Brautin - 15.12.1999, Blaðsíða 12

Brautin - 15.12.1999, Blaðsíða 12
BRAUTIN 12 Guðrún Jacobsen: Jólagesturinn Það var aðfangadagur jóla. Skafrenningurinn þyrlaðist fra- man í gangandi vegfarendur, og þeir létu það gott heita, því að allir vou komnir í hátíðaskap. Eftir gangstéttinni, sem lá við fáfarna götu, kom drengur gang- agndi. Hann hægði á sér fyrir framan hvern búðarglugga, sem varð á vegi hans, og horfði hrifningaraugum á allt, sem inni var. etta var svipfallegur dren- gur, með hátt og hvelft enni og góðlega andlitsdrætti. Honum varð litið á búðar- klukkuna í einni verzluninni, og hörkk í kút, þegar hann sá að klukkan var orðin fjögur, og flýtti sér leiðar sinnar. Egill, en svo hét drengurinn, hugsaði heim til mömmu og litla bróður. Mömmu var áreiðanlega farið að lengja eftir honum, því að hann hafði ekki komið heim síðan á hádegi. Það var svo margt fallegt í verzlunar glugg- unum, er dró þá að sér með ómótstæðilegur afli sem leið áttu um strætið. En nú mátti það ekki tefja fyrir honum Iengur. Mamma og litli bróðir biðu eftirvæntingafull heima, því að hann átti að skreyta jólatréð, en það hafði Egill gert síðan pabbi hans dó, en hann hafði farizt á sjónum fyrir tveimur árum, eða um það leyti sem litli bróðir fæddist. Og erfiða daga hafði litla fjölskyldan átt síðan. Mamma vann við hússtörf hjá hinum og þessum, og á meðan annaðist Egill litla bróður, - það gat tíu ára hnokkinn, - og milli þess sem hann sótti skólann, seldi hann blöð, því mömmu munaði um hvem skildinginn. Egill hraðaði sér yfir götuna, og var rétt dottinn, þegar rann rak tána í svartan hlut, sem lá fyrir fótum hans. Hann tók hlutinn upp, og starði agndofa á úttroðið seðlaveskið, sem lá í hönd hans. Egill gekk eins og í draumi upp á gangstéttina hinum megin götunnar, og hugsanir hringluðust sitt á hvað í kollinum á honum. Nú yrði hann að fara alla leið niður í bæ og skila veskinu á lögreglustöina, og klukkan var orðin svo margt. En hann fengi kannski fundarlaun? Það hýrn- aði yfir honum við tilhugsunina og herti á sér, en um leið rak hann sig á gamlan mann, sem st óð boginn í baki og horfði leit- andi augum allt í kringum sig. Gamli maðurinn féll um koll, en Egill flýtti sér að rétta honum hjálparhönd, og dustaði af honum snjóinn. „Nú, hver þremillinn gengur á fyrir þér, strákur, að ana svona beint á mann,“ nöldraði karlinn. Egill bað gamla manninn fyrirgefningar og ætlaði að halda ferð sinni áfram, en stanz- aði við, þegar hann sá karlinn halda áfram að bogra við að þereifa í kringum sig. Svo sagði hann hikandi: „Ertu að leita einhvers?“ „Varðar þig nokkuð um það“ mælti karlinn önugur, „hvort ég leita einhvers eða ekki? En ef það getur satt forvitni þína, srákur, þá er ég að leita að seðlaveskinu mínu, sem ég klaufaðist til að glopra upp úr vasanum.11 Það glaðnaði yfir Agli. „Það er þó ekki þetta veski?“ spurði hann vongóður, og rétti gamla manninum svarta veskið. Karlinn starði á veskið stein- hissa, svo hrifsaði hann það til sín. „Jú, jú rétt er það, hvar fannstu veskið?“ Og hann gaut tortryggnisaugum á Egil. „A miðri götunni,“ svaraði Egill. „Rétt er nú það,“ mælti karl og ræskti sig, „þú ætlast víst til þess að fá fundarlaun, er ekki svo?“ „Nei, ekki ætlast ég til þess, ef þú hefur ekki efni á því,“ mælit Egill hreinskilnislega. „Jæja, jæja, ég má nú missa eitthvað smávegis, við skulum nú sjá til.“ Karl bjó nú vel og vandlega um seðlaveskið í frakkavasa sínum, náði svo í litla buddu, og tók úr henni þrjá spegilfagra tveggja krónu peninga og rétti Agli litla. „Ertu nú alveg viss um, að þú megir missa allt þetta?