Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.12.2019, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 05.12.2019, Blaðsíða 19
skóla. Langflestir íbúar Suðurnesja náðu að horfa á þetta sjónvarp frá Kön- unum og seinna gat höfuðborgarsvæðið einnig horft á það en svo var því lokað vegna vondra, erlendra áhrifa á íslenska tungu og þjóð. Þannig var forsjárhyggja yfirvalda í þá daga. Elli Bjarna er alinn upp í Keflavík og rifjar lítillega upp lífið í bænum fyrr á árum. „Fjölskylda mín var með þeim fyrstu sem fékk svart/hvítt sjónvarp eða í kringum 1960. Tækið var auðvitað keypt á Vellinum og smyglað út en þetta gerðu margir. Ég man að við þurftum að hafa straumbreyti við tækið því það var ekki sama rafmagn hér niður frá og á Vellinum. Þegar við kveiktum á sjónvarpinu í stofunni og settumst við tækið, þá voru einhverjir krakkar mættir á gluggana til að horfa á með okkur. Ég man eitt sinn þegar það voru tveir á glugganum og pabbi spurði hver væri á glugganum og þá hlupu þeir burt. Við vorum með þeim fyrstu sem fengum sjónvarp og það var sett loftnet á stromp hússins en það gaf til kynna að þarna innandyra væri sjónvarp. Fólk var almennt ekki með loftnet. Kaninn var með morgunsjónvarp um helgar, teiknimyndir sem gaman var að horfa á sem krakki. Lífið í bænum okkar var allt öðruvísi á þessum árum. Ég man að ég fékk stundum að fara upp á Völl en báðir foreldrar mínir unnu á Vellinum hjá Kananum. Þá fór maður í sælgætis- sjálfsala sem voru úti um allt upp frá og notaði íslenskan fimm aur því hann var af sömu stærð og 25 cent sem þurfti í sjálfsalann. Það var svo mikið úrval af nammi hjá Kananum á þeim tíma sem var ekki hjá okkur, ekkert nema örfáar tegundir af sælgæti á Íslandi og yfirleitt íslensk framleiðsla,“ segir Elli og brosir þegar hann rifjar upp skemmtilegar minningar. Hagstæð áskrift og góð þjónusta Kapalvæðing er fyrirtæki sem starfar aðeins í Reykjanesbæ og á í samkeppni við stóru fjarskiptafyrirtækin en segist geta boðið betur og vera með persónu- legri þjónustu en þau. „Við erum með allar íslenskar stöðvar í bestu gæðum, erum með alla flóruna, fullt af efni í pakkanum frá okkur sem við bjóðum fólki á mun lægra verði. Bíómyndarásir, til dæmis gamlar, klass- ískar bíómyndir. Kapalvæðing er Suður- nesjafyrirtæki og við erum búnir að vera til í um 30 ár en Viðar Oddgeirsson, heitinn, startaði þessu. Við erum að keppa um sömu viðskiptavini og Nova, Síminn og Vodafone en erum með mjög gott verð á áskriftarpökkum okkar. Við gerum sérstaklega vel við eldri borgara, leggjum metnað okkar í það. Við fáum stundum að heyra frá fólki sem leggst inn á spítalann í Keflavík hvað þeir höfðu gaman af Augnablik- rásinni okkar. Fólk er einnig ánægt með þjónustu okkar og þannig viljum við hafa það. Bara velkomið að líta við og athuga hvað við getum gert fyrir ykkur. Ég kalla einnig eftir sjálfboðaliðum, ein- hverjum sem er kominn á eftirlaun, til að hjálpa okkur að skanna myndir inn í kerfið sem við megum nota og sýna. Það er auðvelt að læra þetta. Það eru svo margir sem hafa gaman af Augnablik og mig vantar hendur til að hjálpa mér að koma fleiri gömlum ljósmyndum inn. Við köllum eftir einhverjum sem vill vinna með okkur í þessu, það væri ofboðslega gaman,“ segir Elli að lokum. Kapalvæðing er fyrir- tæki sem starfar aðeins í Reykjanesbæ og á í samkeppni við stóru fjarskiptafyrirtækin en segist geta boðið betur og vera með persónulegri þjónustu en þau ... Velkomin í jólaboð á vinnustofu minni á Mánagötu 1 í Reykjanesbæ 7.–8. desember. Opnum kl. 15. Anton Helgi Jónsson flytur okkur ljóð kl. 17 og Fríða Dís syngur nýtt efni kl. 18. Léttar veitingar. Opið sunnudag kl. 15 til 18. Vantar þig sendibíl? sendibillinn.is Mitsubishi Outlander árg. 2016, bensín, sjálfskiptur, ekinn 163 þús. km. Tilboð: 1.890.000 kr. Hyundai i 20 árg 2010, ekinn 124 þús. Tilboð 390.000 kr. Renault Kangoo árg. 2016, lengri týpan, ekinn 80 þús. Verð 1.490.000 kr. Toyota Yaris árg. 2017, ekinn 50 þús. Verð 1.390.000 Nizzan Micra árg. 2015, ekinn 102 þús., beinsk. Verð 590.000 kr. Suzuki Swift árg. 2017, ekinn 92 þús. Verð 1.290.000 kr. við gamla aðalhliðið á Ásbrú sími 421 5444 Við erum við gamla aðalhliðið við Ásbrú. Komdu og skoðaðu úrvalið! Bíll vikunnar 19VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM f immtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.