Brautin - 15.12.1999, Síða 3

Brautin - 15.12.1999, Síða 3
BRAUTIN Jólahugvekja Ég er Ijós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, held- urhafa Ijós lífsins. (Jóhannes 8:12.) Þessi setning er sögð í Landakirkju í hverjum sunnudagaskóla, allir þeir sem talað geta taka undir um leið og kveikt er á kertunum. Það er gott að hafa þetta yfir með börnunum, því eins og máltækið segir „ lengi býr að fyrstu gerð”. Allt það góða sem við leggjum inn hjá börnunum okkar hjálpar þeim síðar meir á lífsleið- inni, þegar erfiðleikar steðja að. Það er margt mannanna bölið og þyngra en tárum taki að horfa á eftir ungu myndarlegu fólki í faðm bakkusar eða það sem verra er í klœrnar á fíkniefnadjöflinum. Oft virðist barátt- an við þessi tvö vondu öfl vera von- laus enda við rammann reip að draga. Eflaust hugsar nú einhver, „átti þetta ekki að vera jólahugvekja?” Jú víst er það en í okkar hverfula heimi eru ekki alltaf jól. Þau koma þó alltaf einu sinni á ári og lýsa upp svartasta skammdegið. Aðventan er góður tími til þess að taka til bæði í kringum sig og í sálinni. Þær fjórar helgar sem í aðventunni eru er gott að nota til þess að eiga samvistir við fjölskyld- una, íhuga hvað það er sem við metum mest og hugsa um það hvar við höfum farið út af brautinni og hvernig við ætlum að komast á rétta leið aftur. Því miður er það svo að aðventan er erfið mörgum. Veraldlegir og andlegir erfiðleikar skjóta upp kollinum sem aldrei fyrr. Þrýstingur á foreldra er mikill, fjölmiðlar eru fullir af auglýsingum um hluti sem allir þarfnast og verða að eignast, annars verða bara enginn jól. Allt verður að vera hreint og fínt, annars verða bara enginn jól. Allt þarf að skreyta, annars verða bara enginn jól. Eða hvað? 1 raun þurfum við ekkert af því sem að framan er sagt ef við eigum jól í hjarta okkar. Til þess að eiga jól í hjarta okkar þurf- um við að finna innri frið og hann fœst ekki keyptur. Við þurfum líka að eiga góð samskipti við fjölskyldu okkar og vini og það fæst heldur ekki keypt. í Matteus 11 kafla, versi 28 segir: Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld. Það er von mín að þeir sem eiga um sárt að binda af hvaða orsökum sem það nú er, smáar eða stórar sorgir finni frið í hjarta sínu og eigi gleðileg jól með því fólki sem því er kœrast hvort sem er í nærveru þess eða huga. Guðrún Erlingsdóttir | 1 1 1 1 I 1 I I I | | 1 i i i i | i 1 i i i 1 É ■m Helgihald í Landakirkju Aðfangadagur jóla: 18:00 Aftansöngur 23:30 Hátíðarstund Jóladagur: 14:00 Hátíðarguðsþjónusta. - Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur jólalög í hálftíma fyrir guðsþjónustu. Annar dagur jóla: 14:00 Fjölskylduguðsþjónusta 16:00 Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum - Barnakór Barnaskólans syngur við þessar guðsþjónustur. Þriðjudagur 28. desember: 16:00 Jólatrésskemmtun. - Allir hvattir til að mæta og dansa í kringum jólatréð og hitta jólasveinana. Gamlársdagur: 18:00 Aftansöngur Nýársdagur: 14:00 Hátíðarmessa - Sóknarnefndarmaður stígur í stólinn - Altarisganga Aðventkirkjan um jólin Jóladagur 25. des.: 14:00 Samkoma Nýársdagur l.jan. 2000 14:00 Samkoma Allir velkonuiir Jóladagskrá Hvítasunnukirkjunnar um jólin Aðfangadagur: 18:00 Aftansöngur Jóladagur: 15:00 Hátíðarsamkoma Annar dagur jóla: 15:00 Vakningarsamkoma Gamlársdagur: 18:00 Þakkargjörðarsamkoma með frálsum þakkarávörpum til Guðs vors lands. Nýársdagur 15:00 Hátíðarsamkoma Sunnudagur, 2.janúar 19:00 Sameiginlegt samsæti safnaðarins Menn fagna saman áframhaldandi blessun Guðs og varðveislu á komandi ári. Hjartanlega velkomin að gera útvalningu ykkar vissa á þessum dögum og ganga Kristi við hönd inn í nýja öld.

x

Brautin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.