“ mælti Egill og leit alvörugefinn á gamla manninn. „Ætli það ekki,“ svaraði karl ergilega. „Þá þakka ég fyrir, en... en...“ „En hvað?“ spurði karlinn önugur. „Eg ætlaði bara að bjóðast til að styðja þig heim,“ svaraði Egill feimnislega. Karlinn horfi á Egil, undur- furðulegur á svipinn. „Nú, svo þú vilt víst fá auka- greiðslu fyrir það, er ekki svo?“ Það kom kökkur í hálsinn á Agli litla. „Nei, ég ætlast ekki til neinna borgunar, mig langar aðeins til að gera svolítið góðverk, svo að ég geti verið ánægður í kvöld.“ „Nú, vegna hvers viltu vera ánægður í kvöld?“ spurði karl forvitnislega. „Vegna þess, að í kvöld er fæðingarhátíð frelsarans, sem eyddi lífi sínu í að hjálpa þeim, sem voru þess þurfandi.“ „Ó, alveg rétt. Það eru að koma jól,“ mælti gamli maðurinn og rankaði við sér. „Og þú heldur, að ég sé þurf- andi fyrir hjálp þína, drengur?" „Já, þú ert orðinn gamall og gætir runnið til á hálkunni.“ „Eg er nú alveg hissa,“ mælti gamli maðurinn og skoðaði Egil litla í krók og kring. „Og ég ætla að þiggja hjálp þína, drengur minn.“ Egill varð glaður við, og bauð gamla manninum öxl sína til að styðjast við. Þeir lögðu af stað, gengu eftir gangstéttinni. Skafrenningurinn lék um bak þeirra, og myrkrið var skollið á. Um leið og þeir sveigðu fyrir horn, rak Egill augun í horaðan og sultarlegan kött, sem kúrði þar í afdrepi. Hann beygði sig niður og strauk kettinum, sem mjálmaði aumkunarlega. „Nú, nú, ætlarðu ekki að halda áfram, drengur," mælti gamli maðurinn, og það vottaði fyrir hlýleik í rödd hans. „Jú, jú, ég ætlaði aðeins að taka kisu með, mamma gefur henni að borða. Hún hlýtur að vera svöng, sjáðu hve hún er horuð.“ Og Egill tók köttinn upp, en hann hjúfraði sig í handarkrika hans. Gamli maðurinn horfði andartak fast á dreginn, svo studdi hann sig við öxl hans, og þeir héldu ferð sinni áfram. Gamli maðurinn fór nú að spyrja Egil um hagi hans, og drengurinn sagði honum frá litla bróður, föður sínum, sem farizt hafði á sjónum og mömmu, sem væri svo dugleg og góð. Þegar Egill þagnaði, stundi gamli maðurinn þunglega. „Af hverju stynur þú svona sárt?“ spurði hann, og horfði á gamla manninn meðaumkun- araugum. „Ertu orðinn þreyttur?“ „Nei, nei drengur minn,“ mælti gamli maðurinn dapurri röddu. „Eg er bara að hugsa um það að einu sinni átti ég dreng líkan þér, hjálpsaman og göfug- lyndan, en Guð tók hann frá mér ungan að aldri.“ „Áttir þú aðeins þennan eina dreng?“ spurði Egill, og kenndi sárt í brjósti um gamla manninn. „Já, bara þennan eina dreng,“ mælti gamli maðurinn. „En er mamma hans dáin líka?“ spurði Egill hikandi. „Já, ég missti hana fyrir tíu árum, Guð tók hana líka til sín. Það var góð kona, sem öllum vildi gera gott, eins og hún móðir þín, sem þú varst að segja mér frá.“ Og gamli maðurinn þurrkaði sér um hvarmana. „En gerir þú það ekki líka?“ spurði Egill. „Ha, ég? Nei, nei, drengur minn. Eftir að ég missti allt, sem mér þotti vænzt um hér á jörðu, sneri ég baki við meðbræðrum mínum, og hafði ekkert saman við þá að sælda. Eg varð önugur og fáskiptinn, og trúði því, að þeir, sem vildu mér vel, gerðu það í eiginhagsmunarskyni.“ „Og trúir þú því ennþá?“ spurði Egill. „Eg veit ekki, drengur minn.“ Allt í einu datt Agli litla dálítið í hug. „Heyrðu annars, viltu nú ekki vera jólagestur okkar mömmu í kvöld?“ „Hver, ég?