Brautin - 15.12.1999, Blaðsíða 8

Brautin - 15.12.1999, Blaðsíða 8
BRAUTIN 8 Sigfús M. Johnsen, fyrrv. bœjarfógeti Jólaminningar Yestmannaeyjar um 1959. Ljósm.: Kristján Egilsson í Vestmannaeyjum var reist kirkja þegar árið 1000, sjálft kristniárið, en þó áður en kristni var lögtekin hér á landi á Alþingi hið sama ár. Tvær kirkjur voru hér lengi, hvor með sinn máldaga, þar sem tilgreindir voru kirkjumunir og aðrar eignir kirknanna. Kirkjumar á kirkjustöðunum, Ofanleiti og Kirkjubæ, voru lagðar niður á 16. öld, en samt haldið við lengi sem bænhúsum. Ein kirkja fyrir báðar sóknirnar var byggð, en sóknarprestar voru tveir fram á nítjándu öld eða til ársins 1837, og nú aftur eftir rúm 100 ár eru tveir þjón- andi prestar þjóðkirkjunnar í Eyjum. Kirkjan, sem reist var 1573 stóð á Fornu-Löndum. Fornu- Lönd voru skammt sunnan við Lönd, og skilur núverandi Landagata þar á milli. Þessi kirkja, er var timburkirkja stór og vegleg og vel búin kirkju- gripum, stóð fram að Tyrkjaráni. Hana brenndu ræningjarnir til kaldra kola 17. júlí 1627; höfðu þeir áður rænt hana öllum sínum skrúða. Samt virðist sem kirkjuklukkunum hafi verið komið undan, sbr. sögnina um Skrúðabyrgi í Neðri-Kleifum. Kirkjan á klukku, sem ber ártal- ið 1619 og mun það eiga við árið, er klukkan var smíðuð. Aðra eldri klukku átti kirkjan, en það var kirkjuklukka sú úr gömlu Landakirkju, sem kom upp um sjóræningjana, er rændu Landakirkju 1614. Klukkuna buðu þeir til sölu í Englandi, en á henni mun hafa staðið að hún tilheyrði Landakirkju í Vestmannaeyjum. Var klukkan send til Vestmananeyja að boði Englandskonungs, en ræningj- arnir voru dregnir fyrir lög og dóm og teknir af lífi. Þessari gömlu klukku var seinna fargað frá kirkjunni og mun hafa lent í Kaupmannahöfn, og ef til vill er hana að finna rneðal forn- gripa á söfnum í Danmörku. Þar lentu einnig postulastytturnar 12 úr Landakirkju, er teknar voru þaðan urn miðja 19. öld. Eftir kirkjubrunann 1627 var ný kirkja reist, þar sem nú kallast gamli kirkjugarður í núverandi kirkjugarði Eyjanna. Núverandi Landakirkja er fimm- ta kirkjan með því nafni. Hún er nokkru yngri en Hólakirkja en eldri en Bessastaðakirkja, og ein af veglegustu kirkjum landsins og betur búin kirkjugripum en flestar aðarar kirkjur hérlendis. Lengi hvíldi sú kvöð á, að Landakirkju skyldi goldinn vænsti fiskurinn af hverju skipi, er aflaðist í hverjum róðri. Eyjamenn voru stoltir af kirkju sini og ræktuðu að jafnaði vel skyldu sína við kirkju og prest. Kirkjan var vel sótt, þótt eigi væri á venjulegum messudögum sá troðfyllir sem á jólunum. Á Þorláksmessudag - heilags Þorláks - var lögð síðasta höndin á undirbúning sjálfrar jólahátíðarinnar. Meðhjálparinn var með sínu hjálparliði að ljúka við að fægja allt og fága í kirkjunni. Stóru ljóshjálmarnir glóðu eins og gull og kerta- stjakarnir. Búið var að setja kertin í hjálmana og stjakana og raða þeim á bogann mikla, er var þvert yfir kirkjuskipið milli svalann svonefndu uppi, en þar voru mestu viðhafnarsætin. Bændur sátu í kór eftir gamalli venju og bændakonur eftir virðingum í innstu sætunum framan við kórinn. Húsmæðurnar höfðu í mörgu að sýsla og stóðu í miklu erfiði og amstri fyrir jólin, þar sem mann- rnörg heimili voru, og má sá, er þetta ritar, minnast