt komandi ár
(Vmlufémiita ffaími
Sendum Vestmannaeyingum öllum
bestu óskir um
gleðileg jól
ogfarsœlt komandi ár
Völundur
Sendum Vestmannaeyingum öllum
bestu óskir um
gleðileg jól
ogfarsælt komandi ár
Lögmenn
Vestmannaeyj um
Sendum Vestmannaeyingum öllum
bestu óskir um
gleðileg jól
ogfarsœlt komandi ár
Sendum Vestmannaeyingum öllum
bestu óskir um
gleðileg jól
ogfarsœlt komandi ár
Raggi rakari
Sendum Vestmannaeyingum öllum
bestu óskir um
gleðileg jól
ogfarsælt komandi ár
Skóvinnustofa Stefáns
Sendum Vestmannaeyingum öllum
bestu óskir um
gleðileg jól
ogfarsælt komandi ár
^Undir nálina
Sendum Vestmannaeyingum öllum
bestu óskir um
gleðileg jól
ogfarsœlt komandi ár
Útgerðarfélag
Vestmannaeyja