“ Gamli maðurinn varð steinhissa. „Já, gerðu það,“ mælti Egill hinn ákafasti. „Á hverju aðfangadagskvöldi höfum við reynt að ná í ein- hvern, sem er einmana og snauður og boðið honum að snæða með okkur jólamatinn. Og við mamma héldum áfram þeim sið eftir að pabbi dó. Stundum var það aðeins svangur hundur stundum bara horaður köttur, því við náðum ekki í neina manneskju. En ég held nú það skipti engu máli, hvort það er dýr eða maður, sem gefið er að borða, - eða heldur þú það?“ Gamli maðurinn þurfti nú að snýta sér hraustlega, svo varð hann að taka ofan gleraugun og þurkka af þeim móðuna. Þegar því var lokið, mælti hann hræðri röddu: „Nei, drengur minn, það skiptir engu máli. Dýrin eiga líka tilverurétt hér á jörðu, eigi síður en maðurinn, og ég ætla að þiggja þitt góða boð. En heldur þú að hún móðir þín veit mót- töku tveimur jólagestum.“ Og gamli maðurinn benti á köttinn, sem malaði vært í handarkrika Egils. „Já, mamma verður svo hjart- ans fegin, því að hjá okkur er alltaf nóg rúm og nægur jóla- matur handa þeim gestum, sem að garði ber,“ mælti Egill fast. „Jæja, vinur minn, þá skulum við herða okkur, mig er farið að langa til að kynnast henni móður þinni.“ Og nú var allt önuglyndið horfið úr rödd gamla mannsins. Þeir hertu förina, og brátt voru þeir komnir að stóru fjöl- býlishúsi. Egill leiddi gamla manninn niður brotnar kjallara- tröppur og kallaði hátt til móður sinnar. Myndarleg kona um þrítugt, góðmannleg ásýndum, kom til dyra, með lítinn dreng í fanginu. hún kyssti Egil, og bauð gamla manninn velkominn. Hún tók við yfirhöfn hans og leiddi hann til stofu. Þar stóð uppljómað jólatré. Borð var á miðju gólfi, og á því stóð borðbúnaður fyrir fjóra. Hún bauð gamla mann- inum sæti við borðið, og sagði honum frá því, hve hún væri ánægð með komu hans. Svo tók hún brosandi við kisu, og bar hana að mataraski, sem var hjá ofninum, en Egill litli flýtti sér að skipta um föt. Móðir hans kveikir nú á jóla- trénu, og brátt hljómaði „Heims um ból, helg eru jól“ um stofu- na. Þau óskuðu hvert öðru gleði- legra jóla og settust svo að snæðingi. Gamli maðurinn neytti hinnar fábrotnu máltíðar af beztu lyst. Litli bróðir undi sé við leikföng- in sín, sæll og glaður. og kisa svaf vært og malaði af vellíðan. Þarna dvaldi gamli maðurinn í góðu yfirlæti fram eftir kvöld- inu, og hlýjan og velvildin yljaði honum um hjartarætumar, sem hann mætti hjá snauðu fjöl- skyldunni, er þó var svo rík, að hún gat miðlað öðrum. Þegar hann kvaddi þau klukkan rúm- lega ellefu, þakkaði hann fyrir sig með fögrum orðum, en móðirin bað Guð að blessa hann. Egill litli vildi endilega fylgja honum áleiðis, og það var þakksamlega þegið af gamla manninum. Er þeir nálguðust eitt af betri hverfum borgarinnar, stað- næmdist gamli maðurinn og kvaddi litla gestrisna vininn sinn. Egill horfði á eftir honum, þar sem hann gekk styrkum skrefum eftir strætinu. Svo flýtti hann sér heim. Gamli maðurinn nálgaðist eitt fegursta stórhýsið við enda götunnar. Hann gekk upp tröpp- umar og studdi á bjölluhnapp. Einkennisklæddur dyravörður kom til dyra og tók lotningar- fullur við yfirhöfn hans. Svo lokuðust dyrnar. Og nokkrum vikum eftir jól skeði dálítið á heimili Egils sem gerði litlu fjölskylduna forviða. Þau fengu nefnilega boð um að mæta á þekktri lögfræðiskrif- stofu. Og undrun sinni áttu þau engin orð til að lýsa, er þeim var sagt það af lögfræðingi gamla mannsins, að hann væri látinn, og hefði eftirlátið þeim allar eigur sínar, sem væru milljóna virði.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.