Brautin - 15.12.1999, Blaðsíða 4

Brautin - 15.12.1999, Blaðsíða 4
BRAUTIN 4 Frábært íþróttaár Ársskýrslur ÍBV-íþróttafélags fyrir 1998 2. fl. kvenna á góðri stund - Islandsmeistarar Knattspyrnudeild ÍBV Starfsskýrsla 1998 Keppnistímabilið 1999 verður lengi í minnum haft í knatt- spyrnunni í Vestmannaeyjum. Aldrei hefur sól ÍBV risið hærra en á síðasta keppnistímabili á öllum vígstöðum í fótboltanum. Er alveg sama hvar borið er niður, alls staðar er ÍBV í fremstu röð. Meistaraflokkar: Karlalið IBV undir stjóm Bjarna Jóhannssonar hafði titil að verja. Eftir nokkrar breyt- ingar óx liðinu ásmegin eftir því sem leið á mótið. I ágúst lék ÍBV til úrslita við Leiftur í Coca cola bikarkeppninni en þetta var þriðja árið í röð sem IBV keppti til úrslita. Og nú hafðist það loksins. Bræðurnir Stengrímur og Hjalti Jóhannessynir skoruðu mörk ÍBV í 2-0 sigri á Leiftri. ÍBV sigldi með bikarinn heim með Herjólfi og á Básaskers- bryggju biðu á þriðja þúsund manns að taka á móti bikarmeis- turunum. í Islandsmótinu fóru leikar þannig að KR og ÍBV kepptu hreinan úrslitaleik um titilinn í Frostaskjólinu. IBV dugði jafn- tefli en KR hafði heimavöllinn. Um 6000 manns fylgdust með þessum risa íþróttaviðburði. Leikurinn byrjaði vel og Ingi Sigurðsson náði forystunni fyrir ÍBV. í seinni hálfleik gull- tryggði Kristinn Lárusson sigur IBV með glæsilegu marki. Og aftur sigdlu Eyjamenn með Herjólfi til Eyja, að þessu sinni með Islandsmeistaratitilinn. Glæsilegasti árangur í sögu IBV var þarna staðreynd því IBV hefur aldrei áður tekist að vinna tvöfalt, þ.e. bæði deild og bikar á sama ári. í meistarakeppni KSI og Heklu vann ÍBV lið Leifturs, 2- 1 með mörkum ívars Bjarklind og Bjarna Geirs Viðarssonar. I Evrópukeppni mestaraliða lék ÍBV gegn júgóslavnesku meist- urunum FK Obilic. ÍBV tapaði ytra 0-2 og 1-3 heima í Eyjum. Kristinn Hafliðason skoraði mark ÍBV. Kvennalið IBV undir stjórn Sigurlásar Þorleifssonar hefur tekið stórstígum framförum undanfarin ár. Liðið byrjaði rólega en um mitt mót komst það á fljúgandi siglingu. Liðið spilaði á köflurn geysilega vel og lenti í 4. sæti. Þetta er besti árangur kvennaliðs ÍBV frá upphafi og lofar svo sannarlega góðu fyrir framlandið. I bikarn- um komust stelpumar í undanúrslit en voru dæmdar úr leik fyrir að nota ólöglegan leik- mann. Uppistaðan í kvennaliði IBV eru ungar stúlkur sem svo sann- arlega eiga framtíðna fyrir sér. Upp úr yngri flokkunum eru að korna efnilega stúlkur og því er framtíðin hjá stelpunum björt. Þess má geta að á ársþingi KSÍ fékk ÍBV Kvennabikarinn sem er veittur því lið sem þykir standa vel að kvennaknatt- spyrnu. Knattspyrnufólk okkar vann ýmis einstaklingsverð á síðasta ári. Steingrímur Jóhannesson varð markakóngur Landssíma- deildarinnar með 16 mörg og var valinn prúðasti leikmaður deildarinnar. Hlynur Stefánsson varð stigahæstur í einkunnagjöf DV og Morgunblaðsins auk þess að vera valinn íþróttamaður Vestmannaeyja 1998 og leik- maður ársins hjá IBV. Iris Sæmundsdóttir var kjörin leik- maður ársins hjá stelpunum. Karlalið vann Dragostyttuna fyrir fæst gul og rauð spjöld og háttvísiverðlan VISA. Yngri flokkar: Yngri flokkar IBV náðu sínum besta árangri í mörg herrans ár. Drengir: 2. flokkur ÍBV vann B-deild- ina með yfirburðum og spilar því í A-deild í sumar eftir nokkurra ára fjarveru. 3. flokkur IBV komst upp í A- riðil og spilar þar í sumar 4. flokkur IBV hélt sæti sínu í A-riðli og kom mjög á óvart með góðri frammistöðu. 5. flokkur IBV komst í úrslita- keppnina og stóð sig með prýði. Stúlkur: 2. flokkur kvenna gerði st sér lítið fyrir og varð Islandsmeist- ari undr stjórn Heimis Hall- grímssonar. Stelpumar komu sáu og sigruðu í úrslitakeppninni og stóðu sig frábæerlega vel. 3. flokkur kvenna komst í úrslit og stóð sig mjög vel. 4. flokkur kvenna, A og B, komust í úrslit. A lið IBV lenti í 3. sæti en B lið ÍBV varð íslandsmeistari undir stjórn Iris- ar Sæmundsdóttur. Sannarlega frábær árangur. 5. og 6. flokkur kvenna stóðu sig vel og unnu fjölmarga titla á Pæjumóti ÍBV og Gull- og silf- urmóti Breiðabliks. Knattspyrnudeild ÍBV leggur sérstakan metnað í stað yngri flokkana í ár. í haust var ráðinn y firþj álfari fyrir alla yngri flokka, Zeljko Sakovic, og eru miklar vonir bundnar við störf hans. Starfíð Knattspyrnudeild IBVer ákaf- lega stolt af starfi og árangri deildarinnar á síðasta ári. Arangurinn var glæsilegur og reksturinn var með miklum ágætum. Knattspyrnudeildin hefur góða bakhjarl í IBV- íþóttafélagi og var einstaklega gott samstarfið við handknatt- leiksdeildina um ýmis sameigin- leg mál. Aðstaða knattspyrnu- fólks batnaði til muna á síðasta ári þegar nýir búningsklefar voru teknir í notkun við Týsheimilið og er bæjaryfir- völdum þakkað fyrir það fram- tak. Næsta baráttumál knattspyr- nudeildar er bygging áhorf- endastúku sunnan við Hásteins- völl. Samkvæmt reglugerð KSI sem er 6 ára gömul, er skylda

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.