þess frá upp- vaxtarárunum á mannmörgu útvegsbóndaheimili í Vestmananeyjum. Húsmóðirin í Frydendal, sem misst hafði mann sinn löngu fyrir aldur fram, hélt uppi merki hans og stjórnaði mannmörgu heimili og ól upp böm þeirra hjóna, en það yngsta var á fyrsta ári, er faðirinn féll frá. Frá vetumóttum og framundir jólaföstu, var setið við tóskap og í vefstólnum öllum stundum, er tóm gafst. Einnig saumaði hún sjálf að mestu upp á mannskap- inn á sínu heimili, þær löggiltu flíkur, er fólust í umsömdu kaupi vinnufólksins. Reynt var að koma sem mestu í verk fyrir jól. Allir urðu að fá eitthvað fatakyns, enginn mátti fara í jólaköttinn. Uteyjafæri hafði verið gott og jólaærnar sóttar, en þeir voru samt fáir, sem töldu sig hafa ráð á að slátra kind á þessum árs- tíma, og þannig var það heima. Fuglasteik af skotfugli, skörfum, lómum og fiskiendum var talin nægja og ekki eytt af sauðkind- um, sem Eyjabændur áttu ekki ofmargt af, því stórt varð ekki búið vegna landþrengslanna. En gagnsamur var eyjabúskapurinn engu að síðu. Þetta var á þeim árum, þegar gamla öldin var í þann veginn að kveðja, og nú var liðið að jólum. Á eynni okkar hér í Norður-Atlantshafinu var hugurinn sterkt bundinn við jólin. Jólahelgin og viðbúnaður fyrir jólahátíðina var sízt minni hér að sínu leyti en annarsstaður í hinum kristna heimi. Eftirvætingin gagntók hugi manna, sem urðu börn í annað sinn við tilhugunina um fæðin- garhátíð frelsarans. Hjá bör- nunum ríkti fögnuður og glði, sem orð fá naumast lýst. Á kvöldsöngnum í Landakirkju var hvert sæti skipað á aðfan- gadagskvöldið. Kirkjufólkið streymdi að úr öllum áttum, neðan úr Sandi, austan af bæjum og ofan fyrir Hraun, og lýsti fyrir sér í myrkrinu með heim- agerðum ljóskerum með kerta- ljósi í. Samskonar ljós og síðar voru notuð í gömlu beitu- skúrunum. Til hátíðabrigða voru opnaðar norðurdymar á kirkjunni, kórdyrnar, sem aldrei var gengið um nema á stórhátíðum kirkj- unnar. Þegar heim kom frá kirkju var kveikt á jólatrénu, sem var heimatilbúið og snotrasti smíðisgripur, sem elzti bróðir minn, sem var talinn hagur vel og efni í smið, hafði heiðurinn af að hafa gjört ásamt vini sínum og frænda Jóhanni Jónssyni frá Túni, síðar á Brekku. Það var um 3 álnir á hæð með beinu stefni og hagle- ga tengdum greinum. Bolur og greinar vafið ræmum af grænum silkipappír. Á greinamar vom hengdir mislitir riðnir pokar og riðnir pappírskrossar, sem þótti rnikið vandaverk. Efst var fagurlga gjörð stjarna. Úr pappírspokunum á trénu gæddi fólkið sér og börnin; þau voru vön að korna úr nágrannahús- unum og horfa á tréð, en jólatré voru óvíða. í jólatréspokunum voru mest rúsínur og heimabakaðar smákökur. Um sælgætismunað handa börnum var ekki mikið á þessum árum. Aðfangadagskvöldið var helgað fagnaðarboðskapnum um fæð- ingu frelsarans. Ekki mátti raska jólahelginni. Þannig var það heima hjá okkur, sálmar voru sungnir og guðs orð haft um hönd. Spil voru ekki hreyfð. Óþarfatal og allt skvaldur harðbannað. Þögn átti sem mest að ríkja, varlega gengið um svo eigi heyrðust hurðaskellir. Eigi r Verið að grafa fyrir bátakvínni í Friðarhöfn. Olíuskip Skeljungs á leið að olíubryggjunni sem var staurabryggja og stóð nokkur ár inni í Botni.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.