Brautin - 15.12.1999, Blaðsíða 9

Brautin - 15.12.1999, Blaðsíða 9
BRAUTIN 9 Bygging og uppfylling Brattagarðs. Á þessu svæði fyrrum voru pallakrærnar sem voru látnar hver- fa eftir stríð, aðallega milli 1946-50, en Fiskiðjan reis þarna 1952. Burstirnar þrjár tilheyrðu Tanganum og voru upphaflega fiskverkunarhús. minnist ég annars frá mínum æskudögum í Eyjum, en að allt heimilisfólkið, sem var margt og víðsvegar að af landinu sum, hafði verið samhuga um að halda uppi þessum gömlu, góðu íslenzku siðum. Ljós voru látin loga alla nótti- na helgu. Börnin tímdu ekki að sofna út frá ljósunum og allri þeirri dýrð sem hugsunin um fæðingu frelsarans skapaði í hjörtunum. Fólkið lofaði skap- arann, gjafarann allra góðra hluta. Á jóladaginn, er fólið var komið frá kirkju, skammtaði húsmóðirin, sem lítt átti heiman- gengt í jólamessurnar, hinn eiginlega jólamat. Þeir, sem furða sig á því, að þessi gamli siður hélzt svo lengi hér úti í Eyjum, skyldu hugleiða það, að Eyjabændurnir bjuggu við sveitabúskap jafnhliða útgerð- inni. Eyjafólkið var margt aðkomið úr sveitunum í landi. Þau mundu samt hafa verið fá heimilin hér sem héldu þessum gamla sið uppi fram á síðustu árin fyrir aldamót. Þannig var upp á gamla móðinn skammtað fólkinu hjá okkur.Eins og á diskana komst af kjöti, hangnu og söltuðu, hveiti- og rúgbrauð, hvoru- tveggja heimabökuðu. Hveiti- brauð var aldrei bakað nema til hátíðabrigða. Með fylgdi bæði flot og tólg, vel úti látið. Samskonar skattur var fram- reiddur á nýársdag handa fólk- inu, en það hafði gaman af að gæða bömunum og öðrum á þessum mikla mat. Á milli jóla og nýárs voru jólaboðin, sem frændur og vinir héldu hvorir öðrum og gengið milli góðbúanna. Mest var skemmt sér við spil og tafl og unga fólkið fór í jólaleiki. Þeir voru mjög fjölbreyttir og fylgdi þeim jafnan mikil kátína. Iþróttaleikir og ýmsar listir leik- ið af fjöri. Á þrettándanum var haldin blysför með álfadansi og brennu á Póstflötunum. Komu allir, sem vettlingi gátu valdið til að horfa á. Sungið var hátt og kveðið: “Nú er glatt í hverjum hól”, svo undir tók í fjöllunum. Álfakóngur var hæsti maður Eyjanna. Hann fór til Kanada. Seinna var álfakóngur maður jafnhár Kristjáni konungi tíunda, að sögn kunnugra, svo eigi munaði tommu, eins og þeir komust að orði. Lengi hélzt sá siður, að grímuklæddir unglingar færu undir leiðsögn ógrímuklæddra fullorðinna manna og gegnju í hús að fengnu leyfi og sýndu sig. Mest var um þetta milli þorra og þrettánda. Margt mætti fleira tína til af sérkennum frá þessum tíma, en ekki er rúm fyrir það hér. Vilpan. Aramótaball fyrir 16 ára og eldri í Týsheimilinu eftir miðnætti á gamlárskvöld Hljómsveitin D-7 flUessu stærsta balli aldarinnarvantar okkur fleíri dyraverði. Hafið sambandvið SæbórOrra. íbrónafélagvm. Sendum Vestmannaeyingum öllum bestu óskir um gleðileg jól ogfarsælt komandi ár. Þökkum stuðninginn í gegnum tíðina. Alþýðuflokkurinn, ✓ Jafnaðarmannaflokkur Islands. Samfylkingin Vestmannaeyj alistinn Sendum Vestmannaeyingum öllum bestu óskir um gleðileg jól ogfarsælt komandi ár Vélstjórafélag Vestmannaeyja Sendum Vestmannaeyingum öllum bestu óskir um gleðileg jól ogfarsælt komandi ár Sveinafélag járniðnaðarmanna Sendum Vestmannaeyingum öllum bestu óskir um gleðileg jól ogfarsœlt komandi ár Knattspyrnuvöllurinn inni í Botni. t

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.