Brautin - 15.12.1999, Blaðsíða 6

Brautin - 15.12.1999, Blaðsíða 6
BRAUTIN 6 Skiptiþraut Á þessari mynd eru 4 sótarar, 4 töframenn og 4 bændur. Geturðu skipt myndinni i fjóra jafnstóra hluta þannig að í hverjum verði einn sótari, einn töframaður og einn bóndi? LBörn malarans Geturðu komist að hvað börn malarans heita? Á hverjum myllu- væng er eitt nafn — að vísu hefur röð stafanna eitthvað brengl- ast, en heldurðu ekki að þú getir bætt úr því? \Fótaruglingur a b c d Teiknarinn hefur gert það af skömmum sínum að klippa mynd- ina í sundur í rniðju og skipta síðan um fætur á fólkinu. En þú verður nú varla í vandræðum með að sjá hvaða bókstafur á við hvaða tölu. Eldspýtnaþraut Þessa mynd geturðu búið til úr 60 eldspýtum. Þrautin er i því fólgin að taka burt 16 cldspýtur svo að eftir verði einn stór og 9 litlir ferningar. Er athyglisgáfan í lagi? Þessar tvær teikningar virðast vera alveg eins en ef þú ert glöggskyggn sérðu að 6 atriði eru nú samt mismunandi á myndunum tveimur. En ertu nógu glöggskyggn? Hvar hófst keppnin? Hér eru mótorhjólakappar á fullri ferð. Þeir eru að keppa um hver verður fyrstur að fara hringvegínn. En í hvaða kaupstað hófst keppnin? Svarið við því geturðu fengið með því að raða stöfunum neðan við myndina rétt saman. Gamli indíánahöfðinginn Reikningsþraut Hvað sagði reiði maðurinn? Gamli indíánahöfðinginn situr hér meðai manna sinna. Hvað heldurðu aðhöfðinginn ségamall? Reyndu að reiknaþað út með því að ieggja saman tölurnar tuttugu sem eru dreifðar um mynd- ina. Þú átt að setja tölur inn í auðu reitina þannig að reikningsdæmin verði rétt, bæði lóðrétt og lárétt. Hæstatalasem þú áttað notaer 7. Gisli var í fótbolta með strákunum en var svo óheppinn að sparka bokanum i gegnum rúðuna hjá nágrannanum. Karlinn kom æðandi út í dyr og æpti: É— s—a— —a—s—k--------la —i— Settu bókstafi í staðinn fyrir stríkin, þá geturðu lesið hvað það var sem hann æpti. 60. Hvað heitir bakaríið? <^> GRIKKLUNOT „ (á® Hér er skilti fyrir utan bakarí. En eitthvað hefur skiltamálarinn ruglast. Að minnsta kosti trúi ég ekki að bakaríið heiti Grikklu- not. Reyndu að raðastöfunum öðruvisi upp ogsjá hvort þú getur ekki búið tíl betra nafn úr þeim.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.